Framhaldsskólakennarar eiga digran verkfallssjóð Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 28. janúar 2014 08:00 "Það stefnir í að vissar námsgreinar hverfi. Sérstakar áhyggjur hef ég af verknámi,“ segir Hrafnkell Tumi Kolbeinsson, varaformaður Félags framhaldsskólakennara. Djúp gjá er á milli Félags framhaldsskólakennara og viðsemjenda þeirra sem funda hjá ríkissáttasemjara á miðvikudaginn. Kjarasamningar framhaldsskólakennara renna út núna í lok janúar. „Ríkið býður 2,8 prósent, það er ríkisútfærslu á ASÍ-samningunum, og hefur hafnað okkar kröfugerð. Við gerum skýra kröfu um leiðréttingu. Það munar nær 17 prósentum á dagvinnulaunum framhaldsskólakennara og viðmiðunarhópa okkar hjá ríkinu. Í heildarskýrslu aðila vinnumarkaðarins frá því í haust kom fram að kaupmáttaraukning okkar var lélegust allra frá 2006 til 2013,“ segir Hrafnkell Tumi Kolbeinsson, varaformaður Félags framhaldsskólakennara. Hann segir verkfallssjóð kennara digran. „Greiðsla úr verkfallssjóði mun ekki ná mánaðarlaunum en sjóðurinn er samt ógnandi. Hann er sameiginleg eign aðildarfélaga Kennarasambands Íslands og í honum eru rúmlega 1.400 milljónir króna. Það hefur engin ákvörðun um verkfall verið tekin en framhaldsskólakennarar, sem eru 1.600 til 1.700 í liðlega 30 skólum, eru þó tilbúnir í ákveðna vegferð.“ Hrafnkell Tumi segir stofnanasamninga algjörlega hafa hrunið hjá framhaldsskólakennurum. „Allt mat á menntun og starfsaldri er farið. Ríkið hefur svikið sína eigin hugmyndafræði. Sem verkfæri eru þeir góðir en þeim þarf að fylgja fjármagn. Þegar ágóði hefur verið í framhaldsskólunum er hann tekinn. Framhaldsskólarnir eru orðnir hringlandi beinagrindur. Það er allt í rjúkandi rúst hjá þeim. Það er búið að vera að taka 12 til 14 milljarða varlega áætlað úr þeim á undanförnum árum.“ Niðurskurðurinn er víða og hefur verið frá því fyrir hrun, að því er Hrafnkell Tumi greinir frá. „Í Flensborgarskóla, þar sem ég kenni, var allt verknám lagt niður um jólin, það er fjölmiðlanám, matreiðsla og myndmennt. Það stefnir í að vissar námsgreinar hverfi. Sérstakar áhyggjur hef ég af verknámi. Í Iðnskólanum í Hafnarfirði hefur tíu prósentum kennara verið sagt upp.“ Hann segir að framhaldsskólakennarar séu orðnir gömul stétt. „Meðalaldurinn er 54 ár. Álagið eykst á okkur og hópar eru stækkaðir. Þar svíkur ríkið einnig eigin viðmið.“ Framhaldsskólakennarar voru síðast í verkfalli frá 7. nóvember árið 2000 til 7. janúar 2001. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Djúp gjá er á milli Félags framhaldsskólakennara og viðsemjenda þeirra sem funda hjá ríkissáttasemjara á miðvikudaginn. Kjarasamningar framhaldsskólakennara renna út núna í lok janúar. „Ríkið býður 2,8 prósent, það er ríkisútfærslu á ASÍ-samningunum, og hefur hafnað okkar kröfugerð. Við gerum skýra kröfu um leiðréttingu. Það munar nær 17 prósentum á dagvinnulaunum framhaldsskólakennara og viðmiðunarhópa okkar hjá ríkinu. Í heildarskýrslu aðila vinnumarkaðarins frá því í haust kom fram að kaupmáttaraukning okkar var lélegust allra frá 2006 til 2013,“ segir Hrafnkell Tumi Kolbeinsson, varaformaður Félags framhaldsskólakennara. Hann segir verkfallssjóð kennara digran. „Greiðsla úr verkfallssjóði mun ekki ná mánaðarlaunum en sjóðurinn er samt ógnandi. Hann er sameiginleg eign aðildarfélaga Kennarasambands Íslands og í honum eru rúmlega 1.400 milljónir króna. Það hefur engin ákvörðun um verkfall verið tekin en framhaldsskólakennarar, sem eru 1.600 til 1.700 í liðlega 30 skólum, eru þó tilbúnir í ákveðna vegferð.“ Hrafnkell Tumi segir stofnanasamninga algjörlega hafa hrunið hjá framhaldsskólakennurum. „Allt mat á menntun og starfsaldri er farið. Ríkið hefur svikið sína eigin hugmyndafræði. Sem verkfæri eru þeir góðir en þeim þarf að fylgja fjármagn. Þegar ágóði hefur verið í framhaldsskólunum er hann tekinn. Framhaldsskólarnir eru orðnir hringlandi beinagrindur. Það er allt í rjúkandi rúst hjá þeim. Það er búið að vera að taka 12 til 14 milljarða varlega áætlað úr þeim á undanförnum árum.“ Niðurskurðurinn er víða og hefur verið frá því fyrir hrun, að því er Hrafnkell Tumi greinir frá. „Í Flensborgarskóla, þar sem ég kenni, var allt verknám lagt niður um jólin, það er fjölmiðlanám, matreiðsla og myndmennt. Það stefnir í að vissar námsgreinar hverfi. Sérstakar áhyggjur hef ég af verknámi. Í Iðnskólanum í Hafnarfirði hefur tíu prósentum kennara verið sagt upp.“ Hann segir að framhaldsskólakennarar séu orðnir gömul stétt. „Meðalaldurinn er 54 ár. Álagið eykst á okkur og hópar eru stækkaðir. Þar svíkur ríkið einnig eigin viðmið.“ Framhaldsskólakennarar voru síðast í verkfalli frá 7. nóvember árið 2000 til 7. janúar 2001.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira