Kjöt og kaffisviti Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 30. ágúst 2014 14:00 Vignir Rafn Valþórsson leikstýrir Bláskjá nú í annað sinn í Borgarleikhúsinu. Hann fylgir engri rútínu um helgar og ætlar út í kvöld þó mikið standi til á morgun. mynd/Anton Vignir Rafn Valþórsson ætlar út í kvöld þó mikið standi til á morgun en hann leikstýrir sýningunni Bláskjá. Hann fylgir engri rútínu um helgar og veit ekkert betra en að sitja einn að steiktu kjötlæri. „Venjulegur laugardagur? Þeir eru mjög misjafnir. Núna fara þeir svolítið eftir sex mánaða dóttur minni. Ef hún sefur út þá geri ég það líka. En í mínu djobbi sem frílans leikhúsmaður er ekkert til sem heitir rútína,“ segir Vignir Rafn Valþórsson leikari spurður út í helgarvenjurnar. Hann segist ekki einu sinni fá sér eitthvað gott í morgunmat á laugardögum. „Ég fæ mér bara kaffi á morgnana alla daga og mikið af því. Borða yfirleitt ekkert fyrr en kaffisviti og titringur kemur yfir mig. Þá er oft komið hádegi,“ segir hann.Og hvað færðu þér þá að borða? „Kjöt! Ég borða eiginlega bara kjöt og ekkert meðlæti. Ég veit ekkert betra en að sitja fyrir framan heilt læri, sem ég veit að ég mun borða einn. Það tekur mig marga daga. Allur matur er betri kaldur, nema súpa. En súpa er náttúrlega ekki matur.“ Eftir máltíð sem inniheldur bara kjöt hlýtur að vera gott að fá ís eða eitthvað gott í eftirmat, eða hvað? „Ég borða aldrei eftirrétt og heldur aldrei nammi. Laugadagsnammið hjá mér væri helst bjór! En með tilkomu erfingjans hefur maður aðeins slakað á djamminu niðri í bæ. Best er að vera heima að drekka bjór, með fólki,“ segir hann sposkur og segist reyndar duglegur að bjóða gestum heim. „Já, já ég býð oft heim, í steik og bjór. Konan mín er samt mikill sælkeri og getur dútlað lengi í eldhúsinu við flókna og framandi rétti. Hún bakar brauð og kökur og er mikill meistari. En hvað mig varðar er það að kasta perlum fyrir svín,“ segir Vignir en bætir við að þrátt fyrir þetta ríki fullkomin sátt á heimilinu. Undanfarnar vikur hefur Vignir staðið í ströngu en hann leikstýrir sýningunni Bláskjár sem nú er sett upp í annað sinn á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu. „Sýningin verður bara sett upp í september en við tökum þátt í leiklistarhátíðinni Lókal núna um helgina. Það er sýning á morgun klukkan fjögur!“Þú verður þá heima í kvöld og slakar á? „Nei, nei, við verðum að sleikja upp einhverja útlendinga í partíi í kvöld. Ég get líka drukkið eins og ég vil, ég er leikstjórinn. Það eru bara leikararnir sem þurfa að passa sig,“ segir hann hlæjandi. „Ég þarf reyndar að mæta eldsnemma í ungbarnasund í fyrramálið. En dóttir mín hefur svo gaman af því að ég læt mig hafa það.“ Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Sjá meira
Vignir Rafn Valþórsson ætlar út í kvöld þó mikið standi til á morgun en hann leikstýrir sýningunni Bláskjá. Hann fylgir engri rútínu um helgar og veit ekkert betra en að sitja einn að steiktu kjötlæri. „Venjulegur laugardagur? Þeir eru mjög misjafnir. Núna fara þeir svolítið eftir sex mánaða dóttur minni. Ef hún sefur út þá geri ég það líka. En í mínu djobbi sem frílans leikhúsmaður er ekkert til sem heitir rútína,“ segir Vignir Rafn Valþórsson leikari spurður út í helgarvenjurnar. Hann segist ekki einu sinni fá sér eitthvað gott í morgunmat á laugardögum. „Ég fæ mér bara kaffi á morgnana alla daga og mikið af því. Borða yfirleitt ekkert fyrr en kaffisviti og titringur kemur yfir mig. Þá er oft komið hádegi,“ segir hann.Og hvað færðu þér þá að borða? „Kjöt! Ég borða eiginlega bara kjöt og ekkert meðlæti. Ég veit ekkert betra en að sitja fyrir framan heilt læri, sem ég veit að ég mun borða einn. Það tekur mig marga daga. Allur matur er betri kaldur, nema súpa. En súpa er náttúrlega ekki matur.“ Eftir máltíð sem inniheldur bara kjöt hlýtur að vera gott að fá ís eða eitthvað gott í eftirmat, eða hvað? „Ég borða aldrei eftirrétt og heldur aldrei nammi. Laugadagsnammið hjá mér væri helst bjór! En með tilkomu erfingjans hefur maður aðeins slakað á djamminu niðri í bæ. Best er að vera heima að drekka bjór, með fólki,“ segir hann sposkur og segist reyndar duglegur að bjóða gestum heim. „Já, já ég býð oft heim, í steik og bjór. Konan mín er samt mikill sælkeri og getur dútlað lengi í eldhúsinu við flókna og framandi rétti. Hún bakar brauð og kökur og er mikill meistari. En hvað mig varðar er það að kasta perlum fyrir svín,“ segir Vignir en bætir við að þrátt fyrir þetta ríki fullkomin sátt á heimilinu. Undanfarnar vikur hefur Vignir staðið í ströngu en hann leikstýrir sýningunni Bláskjár sem nú er sett upp í annað sinn á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu. „Sýningin verður bara sett upp í september en við tökum þátt í leiklistarhátíðinni Lókal núna um helgina. Það er sýning á morgun klukkan fjögur!“Þú verður þá heima í kvöld og slakar á? „Nei, nei, við verðum að sleikja upp einhverja útlendinga í partíi í kvöld. Ég get líka drukkið eins og ég vil, ég er leikstjórinn. Það eru bara leikararnir sem þurfa að passa sig,“ segir hann hlæjandi. „Ég þarf reyndar að mæta eldsnemma í ungbarnasund í fyrramálið. En dóttir mín hefur svo gaman af því að ég læt mig hafa það.“
Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Sjá meira