Kjöt og kaffisviti Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 30. ágúst 2014 14:00 Vignir Rafn Valþórsson leikstýrir Bláskjá nú í annað sinn í Borgarleikhúsinu. Hann fylgir engri rútínu um helgar og ætlar út í kvöld þó mikið standi til á morgun. mynd/Anton Vignir Rafn Valþórsson ætlar út í kvöld þó mikið standi til á morgun en hann leikstýrir sýningunni Bláskjá. Hann fylgir engri rútínu um helgar og veit ekkert betra en að sitja einn að steiktu kjötlæri. „Venjulegur laugardagur? Þeir eru mjög misjafnir. Núna fara þeir svolítið eftir sex mánaða dóttur minni. Ef hún sefur út þá geri ég það líka. En í mínu djobbi sem frílans leikhúsmaður er ekkert til sem heitir rútína,“ segir Vignir Rafn Valþórsson leikari spurður út í helgarvenjurnar. Hann segist ekki einu sinni fá sér eitthvað gott í morgunmat á laugardögum. „Ég fæ mér bara kaffi á morgnana alla daga og mikið af því. Borða yfirleitt ekkert fyrr en kaffisviti og titringur kemur yfir mig. Þá er oft komið hádegi,“ segir hann.Og hvað færðu þér þá að borða? „Kjöt! Ég borða eiginlega bara kjöt og ekkert meðlæti. Ég veit ekkert betra en að sitja fyrir framan heilt læri, sem ég veit að ég mun borða einn. Það tekur mig marga daga. Allur matur er betri kaldur, nema súpa. En súpa er náttúrlega ekki matur.“ Eftir máltíð sem inniheldur bara kjöt hlýtur að vera gott að fá ís eða eitthvað gott í eftirmat, eða hvað? „Ég borða aldrei eftirrétt og heldur aldrei nammi. Laugadagsnammið hjá mér væri helst bjór! En með tilkomu erfingjans hefur maður aðeins slakað á djamminu niðri í bæ. Best er að vera heima að drekka bjór, með fólki,“ segir hann sposkur og segist reyndar duglegur að bjóða gestum heim. „Já, já ég býð oft heim, í steik og bjór. Konan mín er samt mikill sælkeri og getur dútlað lengi í eldhúsinu við flókna og framandi rétti. Hún bakar brauð og kökur og er mikill meistari. En hvað mig varðar er það að kasta perlum fyrir svín,“ segir Vignir en bætir við að þrátt fyrir þetta ríki fullkomin sátt á heimilinu. Undanfarnar vikur hefur Vignir staðið í ströngu en hann leikstýrir sýningunni Bláskjár sem nú er sett upp í annað sinn á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu. „Sýningin verður bara sett upp í september en við tökum þátt í leiklistarhátíðinni Lókal núna um helgina. Það er sýning á morgun klukkan fjögur!“Þú verður þá heima í kvöld og slakar á? „Nei, nei, við verðum að sleikja upp einhverja útlendinga í partíi í kvöld. Ég get líka drukkið eins og ég vil, ég er leikstjórinn. Það eru bara leikararnir sem þurfa að passa sig,“ segir hann hlæjandi. „Ég þarf reyndar að mæta eldsnemma í ungbarnasund í fyrramálið. En dóttir mín hefur svo gaman af því að ég læt mig hafa það.“ Mest lesið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
Vignir Rafn Valþórsson ætlar út í kvöld þó mikið standi til á morgun en hann leikstýrir sýningunni Bláskjá. Hann fylgir engri rútínu um helgar og veit ekkert betra en að sitja einn að steiktu kjötlæri. „Venjulegur laugardagur? Þeir eru mjög misjafnir. Núna fara þeir svolítið eftir sex mánaða dóttur minni. Ef hún sefur út þá geri ég það líka. En í mínu djobbi sem frílans leikhúsmaður er ekkert til sem heitir rútína,“ segir Vignir Rafn Valþórsson leikari spurður út í helgarvenjurnar. Hann segist ekki einu sinni fá sér eitthvað gott í morgunmat á laugardögum. „Ég fæ mér bara kaffi á morgnana alla daga og mikið af því. Borða yfirleitt ekkert fyrr en kaffisviti og titringur kemur yfir mig. Þá er oft komið hádegi,“ segir hann.Og hvað færðu þér þá að borða? „Kjöt! Ég borða eiginlega bara kjöt og ekkert meðlæti. Ég veit ekkert betra en að sitja fyrir framan heilt læri, sem ég veit að ég mun borða einn. Það tekur mig marga daga. Allur matur er betri kaldur, nema súpa. En súpa er náttúrlega ekki matur.“ Eftir máltíð sem inniheldur bara kjöt hlýtur að vera gott að fá ís eða eitthvað gott í eftirmat, eða hvað? „Ég borða aldrei eftirrétt og heldur aldrei nammi. Laugadagsnammið hjá mér væri helst bjór! En með tilkomu erfingjans hefur maður aðeins slakað á djamminu niðri í bæ. Best er að vera heima að drekka bjór, með fólki,“ segir hann sposkur og segist reyndar duglegur að bjóða gestum heim. „Já, já ég býð oft heim, í steik og bjór. Konan mín er samt mikill sælkeri og getur dútlað lengi í eldhúsinu við flókna og framandi rétti. Hún bakar brauð og kökur og er mikill meistari. En hvað mig varðar er það að kasta perlum fyrir svín,“ segir Vignir en bætir við að þrátt fyrir þetta ríki fullkomin sátt á heimilinu. Undanfarnar vikur hefur Vignir staðið í ströngu en hann leikstýrir sýningunni Bláskjár sem nú er sett upp í annað sinn á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu. „Sýningin verður bara sett upp í september en við tökum þátt í leiklistarhátíðinni Lókal núna um helgina. Það er sýning á morgun klukkan fjögur!“Þú verður þá heima í kvöld og slakar á? „Nei, nei, við verðum að sleikja upp einhverja útlendinga í partíi í kvöld. Ég get líka drukkið eins og ég vil, ég er leikstjórinn. Það eru bara leikararnir sem þurfa að passa sig,“ segir hann hlæjandi. „Ég þarf reyndar að mæta eldsnemma í ungbarnasund í fyrramálið. En dóttir mín hefur svo gaman af því að ég læt mig hafa það.“
Mest lesið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein