Stærsti viðburður Íslands 2014 Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. ágúst 2014 09:00 Stórtónleikar Rásar 2. Arnarhóll breytist í tónleikasal eins og undanfarin ár. Þeir sem koma fram á Tónaflóði 2014 eru Skálmöld, Mammút, Moni Town og NýDönsk. Tónaflóði verður útvarpað beint á Rás 2 og bein sjónvarpsútsending verður á RÚV og RÚV HD. Menningarnótt í Reykjavík hefur fest sig í sessi sem fjölmennasti viðburður sem haldinn er á Íslandi. Hún er haldin í dag í 19. sinn og stendur frá 11 til 23. Um 600 viðburðir eru á dagskrá og dreifast víða um miðborgina. Lítum á tíu þeirra. 1. Börnum boðið í Hörpu. Í Hörpunni verður sýning fyrir börn á kvikmyndum og ljósmyndum. Líka búningum Íslensku óperunnar úr Töfraflautunni sem verður sýnd í útsetningu fyrir börn 16. nóvember. Milli klukkan 13 og 17.2. Fjör í Flóa. Smakk beint frá býli, stærsti hani í heimi, handverk úr viði og ull og kærleiksskart úr sveitinni er meðal þess sem íbúar Flóahrepps ætla að vera með í húsnæði Friends in Iceland á Geirsgötu 7a. Milli klukkan 13 og 18.Hljómsveitin Spaðar3. Götuveisla á Ránargötu 8A. Ómagarnir og Spaðar ætla að skemmta gestum, gómsætar vöfflur verða á boðstólum, spákona spáir fyrir gestum og á taflborðinu verður tekist á. Svo verður hægt að kaupa fallega flík á götumarkaði. Milli klukkan 14 og 16.4. Hvaða máli skiptir fegurð? Heimspekikaffihúsið í Hannesarholti við Grundarstíg 10 er góður staður til að setjast niður í og ræða stórar spurningar lífsins. Það eina sem þarf að taka með er forvitni og meðfædd skynsemi. Milli klukkan 14 og 16.5. Sjóðheitt salsa. Lækjartorg breytist í stórt suðrænt dansgólf og allir geta tekið þátt. Lauflétt byrjendakennsla verður fyrir áhugasama og nemendur og kennarar frá dansskóla SalsaIceland sýna listir sínar. Milli kukkan 14 og 16.6. Fjörugir táningar. Söngleikjahópurinn Gengin af göflunum? flytur bráðfjörug lög úr söngleikjunum Grease, Litlu hryllingsbúðinni og Rocky Horror Show, í Víkinni – sjóminjasafni og fá áhorfendur til að dilla sér í sætunum. Milli klukkan 15 og 15.30.7. Hugljúfir tónar. Guðrún Árný verður í Dómkirkjunni og syngur og leikur á píanó eigin lög og bróður síns, Hilmars Karlssonar, í bland við þekkt dægurlög. Með henni eru Kristján Grétarsson á gítar, Birgir Steinn Theodórsson á bassa og Árni Friðberg Helgason á slagverk. Milli klukkan 19 og 20.8. Stefnumót við söngvaskáld. Jónas Sigurðsson, Gunnar Þórðarson, Lay Low og Ragnheiður Gröndal flytja eigin tónlist, hvert í sínu lagi í bakgarðinum að Laufásvegi 40. Heitt verður á könnunni fyrir gesti. Milli klukkan 16 og 18.Eldsmiðir9. Blús og djass í Iðnó. Hljómsveitin Beebee and the Bluebirds mun spila í Iðnó. Tónlist þeirra er nokkurs konar blanda af blús, djassi, soul og poppi. Milli klukkan 19 og 21.10. Eldsmíði. Járnið verður hamrað meðan heitt er á horni Aðalstrætis og Vesturgötu. Járnsmíði er 2500 ára handverk og hefur tiltölulega lítið. Smíðaðir verða naglar snagar skart og ýmislegt fleira. Milli klukkan 14 og 22. Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Menningarnótt í Reykjavík hefur fest sig í sessi sem fjölmennasti viðburður sem haldinn er á Íslandi. Hún er haldin í dag í 19. sinn og stendur frá 11 til 23. Um 600 viðburðir eru á dagskrá og dreifast víða um miðborgina. Lítum á tíu þeirra. 1. Börnum boðið í Hörpu. Í Hörpunni verður sýning fyrir börn á kvikmyndum og ljósmyndum. Líka búningum Íslensku óperunnar úr Töfraflautunni sem verður sýnd í útsetningu fyrir börn 16. nóvember. Milli klukkan 13 og 17.2. Fjör í Flóa. Smakk beint frá býli, stærsti hani í heimi, handverk úr viði og ull og kærleiksskart úr sveitinni er meðal þess sem íbúar Flóahrepps ætla að vera með í húsnæði Friends in Iceland á Geirsgötu 7a. Milli klukkan 13 og 18.Hljómsveitin Spaðar3. Götuveisla á Ránargötu 8A. Ómagarnir og Spaðar ætla að skemmta gestum, gómsætar vöfflur verða á boðstólum, spákona spáir fyrir gestum og á taflborðinu verður tekist á. Svo verður hægt að kaupa fallega flík á götumarkaði. Milli klukkan 14 og 16.4. Hvaða máli skiptir fegurð? Heimspekikaffihúsið í Hannesarholti við Grundarstíg 10 er góður staður til að setjast niður í og ræða stórar spurningar lífsins. Það eina sem þarf að taka með er forvitni og meðfædd skynsemi. Milli klukkan 14 og 16.5. Sjóðheitt salsa. Lækjartorg breytist í stórt suðrænt dansgólf og allir geta tekið þátt. Lauflétt byrjendakennsla verður fyrir áhugasama og nemendur og kennarar frá dansskóla SalsaIceland sýna listir sínar. Milli kukkan 14 og 16.6. Fjörugir táningar. Söngleikjahópurinn Gengin af göflunum? flytur bráðfjörug lög úr söngleikjunum Grease, Litlu hryllingsbúðinni og Rocky Horror Show, í Víkinni – sjóminjasafni og fá áhorfendur til að dilla sér í sætunum. Milli klukkan 15 og 15.30.7. Hugljúfir tónar. Guðrún Árný verður í Dómkirkjunni og syngur og leikur á píanó eigin lög og bróður síns, Hilmars Karlssonar, í bland við þekkt dægurlög. Með henni eru Kristján Grétarsson á gítar, Birgir Steinn Theodórsson á bassa og Árni Friðberg Helgason á slagverk. Milli klukkan 19 og 20.8. Stefnumót við söngvaskáld. Jónas Sigurðsson, Gunnar Þórðarson, Lay Low og Ragnheiður Gröndal flytja eigin tónlist, hvert í sínu lagi í bakgarðinum að Laufásvegi 40. Heitt verður á könnunni fyrir gesti. Milli klukkan 16 og 18.Eldsmiðir9. Blús og djass í Iðnó. Hljómsveitin Beebee and the Bluebirds mun spila í Iðnó. Tónlist þeirra er nokkurs konar blanda af blús, djassi, soul og poppi. Milli klukkan 19 og 21.10. Eldsmíði. Járnið verður hamrað meðan heitt er á horni Aðalstrætis og Vesturgötu. Járnsmíði er 2500 ára handverk og hefur tiltölulega lítið. Smíðaðir verða naglar snagar skart og ýmislegt fleira. Milli klukkan 14 og 22.
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira