Innlent

Elsti karl Íslands 105 ára í dag

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Ágúst Ólafur Georgsson
Georg Breiðfjörð Ólafsson er 105 ára í dag og elstur núverandi karla. Hann fæddist í Akureyjum í Gilsfirði í Dalasýslu 26. mars 1909 og alinn upp bæði þar og á Ögri við Stykkishólm. Frá þessu er sagt á Facebook síðu Langlífis.

„Hann fylgist vel með öllu, hefur gott minni og mikla ánægju af fólki en sjónin er farin að daprast,“ segir sonur Georgs.

Foreldrar  Georgs voru þau Ólafur Sturlaugsson bóndi og ullarmatsmaður og Ágústa Sigurðardóttir. Þá á Georg bróðir á lífi sem heitir Eyjólfur Breiðfjörð Ólafsson, skipstjóri í Stykkishólmi, en hann verður 99 ára gamall í næsta mánuði.

Georg á þrjá syni með konu sinni Þorbjörgu Júlíusdóttur, en hún lést árið 1994.

Þá segir á Facebook síðu Langlífis að Amma Georgs hafi orðið 95 ára gömul og föðursystir hans 95 ára.

Á Langlífi segir einnig að aðeins fimm íslenskir karlar hafi náð 105 ára aldri. Tíu hafi náð 104 ára aldri. Meiri upplýsingar má sjá þar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.