Lífið

Hátíska mætir klassískri list

Baldvin Þormóðsson skrifar
Hér má sjá Napoleon klæðast Givenchy peysu.
Hér má sjá Napoleon klæðast Givenchy peysu. mynd/copylab
Með tilkomu samfélagsmiðilsins Instagram hefur tískuheimurinn tekið ýmsum breytingum. Instagram er staðurinn þar sem neytendur geta deilt myndum af sínum uppáhalds vörum og flíkum.

Strákarnir í Copylab fara þó ansi óhefðbundnar leiðir í notkun á samfélagsmiðlinum.

Í stuttu máli þá taka þeir gömul málverk og listaverk og færa þau í nútímabúning. Þeir klæða viðfangsefni málverkanna í heitustu hátísku dagsins í dag.

Meðal þess sem þeir hafa birt á síðu sinni er meðal annars mynd af Napoleon í Givenchy peysu, Jesús með Hermés klút og American Gothic konan í sjali frá Louis Vuitton og með Chanel hálsmen.

Síðuna má skoða hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.