Gerði heimildarmynd um óskilgreint hugtak Kristjana Arnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2014 09:00 Anna Gyða segist ekki hafa lært neina kvikmyndagerð en að sig hafi lengi langað til þess að gera heimildarmynd. fréttablaðið/arnþór „Mig langaði að kafa dýpra inn í þennan heim en mörg vandamál í dag þurfa nýjar lausnir,“ segir Anna Gyða Sigurgísladóttir, sem undanfarið ár hefur unnið að gerð heimildarmyndar um samfélagslega frumkvöðlastarfsemi eða „social entrepreneurship“. Hugtakið er flókið í skilgreiningu og hafa fræðimenn víða um heim deilt um hvernig beri að útskýra það. Grunnhugmyndin er þó sú að samfélagið eigi að hagnast á einhvern jákvæðan hátt af frumkvöðlastarfseminni. Anna Gyða ákvað upp á eigin spýtur að kynna sér hugtakið. „Ég byrjaði að rannsaka þetta sjálf og skoða fyrir um tveimur árum. Ég fékk síðan styrki til þess að fara á fullt með verkefnið. Ég er ekkert lærð í kvikmyndagerð en hafði alltaf stefnt að því að gera heimildarmyndir einhvern tímann í lífinu. Það að ég þurfti að kenna mér allt sjálf var eitt það skemmtilegasta við þetta allt saman og það er líka eitthvað sem frumkvöðlastarfsemi er, að henda sér svolítið út í djúpu laugina og byggja eitthvað algjörlega upp frá rótum.“ Myndin ber heitið Problem? Oh, That's An Oppertunity og var tekin upp frá júlí til október í fyrra en Anna Gyða ferðaðist víða um heim til þess að dýpka skilning sinn á hugtakinu. „Ég tók viðtöl við alls konar fræðimenn í Brussel, Stokkhólmi, Boston og New York, ásamt því að taka tvö Skype-viðtöl í Kanada annars vegar og Perú hins vegar. Ég fékk meira að segja að spjalla við mann sem fyrstur kom með þetta hugtak árið 1981, Bill Drayton. Það var mjög áhugavert.“ Nú er myndin komin langt á veg og skilgreining hugtaksins að taka á sig góða og skýra mynd. „Markmiðið er svo að setja upp síðu þar sem myndin verður aðgengileg öllum. Þetta er ekki gert í neinu gróðaskyni. Þetta er algjört ástríðuverkefni enda hef ég óbilandi trú og áhuga á samfélagslegri frumkvöðlastarfsemi.“ Hér að neðan má sjá stiklu úr heimildamyndinni. Problem? Oh, That's An Opportunity - Official Trailer from Anna Gyða on Vimeo. Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
„Mig langaði að kafa dýpra inn í þennan heim en mörg vandamál í dag þurfa nýjar lausnir,“ segir Anna Gyða Sigurgísladóttir, sem undanfarið ár hefur unnið að gerð heimildarmyndar um samfélagslega frumkvöðlastarfsemi eða „social entrepreneurship“. Hugtakið er flókið í skilgreiningu og hafa fræðimenn víða um heim deilt um hvernig beri að útskýra það. Grunnhugmyndin er þó sú að samfélagið eigi að hagnast á einhvern jákvæðan hátt af frumkvöðlastarfseminni. Anna Gyða ákvað upp á eigin spýtur að kynna sér hugtakið. „Ég byrjaði að rannsaka þetta sjálf og skoða fyrir um tveimur árum. Ég fékk síðan styrki til þess að fara á fullt með verkefnið. Ég er ekkert lærð í kvikmyndagerð en hafði alltaf stefnt að því að gera heimildarmyndir einhvern tímann í lífinu. Það að ég þurfti að kenna mér allt sjálf var eitt það skemmtilegasta við þetta allt saman og það er líka eitthvað sem frumkvöðlastarfsemi er, að henda sér svolítið út í djúpu laugina og byggja eitthvað algjörlega upp frá rótum.“ Myndin ber heitið Problem? Oh, That's An Oppertunity og var tekin upp frá júlí til október í fyrra en Anna Gyða ferðaðist víða um heim til þess að dýpka skilning sinn á hugtakinu. „Ég tók viðtöl við alls konar fræðimenn í Brussel, Stokkhólmi, Boston og New York, ásamt því að taka tvö Skype-viðtöl í Kanada annars vegar og Perú hins vegar. Ég fékk meira að segja að spjalla við mann sem fyrstur kom með þetta hugtak árið 1981, Bill Drayton. Það var mjög áhugavert.“ Nú er myndin komin langt á veg og skilgreining hugtaksins að taka á sig góða og skýra mynd. „Markmiðið er svo að setja upp síðu þar sem myndin verður aðgengileg öllum. Þetta er ekki gert í neinu gróðaskyni. Þetta er algjört ástríðuverkefni enda hef ég óbilandi trú og áhuga á samfélagslegri frumkvöðlastarfsemi.“ Hér að neðan má sjá stiklu úr heimildamyndinni. Problem? Oh, That's An Opportunity - Official Trailer from Anna Gyða on Vimeo.
Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira