Í hasarnum í Hollywood Álfrún Pálsdóttir skrifar 23. ágúst 2014 10:30 Katrín Benedikts ásamt eiginmanni sínum Creighton Rothenberger á frumsýningu The Expendables 3. Katrín Benedikts Rothenberger skrifar handritið að hasarmyndinni Expendables 3 ásamt eiginmanni sínum Creighton Rothenberger og sjálfum Sylvester Stallone. Ég fékk svona smá sjokk þegar við sátum í stofunni hjá Sylvester Stallone á fundi í fyrsta sinn og man að ég hugsaði með mér „Vá, ég sit í stofunni hjá Rocky Balboa, hvernig komst ég hingað?“ segir handritshöfundurinn Katrín Benedikts Rothenberger. Katrín, ásamt eiginmanni sínum Creighton Rothenberger, skrifaði handritið að hasarmyndinni Expendables 3 í félagi við Sylvester Stallone. Myndin var frumsýnd fyrr í mánuðinum en í henni leikur hver goðsögnin á fætur annarri í kvikmyndaheiminum. Þetta er annað verkefni þeirra hjóna í Hollywood en þau skrifuðu einnig handritið að myndinni Olympus has fallen sem skartaði þeim Morgan Freeman, Gerard Butler og Aaron Eckhart í aðalhlutverkum og var frumsýnd í fyrra. Katrín er alíslensk í báðar ættir en flutti vestur um haf þegar hún var sjö ára gömul og hefur verið búsett þar síðan.Katrín Benedikts og Sylvester Stallone„Mamma og pabbi skildu þegar ég var lítil og mamma giftist Bandaríkjamanni sem var að vinna í hernum uppi á velli. Stuttu eftir það var hann færður aftur til Bandaríkjanna og við með. Þannig endaði ég hér,“ segir Katrín, sem reynir að vera dugleg að sækja heim land og þjóð annað slagið enda á hún stóra fjölskyldu hér. Það eru fjórtán ár síðan Katrín sat sitt fyrsta námskeið í handritsskrifum þar sem boltinn fór að rúlla. „Ég byrjaði að endurmeta líf mitt eftir að Stefán, bróðir minn, varð bráðkvaddur einungis 31 árs að aldri árið 1998. Án þess að vilja hljóma of dramatísk þá hafði fráfall hans þau áhrif á mig að ég fór að spyrja mig erfiðra spurninga, eins og hvað ég vildi fá út úr lífinu og þannig hófst leit mín að því sem ég þráði mest,“ segir Katrín, sem komst að því að kvikmyndir og skrif væru eitthvað sem hún hafði gaman af. „Og gettu hvað gerðist? Þarna hitti ég félaga minn og eiginmann Creighton Rothenberger, og nú fjórtán árum síðar erum við loksins að uppskera eins og við höfum sáð og fáum að starfa við það sem við elskum og gera það saman. Lífið verður ekki mikið betra en það.“ Expendebles 3 er framhaldsmynd sem hefur fengið ágætis viðtökur hjá gagnrýnendum og kvikmyndahúsagestum. Það eru engir aukvisar í aðalhlutverkum í myndinni, meðal annars Jason Statham, Harrison Ford, Arnold Schwarzenegger, Mel Gibson og Dolph Lundgren. Sem fyrr segir skrifuðu hjónin handritið með Sylvester Stallone sem einnig lék aðalhlutverkið. „Við eyddum mörgum dögum saman heima hjá honum í Beverly Hills eða á skrifstofunni hans, og unnum saman. Það gekk mjög vel og var góð lífsreynsla. Einnig eyddum við átta vikum á tökustað í Búlgaríu og það var æðislegt að vinna ekki bara með Stallone heldur öllum hinum líka. Við skemmtun okkur mjög vel við að vinna að þessari mynd. Ég meina, það er ekki á hverjum degi sem maður fær að skrifa línur fyrir Rocky, Han Solo, The Transporter, Zorro, Blade, The Terminator og Mad Max, allt í sömu myndinni.“Katrín Benedikts og Mel GibsonKatrín hefur hingað til haldið sig í hasarmyndunum enda segist hún alltaf hafa verið mikið fyrir stórar og fyndnar hasarmyndir eins og Lethal Weapon og Die Hard. „Ég hef aldrei verið mikið fyrir að horfa á rómantískar gamanmyndir. Fyrir utan When Harry meet Sally, það er klassík. Ég mundi gjarna vilja prufa mig áfram í öðrum tegundum kvikmynda. Uppáhaldsmyndin mín núna á seinni árum er The Intouchables. Ég elskaði þá mynd.“ Katrín og eiginmaður hennar eru með mörg járn í eldinum og það er skammt stórra högga á milli í Hollywood. „Við vorum að skila af okkur handriti að framhaldi af Olympus has fallen sem kallast London has fallen. Í augnablikinu erum við að vinna í tveimur verkefnum með leikstjóranum Luc Besson, sem kvikmyndaunnendur ætti að kannast við fyrir myndirnar León og La Femme Nikita, sem báðar eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann er meistarinn og enginn býr til jafn sterkar kvenhetjur á hvíta tjaldinu og hann,“ segir Katrín og bætir við að þau gætu einnig hugsað sér að fara að skrifa fyrir sjónvarpið líka. Eðli málsins samkvæmt er ekki mikið sameiginlegt með Reykjavík og Hollywood, enda segir Katrín að sér líði eins og hún sé alltaf í sumarfríi með hvítar strendur í bakgarðinum og bláan himin á hverjum degi. „Maður þarf samt að vera með þykkan skráp til að geta unnið í þessum bransa. Stundum getur maður fengið frábærar fréttir á sama tíma og maður fær ömurlegar. Þetta er rússíbanareið og mikilvægt að lífa í núinu og njóta þess sem gerist hverju sinni.“Katrín Benedikts og Mel GibsonKatrín segist auðvitað sakna vina og vandamanna á Íslandi en fjögur ár eru síðan hún kom síðast til landsins í frí. „Það hefur ekki verið mikið um frí hjá okkur upp á síðkastið en við erum að vonast eftir því að geta skroppið heim á næstunni. Ég sakna fjölskyldu minnar mikið og líka matarins. Eins og súrmjólkur, eins skrítið og það hljómar. Svo auðvitað sakna ég súkkulaðisnúða, það elskar enginn snúða jafn mikið og ég. Ef það væri keppni í snúðaáti mundi ég vinna. Ég finn að ég verð að komast til Íslands fljótt.“ Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Katrín Benedikts Rothenberger skrifar handritið að hasarmyndinni Expendables 3 ásamt eiginmanni sínum Creighton Rothenberger og sjálfum Sylvester Stallone. Ég fékk svona smá sjokk þegar við sátum í stofunni hjá Sylvester Stallone á fundi í fyrsta sinn og man að ég hugsaði með mér „Vá, ég sit í stofunni hjá Rocky Balboa, hvernig komst ég hingað?“ segir handritshöfundurinn Katrín Benedikts Rothenberger. Katrín, ásamt eiginmanni sínum Creighton Rothenberger, skrifaði handritið að hasarmyndinni Expendables 3 í félagi við Sylvester Stallone. Myndin var frumsýnd fyrr í mánuðinum en í henni leikur hver goðsögnin á fætur annarri í kvikmyndaheiminum. Þetta er annað verkefni þeirra hjóna í Hollywood en þau skrifuðu einnig handritið að myndinni Olympus has fallen sem skartaði þeim Morgan Freeman, Gerard Butler og Aaron Eckhart í aðalhlutverkum og var frumsýnd í fyrra. Katrín er alíslensk í báðar ættir en flutti vestur um haf þegar hún var sjö ára gömul og hefur verið búsett þar síðan.Katrín Benedikts og Sylvester Stallone„Mamma og pabbi skildu þegar ég var lítil og mamma giftist Bandaríkjamanni sem var að vinna í hernum uppi á velli. Stuttu eftir það var hann færður aftur til Bandaríkjanna og við með. Þannig endaði ég hér,“ segir Katrín, sem reynir að vera dugleg að sækja heim land og þjóð annað slagið enda á hún stóra fjölskyldu hér. Það eru fjórtán ár síðan Katrín sat sitt fyrsta námskeið í handritsskrifum þar sem boltinn fór að rúlla. „Ég byrjaði að endurmeta líf mitt eftir að Stefán, bróðir minn, varð bráðkvaddur einungis 31 árs að aldri árið 1998. Án þess að vilja hljóma of dramatísk þá hafði fráfall hans þau áhrif á mig að ég fór að spyrja mig erfiðra spurninga, eins og hvað ég vildi fá út úr lífinu og þannig hófst leit mín að því sem ég þráði mest,“ segir Katrín, sem komst að því að kvikmyndir og skrif væru eitthvað sem hún hafði gaman af. „Og gettu hvað gerðist? Þarna hitti ég félaga minn og eiginmann Creighton Rothenberger, og nú fjórtán árum síðar erum við loksins að uppskera eins og við höfum sáð og fáum að starfa við það sem við elskum og gera það saman. Lífið verður ekki mikið betra en það.“ Expendebles 3 er framhaldsmynd sem hefur fengið ágætis viðtökur hjá gagnrýnendum og kvikmyndahúsagestum. Það eru engir aukvisar í aðalhlutverkum í myndinni, meðal annars Jason Statham, Harrison Ford, Arnold Schwarzenegger, Mel Gibson og Dolph Lundgren. Sem fyrr segir skrifuðu hjónin handritið með Sylvester Stallone sem einnig lék aðalhlutverkið. „Við eyddum mörgum dögum saman heima hjá honum í Beverly Hills eða á skrifstofunni hans, og unnum saman. Það gekk mjög vel og var góð lífsreynsla. Einnig eyddum við átta vikum á tökustað í Búlgaríu og það var æðislegt að vinna ekki bara með Stallone heldur öllum hinum líka. Við skemmtun okkur mjög vel við að vinna að þessari mynd. Ég meina, það er ekki á hverjum degi sem maður fær að skrifa línur fyrir Rocky, Han Solo, The Transporter, Zorro, Blade, The Terminator og Mad Max, allt í sömu myndinni.“Katrín Benedikts og Mel GibsonKatrín hefur hingað til haldið sig í hasarmyndunum enda segist hún alltaf hafa verið mikið fyrir stórar og fyndnar hasarmyndir eins og Lethal Weapon og Die Hard. „Ég hef aldrei verið mikið fyrir að horfa á rómantískar gamanmyndir. Fyrir utan When Harry meet Sally, það er klassík. Ég mundi gjarna vilja prufa mig áfram í öðrum tegundum kvikmynda. Uppáhaldsmyndin mín núna á seinni árum er The Intouchables. Ég elskaði þá mynd.“ Katrín og eiginmaður hennar eru með mörg járn í eldinum og það er skammt stórra högga á milli í Hollywood. „Við vorum að skila af okkur handriti að framhaldi af Olympus has fallen sem kallast London has fallen. Í augnablikinu erum við að vinna í tveimur verkefnum með leikstjóranum Luc Besson, sem kvikmyndaunnendur ætti að kannast við fyrir myndirnar León og La Femme Nikita, sem báðar eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann er meistarinn og enginn býr til jafn sterkar kvenhetjur á hvíta tjaldinu og hann,“ segir Katrín og bætir við að þau gætu einnig hugsað sér að fara að skrifa fyrir sjónvarpið líka. Eðli málsins samkvæmt er ekki mikið sameiginlegt með Reykjavík og Hollywood, enda segir Katrín að sér líði eins og hún sé alltaf í sumarfríi með hvítar strendur í bakgarðinum og bláan himin á hverjum degi. „Maður þarf samt að vera með þykkan skráp til að geta unnið í þessum bransa. Stundum getur maður fengið frábærar fréttir á sama tíma og maður fær ömurlegar. Þetta er rússíbanareið og mikilvægt að lífa í núinu og njóta þess sem gerist hverju sinni.“Katrín Benedikts og Mel GibsonKatrín segist auðvitað sakna vina og vandamanna á Íslandi en fjögur ár eru síðan hún kom síðast til landsins í frí. „Það hefur ekki verið mikið um frí hjá okkur upp á síðkastið en við erum að vonast eftir því að geta skroppið heim á næstunni. Ég sakna fjölskyldu minnar mikið og líka matarins. Eins og súrmjólkur, eins skrítið og það hljómar. Svo auðvitað sakna ég súkkulaðisnúða, það elskar enginn snúða jafn mikið og ég. Ef það væri keppni í snúðaáti mundi ég vinna. Ég finn að ég verð að komast til Íslands fljótt.“
Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira