Lög á Herjólfsdeiluna í dag Heimir Már Pétursson skrifar 1. apríl 2014 12:07 Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra mun væntanlega leggja fram frumvarp um lög á kjaradeilu starfsmanna Herjólfs í dag. vísir/daníel Líkur eru á að innanríkisráðherra leggi fram frumvarp á Alþingi í dag um að lög verði sett á kjaradeilu starfsmanna Herjólfs, samkvæmt heimildum fréttastofunnar. Verkfallið hefur staðið frá 5. mars og truflað mjög flutninga á vörum og fólki til og frá vestmannaeyjum sem og á afla fiskiskipa í Eyjum til útflutnings. Síðast var fundað í deilunni á föstudag, en nýr fundur hefur ekki verið boðaður milli deiluaðila. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun frumvarp Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra ganga út á tímabundið bann við verkfallsaðgerðunum þannig að deiluaðilar fái tíma til að ná samningum án truflunar á samgöngum við Vestmannaeyjar. Frumvarpið verður væntanlega kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna og svo stjórnarandstöðunnar í dag og búast má við að óskað verði afbrigða til að taka það á dagskrá Alþingis strax í dag, eins og yfirleitt hefur verið gert þegar frumvörp um lög á kjaradeilur hafa verið lögð fram. Þarna er ef til vill komin skýringin á því að ríkisstjórnin ákvað að hætta við að mæla fyrir skuldaniðurfellingarfrumvörpum sínum á Alþingi í dag. Búast má við að stjórnarandstaðan að hluta að minnsta kosti, leggist gegn lagasetningunni, en haft er eftir Árna Páli Árnasyni formanni Samfylkingarinnar og Svandísi Svavarsdóttur í Morgunblaðinu í dag að þau séu almennt á móti lagasetningu á kjaradeilur og þung rök þurfi að vera fyrir slíkri lagasetningu.Hér má sjá tilkynningu innanríkisráðherra vegna framlagningar frumvarpsins. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Líkur eru á að innanríkisráðherra leggi fram frumvarp á Alþingi í dag um að lög verði sett á kjaradeilu starfsmanna Herjólfs, samkvæmt heimildum fréttastofunnar. Verkfallið hefur staðið frá 5. mars og truflað mjög flutninga á vörum og fólki til og frá vestmannaeyjum sem og á afla fiskiskipa í Eyjum til útflutnings. Síðast var fundað í deilunni á föstudag, en nýr fundur hefur ekki verið boðaður milli deiluaðila. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun frumvarp Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra ganga út á tímabundið bann við verkfallsaðgerðunum þannig að deiluaðilar fái tíma til að ná samningum án truflunar á samgöngum við Vestmannaeyjar. Frumvarpið verður væntanlega kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna og svo stjórnarandstöðunnar í dag og búast má við að óskað verði afbrigða til að taka það á dagskrá Alþingis strax í dag, eins og yfirleitt hefur verið gert þegar frumvörp um lög á kjaradeilur hafa verið lögð fram. Þarna er ef til vill komin skýringin á því að ríkisstjórnin ákvað að hætta við að mæla fyrir skuldaniðurfellingarfrumvörpum sínum á Alþingi í dag. Búast má við að stjórnarandstaðan að hluta að minnsta kosti, leggist gegn lagasetningunni, en haft er eftir Árna Páli Árnasyni formanni Samfylkingarinnar og Svandísi Svavarsdóttur í Morgunblaðinu í dag að þau séu almennt á móti lagasetningu á kjaradeilur og þung rök þurfi að vera fyrir slíkri lagasetningu.Hér má sjá tilkynningu innanríkisráðherra vegna framlagningar frumvarpsins.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira