Leikstjórinn stakk upp á að Þórdís og Ásthildur hentu sér í sleik 26. mars 2014 13:30 „Þetta er tryllt danslag og allt of gott grúv í því. Rappið er sjóðheitt og píurnar líka,“ segir Anna Tara Andrésdóttir, einn meðlimur rappsveitarinnar Reykjavíkurdætur og stjórnandi útvarpsþáttarins Kynlegir Kvistir á X-inu, en hljómsveitin gefur út nýtt lag þann 3. apríl næstkomandi. Síðasta lag sem kom frá sveitinni, og jafnframt þeirra fyrsta, vakti mikla eftirtekt og var frumsýnt hér á Vísi. „Það eru tvær nýjar Reykjavíkurdætur komnar til leiks, en nokkrar sem sátu hjá í þetta skiptið. Héðan í frá munum við ekki alltaf vera allar í öllum myndböndum til þess að gefa Reykjavíkurdætrum meira rými til að hleypa fleiri rappettum að,“ bætir Anna Tara við. Tökur á myndbandinu fóru fram í síðustu viku og gengu vel fyrir sig. „Leikstjórinn stakk upp á því að Þórdís og Ásthildur hentu sér í sleik í myndbandinu af því að þær væru hvort sem er eins og par. Þó að þær séu rosalega aðlaðandi píur með gat í geirvörtunum þá er vinátta þeirra þó, því miður, platónísk. Hinsvegar var þetta góð uppástunga frá leikstjóranum. Við erum með ótrúlega hæfileikaríkt fólk með okkur, en leikstjórinn er Helena Harsita Stefánsdóttir, sem sá einnig um að leikstýra síðasta myndbandi sveitarinnar og Arnar Steinn Friðbjarnarson sá um kvikmyndatöku.“ Myndbandið var tekið upp í miðbæ Reykjavíkur. „Það endar á trylltu neonljósa partýi og Gnúsi Yones samdi taktinn, eins og síðast. Hann er ferskur!“ Reykjavíkurdætur standa svo fyrir fjórða rappkonukvöldinu á Harlem, þann fjórða apríl, en kvöldin hafa vakið gríðarlega athygli hingað til. Hér að neðan má sjá myndband við fyrsta lag Reykjavíkurdætra. Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
„Þetta er tryllt danslag og allt of gott grúv í því. Rappið er sjóðheitt og píurnar líka,“ segir Anna Tara Andrésdóttir, einn meðlimur rappsveitarinnar Reykjavíkurdætur og stjórnandi útvarpsþáttarins Kynlegir Kvistir á X-inu, en hljómsveitin gefur út nýtt lag þann 3. apríl næstkomandi. Síðasta lag sem kom frá sveitinni, og jafnframt þeirra fyrsta, vakti mikla eftirtekt og var frumsýnt hér á Vísi. „Það eru tvær nýjar Reykjavíkurdætur komnar til leiks, en nokkrar sem sátu hjá í þetta skiptið. Héðan í frá munum við ekki alltaf vera allar í öllum myndböndum til þess að gefa Reykjavíkurdætrum meira rými til að hleypa fleiri rappettum að,“ bætir Anna Tara við. Tökur á myndbandinu fóru fram í síðustu viku og gengu vel fyrir sig. „Leikstjórinn stakk upp á því að Þórdís og Ásthildur hentu sér í sleik í myndbandinu af því að þær væru hvort sem er eins og par. Þó að þær séu rosalega aðlaðandi píur með gat í geirvörtunum þá er vinátta þeirra þó, því miður, platónísk. Hinsvegar var þetta góð uppástunga frá leikstjóranum. Við erum með ótrúlega hæfileikaríkt fólk með okkur, en leikstjórinn er Helena Harsita Stefánsdóttir, sem sá einnig um að leikstýra síðasta myndbandi sveitarinnar og Arnar Steinn Friðbjarnarson sá um kvikmyndatöku.“ Myndbandið var tekið upp í miðbæ Reykjavíkur. „Það endar á trylltu neonljósa partýi og Gnúsi Yones samdi taktinn, eins og síðast. Hann er ferskur!“ Reykjavíkurdætur standa svo fyrir fjórða rappkonukvöldinu á Harlem, þann fjórða apríl, en kvöldin hafa vakið gríðarlega athygli hingað til. Hér að neðan má sjá myndband við fyrsta lag Reykjavíkurdætra.
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira