Vörur í Leifsstöð breytast í listaverk Baldvin Þormóðsson skrifar 21. ágúst 2014 14:00 Kristín María segir það vera vinsælt að ljósmynda verkið frá útsýnispallinum. mynd/aðsend „Ég vinn með hluti og umhverfi með gagnvirkni og skynjun í huga,“ segir upplifunarhönnuðurinn Kristín María Sigþórsdóttir en hún vann ansi áhugavert verkefni fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar á dögunum. „Verkið samanstendur af yfir þrjú þúsund íslenskum vörum sem fást á Keflavíkurflugvelli,“ segir Kristín María en einnig er myndarlegur útsýnispallur sem að hægt er að stíga upp á og horfa á verkið ofan frá. „Fólk á það til að taka mynd af pallinum,“ segir hönnuðurinn og hlær en hún er ekki óvön slíkum innsetningum. Kristín María lærði sína iðju í Central Saint Martins í London og fékk jafnframt hönnunarverðlaun Grapevine fyrir viðburðinn Eins og í sögu sem var valið verkefni ársins 2013.Verkið hefur vakið verðskuldaða athygli gesta flugstöðvarinnar.mynd/aðsendHvað er upplifunarhönnun? „Ég hanna rými, sýningar og viðburði bæði fyrir fyrirtæki í menningarlegu samhengi og fyrir fyrirtæki og stofnanir,“ segir Kristín en hvað er upplifunarhönnun? „Það er ferli þar sem rými, hlutur eða ákveðin hugmynd er skoðuð í samhengi við upplifun neytandans. Tilgangurinn er að finna leið til að skapa aðstæður sem hafa ákveðin áhrif á líðan fólks og oft er markmiðið að hvetja til samskipta og gagnvirkrar þáttöku þeirra sem upplifa.“Verkið samanstendur af 3000 vörum úr fríhöfninni.mynd/aðsendNóg að skoða myndirnar Þeim sem eiga leið í gegnum flugstöðina er bent á þetta áhugaverða verk en þeir sem eru ekki á leið til fjarlægra landa geta látið sér nægja að skoða meðfylgjandi myndir.Verkið skapar svo sannarlega upplifun hjá áhorfandanum.mynd/aðsend Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
„Ég vinn með hluti og umhverfi með gagnvirkni og skynjun í huga,“ segir upplifunarhönnuðurinn Kristín María Sigþórsdóttir en hún vann ansi áhugavert verkefni fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar á dögunum. „Verkið samanstendur af yfir þrjú þúsund íslenskum vörum sem fást á Keflavíkurflugvelli,“ segir Kristín María en einnig er myndarlegur útsýnispallur sem að hægt er að stíga upp á og horfa á verkið ofan frá. „Fólk á það til að taka mynd af pallinum,“ segir hönnuðurinn og hlær en hún er ekki óvön slíkum innsetningum. Kristín María lærði sína iðju í Central Saint Martins í London og fékk jafnframt hönnunarverðlaun Grapevine fyrir viðburðinn Eins og í sögu sem var valið verkefni ársins 2013.Verkið hefur vakið verðskuldaða athygli gesta flugstöðvarinnar.mynd/aðsendHvað er upplifunarhönnun? „Ég hanna rými, sýningar og viðburði bæði fyrir fyrirtæki í menningarlegu samhengi og fyrir fyrirtæki og stofnanir,“ segir Kristín en hvað er upplifunarhönnun? „Það er ferli þar sem rými, hlutur eða ákveðin hugmynd er skoðuð í samhengi við upplifun neytandans. Tilgangurinn er að finna leið til að skapa aðstæður sem hafa ákveðin áhrif á líðan fólks og oft er markmiðið að hvetja til samskipta og gagnvirkrar þáttöku þeirra sem upplifa.“Verkið samanstendur af 3000 vörum úr fríhöfninni.mynd/aðsendNóg að skoða myndirnar Þeim sem eiga leið í gegnum flugstöðina er bent á þetta áhugaverða verk en þeir sem eru ekki á leið til fjarlægra landa geta látið sér nægja að skoða meðfylgjandi myndir.Verkið skapar svo sannarlega upplifun hjá áhorfandanum.mynd/aðsend
Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira