Innlent

Alþjóðaflugið enn opið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Leifsstöð.
Frá Leifsstöð. Vísir/Valli
Ekki hefur verið lokað fyrir flug til og frá landinu. Talið er að lítið gos sé hafið undir Dyngjujökli að því er kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.

Gosið er talið lítið enn sem komið er og ekki hefur verið talin ástæða til að rýma flughelgina enn sem komið er  samkvæmt Melissu Anne Pfeffe, sérfræðingi á sviði ösku- og vefnadreifingar hjá Veðurstofunni.

Click here for an English version.


Tengdar fréttir

Aukin skjálftavirkni við Bárðarbungu

Skjálftavirkni við Bárðarbungu hefur verið að aukast í morgun og hefur aukinn órói komið fram á mælum Veðurstofu Íslands undanfarna klukkustund eða svo. Ekki sjást merki um að kvika sé á leið til yfirborðs. Skjálftarnir eru flestir á 5-10 km dýpi.

Fólk í grennd við gosstöðvarnar hvatt til að fylgjast vel með fréttum

Búið er að loka Jökulsárgljúfrum og hafin rýming ferðamanna þaðan sem og af Dettifosssvæðinu í ljósi þess að gos er hafið undir sporði Dyngjujökuls. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að að svo stöddu sé ekki talin ástæða til að rýma íbúa- og frístundabyggð í Kelduhverfi, Öxarfirði og Núpasveit.

Hraungos hafið undir Dyngjujökli

Talið er að lítið hraungos sér hafið undir Dyngjujökli. Talið er að um 150-400 metra þykkur ís sé yfir svæðinu. Litakóði fyrir flug hefur verið færður upp færður úr appelsínugulu í rautt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.