Ljúft að bregðast við kalli Gumma Ben Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2014 07:30 Willum var síðast þjálfari Leiknis árið 2012 en hóf störf á alþingi í fyrra. fréttablaðið/daníel „Það þurfti að bregðast skjótt við og maður þurfti að hrökkva eða stökkva. Þá vill maður gjarnan stökkva,“ segir Willum Þór Þórsson, knattspyrnuþjálfari og þingmaður Framsóknarflokksins. Hann var í vikunni ráðinn aðstoðarþjálfari Guðmundar Benediktssonar sem tekur við þjálfun Breiðabliks í Pepsi-deild karla í byrjun júnímánaðar. Guðmundur tekur við starfinu af Ólafi Kristjánssyni sem mun halda til Danmerkur um mitt sumar og þjálfa Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. „Þetta var útkall sem kom eftir að fréttin um Óla spurðist út. Ég er þakklátur fyrir tækifærið og traustið sem mér er sýnt. Guðmundur sýndi mér hollustu og mikinn stuðning, bæði sem leikmaður og aðstoðarþjálfari, og mér er ljúft að geta brugðist við nú,“ sagði Willum sem starfaði með Guðmundi hjá Val og KR á sínum tíma. Willum segist hafa sett þjálfaraferilinn til hliðar þegar hann hóf þingstörf enda fátt annað sem kemst að. „Svo kom þetta tækifæri og fyrst þetta var aðstoðarþjálfarastarf leit ég svo á að það gæti gengið upp. Óli fer út í byrjun júní og ég sá fyrir mér að ég gæti komið inn þegar þingið fer í sumarfrí. En svo er spurning hvort það verði sett á sumarþing – maður verður bara að vona það besta,“ bætir hann við. Willum er ekki fyrsti þingmaðurinn sem starfar einnig sem knattspyrnuþjálfari en Ingi Björn Albertsson sinnti báðum störfum á sínum tíma. „Ég var einmitt leikmaður Breiðabliks þegar Ingi Björn var á þingi og þjálfaði liðið. Ég tel þó að það hafi ýmislegt breyst síðan þá og að nú sé mun minna um að þingmenn sinni öðrum störfum með. Það fylgir því mikil ábyrgð og vinna að starfa á þingi og fátt annað sem kemst að.“ Willum hefur fylgst með íslenska boltanum úr fjarlægð síðustu mánuðina og líst vel á lið Breiðabliks. „Liðið er komið á þann stað í sinni tilveru að það á að keppa um titla á hverju ári, enda hefur það gott starf verið unnið í félaginu síðustu árin.“ Willum er margreyndur þjálfari sem gerði KR tvívegis að Íslandsmeistara (2002 og 2003) og endurtók svo leikinn með Valsmönnum árið 2007. Hann var síðast þjálfari Leiknis í 1. deildinni árið 2012. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjá meira
„Það þurfti að bregðast skjótt við og maður þurfti að hrökkva eða stökkva. Þá vill maður gjarnan stökkva,“ segir Willum Þór Þórsson, knattspyrnuþjálfari og þingmaður Framsóknarflokksins. Hann var í vikunni ráðinn aðstoðarþjálfari Guðmundar Benediktssonar sem tekur við þjálfun Breiðabliks í Pepsi-deild karla í byrjun júnímánaðar. Guðmundur tekur við starfinu af Ólafi Kristjánssyni sem mun halda til Danmerkur um mitt sumar og þjálfa Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. „Þetta var útkall sem kom eftir að fréttin um Óla spurðist út. Ég er þakklátur fyrir tækifærið og traustið sem mér er sýnt. Guðmundur sýndi mér hollustu og mikinn stuðning, bæði sem leikmaður og aðstoðarþjálfari, og mér er ljúft að geta brugðist við nú,“ sagði Willum sem starfaði með Guðmundi hjá Val og KR á sínum tíma. Willum segist hafa sett þjálfaraferilinn til hliðar þegar hann hóf þingstörf enda fátt annað sem kemst að. „Svo kom þetta tækifæri og fyrst þetta var aðstoðarþjálfarastarf leit ég svo á að það gæti gengið upp. Óli fer út í byrjun júní og ég sá fyrir mér að ég gæti komið inn þegar þingið fer í sumarfrí. En svo er spurning hvort það verði sett á sumarþing – maður verður bara að vona það besta,“ bætir hann við. Willum er ekki fyrsti þingmaðurinn sem starfar einnig sem knattspyrnuþjálfari en Ingi Björn Albertsson sinnti báðum störfum á sínum tíma. „Ég var einmitt leikmaður Breiðabliks þegar Ingi Björn var á þingi og þjálfaði liðið. Ég tel þó að það hafi ýmislegt breyst síðan þá og að nú sé mun minna um að þingmenn sinni öðrum störfum með. Það fylgir því mikil ábyrgð og vinna að starfa á þingi og fátt annað sem kemst að.“ Willum hefur fylgst með íslenska boltanum úr fjarlægð síðustu mánuðina og líst vel á lið Breiðabliks. „Liðið er komið á þann stað í sinni tilveru að það á að keppa um titla á hverju ári, enda hefur það gott starf verið unnið í félaginu síðustu árin.“ Willum er margreyndur þjálfari sem gerði KR tvívegis að Íslandsmeistara (2002 og 2003) og endurtók svo leikinn með Valsmönnum árið 2007. Hann var síðast þjálfari Leiknis í 1. deildinni árið 2012.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjá meira