Ungri konu byrlað ketamín í Keflavík Stefán Árni Pálsson skrifar 28. janúar 2014 07:00 Alexandra Marý Hauksdóttir hvetur alla til að fara varlega á skemmtanalífinu. mynd /aðsend Alexandra Marý Hauksdóttir varð fyrir vægast sagt slæmri lífsreynslu um helgina en henni var byrlað ketamín á skemmtistað í Reykjanesbæ. Alexandra sem er um tvítugt lýsir reynslu sinni sem hreinni matröð. „Ég byrjaði kvöldið í heimahúsi með vinkonum mínum hér í Grindavík, bara að spila og hafa gaman áður en leiðinni var haldið í tvítugsafmæli. Þar drukkum við nokkra drykki og héldum svo í veisluna,“ segir Alexandra, í samtali við Vísi. „Afmæli var haldið á skemmtistaðnum Mamma Mía og þar drakk ég kannski tvö glös og var bara mjög hress og skemmti mér vel á þeim tíma.“ Alexandra segist því næst hafa farið á skemmtistaðinn Center í Keflavík, stoppað stutt við og haldið síðan yfir á Players.Man ekkert eftir kvöldinu „Ég fór á barinn inn á Players og fékk mér einn drykk, síðan fór ég á dansgólfið með vinkonum mínum en í raun man ég ekkert meira.“ Vinkonur Alexöndru lýsa hegðun hennar seinnipart kvöldsins á þann veg að hún hafi gjörsamlega umbreyst. Daginn eftir fór Alexandra til læknis þar sem kom í ljós að henni hafi verið byrlað ketamín. „Sem betur fer fékk ég staðfestingu á því. Samkvæmt fólki sem varð vitni af mér þetta kvöld voru einkennin mín þannig að ég var rosalega reið á köflum. Mér voru gefin nokkur vatnsglös en þau runnu strax úr höndunum mínum þar sem ég var ekki með mátt til þess að halda þeim uppi. Ég átti erfitt með andardrátt á tímabili, féll oft niður, og hafði þar með lítinn mátt yfir höfuð.“ Alexandra vill alls ekki kenna starfsfólki skemmtistaðarins um hvernig fór enda þekkir hún vel til og ber þeim söguna vel. „Ég man ekki eftir því að hafa lagt glas frá mér þetta kvöld en mér finnst það í raun og veru líklegt að mér hafi verið byrlað á dansgólfinu þar sem ég var með drykk.“Fer inn á sálina „Þetta er búið að fara rosalega inn á sál mína og hvet ég alla að hafa alltaf augun opin. Ég vil biðja alla þá afsökunar sem urðu var við mína hegðun þetta kvöld og þykir mér þetta virkilega leiðinlegt.“ Samskonar mál hefur komið upp í Reykjanesbæ á árinu en Helenu Ósk Ívarsdóttur var byrlað nauðgunarlyf á skemmtistað í Keflavík í byrjun ársins. Alexandra vill brýna fyrir ungu fólki að fara varlega á skemmtanalífinu. Alexandra er nemandi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja en í skólanum hefur ekki farið fram nein umræða af stjórnendum skólans um mál af þessari tegund. „Það hefur ekki verið rætt um svona mál í skólanum en ég er alltaf að heyra fleiri og fleiri sögur um mál af þessari tegund. Ég hef sjálf orðið vitni af því þegar vinkona mín lenti í svipuðu atviki, nema hún byrjaði strax að kastaði upp um nóttina. Í Mínu tilviki byrjaði það allt daginn eftir og ég hélt engu niðri.“Áhrifin geta verið ofskynjanir Ketamín er lyf sem notað er læknisfræðilega á mönnum og dýrum, fyrst og fremst við svæfingar og þá í samsetningu með róandi lyf. Önnur not eru róandi áhrif við gjörgæsluaðstæður þegar sársaukin er of mikill fyrir sjúklinginn. Áhrif efnisins eru sljóvgun, ofskynjanir, hækkun á blóðþrýstingi og er efnið hættulegt ef það er misnotað. Tengdar fréttir Var byrlað nauðgunarlyf umkringd fjölskyldunni "Maður er greinilega aldrei óhultur, sama hvaða fólki maður er með,“ segir Helena Ósk Ívarsdóttir, sem byrlað var nauðgunarlyf á skemmtistað í Keflavík á laugardaginn. Helena deildi lífsreynslu sinni á Facebook-síðu sinni í gær og vonast til að þetta verði öðrum víti til varnaðar. 1. janúar 2014 23:18 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Sjá meira
Alexandra Marý Hauksdóttir varð fyrir vægast sagt slæmri lífsreynslu um helgina en henni var byrlað ketamín á skemmtistað í Reykjanesbæ. Alexandra sem er um tvítugt lýsir reynslu sinni sem hreinni matröð. „Ég byrjaði kvöldið í heimahúsi með vinkonum mínum hér í Grindavík, bara að spila og hafa gaman áður en leiðinni var haldið í tvítugsafmæli. Þar drukkum við nokkra drykki og héldum svo í veisluna,“ segir Alexandra, í samtali við Vísi. „Afmæli var haldið á skemmtistaðnum Mamma Mía og þar drakk ég kannski tvö glös og var bara mjög hress og skemmti mér vel á þeim tíma.“ Alexandra segist því næst hafa farið á skemmtistaðinn Center í Keflavík, stoppað stutt við og haldið síðan yfir á Players.Man ekkert eftir kvöldinu „Ég fór á barinn inn á Players og fékk mér einn drykk, síðan fór ég á dansgólfið með vinkonum mínum en í raun man ég ekkert meira.“ Vinkonur Alexöndru lýsa hegðun hennar seinnipart kvöldsins á þann veg að hún hafi gjörsamlega umbreyst. Daginn eftir fór Alexandra til læknis þar sem kom í ljós að henni hafi verið byrlað ketamín. „Sem betur fer fékk ég staðfestingu á því. Samkvæmt fólki sem varð vitni af mér þetta kvöld voru einkennin mín þannig að ég var rosalega reið á köflum. Mér voru gefin nokkur vatnsglös en þau runnu strax úr höndunum mínum þar sem ég var ekki með mátt til þess að halda þeim uppi. Ég átti erfitt með andardrátt á tímabili, féll oft niður, og hafði þar með lítinn mátt yfir höfuð.“ Alexandra vill alls ekki kenna starfsfólki skemmtistaðarins um hvernig fór enda þekkir hún vel til og ber þeim söguna vel. „Ég man ekki eftir því að hafa lagt glas frá mér þetta kvöld en mér finnst það í raun og veru líklegt að mér hafi verið byrlað á dansgólfinu þar sem ég var með drykk.“Fer inn á sálina „Þetta er búið að fara rosalega inn á sál mína og hvet ég alla að hafa alltaf augun opin. Ég vil biðja alla þá afsökunar sem urðu var við mína hegðun þetta kvöld og þykir mér þetta virkilega leiðinlegt.“ Samskonar mál hefur komið upp í Reykjanesbæ á árinu en Helenu Ósk Ívarsdóttur var byrlað nauðgunarlyf á skemmtistað í Keflavík í byrjun ársins. Alexandra vill brýna fyrir ungu fólki að fara varlega á skemmtanalífinu. Alexandra er nemandi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja en í skólanum hefur ekki farið fram nein umræða af stjórnendum skólans um mál af þessari tegund. „Það hefur ekki verið rætt um svona mál í skólanum en ég er alltaf að heyra fleiri og fleiri sögur um mál af þessari tegund. Ég hef sjálf orðið vitni af því þegar vinkona mín lenti í svipuðu atviki, nema hún byrjaði strax að kastaði upp um nóttina. Í Mínu tilviki byrjaði það allt daginn eftir og ég hélt engu niðri.“Áhrifin geta verið ofskynjanir Ketamín er lyf sem notað er læknisfræðilega á mönnum og dýrum, fyrst og fremst við svæfingar og þá í samsetningu með róandi lyf. Önnur not eru róandi áhrif við gjörgæsluaðstæður þegar sársaukin er of mikill fyrir sjúklinginn. Áhrif efnisins eru sljóvgun, ofskynjanir, hækkun á blóðþrýstingi og er efnið hættulegt ef það er misnotað.
Tengdar fréttir Var byrlað nauðgunarlyf umkringd fjölskyldunni "Maður er greinilega aldrei óhultur, sama hvaða fólki maður er með,“ segir Helena Ósk Ívarsdóttir, sem byrlað var nauðgunarlyf á skemmtistað í Keflavík á laugardaginn. Helena deildi lífsreynslu sinni á Facebook-síðu sinni í gær og vonast til að þetta verði öðrum víti til varnaðar. 1. janúar 2014 23:18 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Sjá meira
Var byrlað nauðgunarlyf umkringd fjölskyldunni "Maður er greinilega aldrei óhultur, sama hvaða fólki maður er með,“ segir Helena Ósk Ívarsdóttir, sem byrlað var nauðgunarlyf á skemmtistað í Keflavík á laugardaginn. Helena deildi lífsreynslu sinni á Facebook-síðu sinni í gær og vonast til að þetta verði öðrum víti til varnaðar. 1. janúar 2014 23:18