Tennur grísa slípaðar til að minnka skaða Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 28. janúar 2014 16:11 Hörður segir ummæli dýralæknis lýsa vanþekkingu. „Mér þykir furðulegt að heyra virtan dýralækni gefa það í skyn að það sé ekki verið að huga að velferð svína þegar tennur þeirra eru slípaðar,“ segir Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands.Sif Traustadóttir, eftirlitsdýralæknir og formaður Dýraverndarsambands Íslands, sagði í þættinum Sunnudagsmorgun á RÚV að svín og fuglar lifðu ekki við fullnægjandi aðstæður hér á landi. „Halinn er klipptur af svínunum og tennur þeirra slípaðar. Það er búið að vera að gelda og klippa af hala án þess að deyfa skepnurnar en það er nú bannað. Nú þarf að fylgjast með því að nýsamþykktum lögum um velferð dýra sé framfylgt. Það er stutt síðan lögin tóku gildi og það á því eftir að koma í ljós hvernig þeim verður framfylgt,“ segir Sif í samtali við Vísi.Ummæli dýralæknis lýsa vanþekkingu „Mér þykir mjög slæmt að dýralæknir skuli segja svona,“ segir Hörður, um ummæli Sifjar um slípun tanna. Honum þykir ummælin lýsa mikilli vanþekkingu en aðeins sé um það að ræða að spíssinn sé tekinn úr tönnum grísanna í því skyni að þeir skaði ekki gyltuna og aðra grísi undir sömu gyltu. Baráttan um spenana sé mikil og grísirnir geti bitið þannig að sár myndist á gyltunni eða hinum grísunum. Inn í sárin berist svo bakteríur sem framkalli sýkingar sem hafi slæm áhrif á dýrin og geti kallað á sýklalyfjanotkun. Hvað halana varðar segir Hörður að með auknu plássi fyrir svínin, sem nú sé stefnt að, komi það vandamál að svínin séu að bíta hvert annað líklega til þess að minnka og vonandi hverfa. Ný lög um dýravelferð hafi tekið gildi og Hörður telur að með þeim verði miklar framfarir. Hér á landi hafi verið unnið eftir þeim reglum sem hafa verið í gildi og það verði áfram gert. Með lögunum sé þó ekki rekinn neinn endapunktur á málefnið, framfarir verði áfram og stöðugt sé leitað nýrra leiða til að bæta aðbúnað dýranna. Svínabændur hafi þurft að þreifa fyrir sér hvað aðbúnað svína varðar. Sem dæmi hafi það verið ákveðið á níunda áratug síðstu aldar að setja svínin í tveggja til þriggja hæða stíur en svo hafi komið í ljós að með því var velferð dýranna stefnt í hættu og því var hætt.Svínin hér á landi eru húsdýr Hann minnir jafnframt á að svínin sem eru hér á landi hafi verið ræktuð í þeim tilgangi að afurðir þeirra nýttust sem best. Svínin séu húsdýr og séu viðkvæm fyrir sól, því sé ekki endilega best fyrir þau að vera mikið úti við. Þau séu með þunna húð og brenni auðveldlega í sólinni. Svínaræktarfélagið hafi óskað eftir því við atvinnuvegaráðuneytið að gerð verði úttekt á því hvert umfang breytinganna eftir að nýju lögin voru sett séu, en það hafi ekki verið gert. Svínabændur séu ekki að leggjast á móti breytingum, en vilja vita hvert umfangið verður.Hjarta þjóðarinnar slær með lömbunum Hann segir ósamræmi í lögunum þegar kemur að verndun og aðbúnaði dýra. Á fundi í ráðuneytinu síðasta vor þegar nýju lögin voru kynnt hafi einn dýralæknir varpað þeirri spurningu fram af hverju heimilt sé að marka lömb sem sé heilmikil aðgerð án deyfinga en ekki megi stífa hala á grísum án deyfinga, slíkt sé þó miklu minni aðgerð. Svarið sem læknirinn fékk hafi verið á þá leið að hjarta þjóðarinnar slægi með lömbunum en ekki grísunum. „Hvað sem það á nú að þýða,“ segir Hörður. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Mér þykir furðulegt að heyra virtan dýralækni gefa það í skyn að það sé ekki verið að huga að velferð svína þegar tennur þeirra eru slípaðar,“ segir Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands.Sif Traustadóttir, eftirlitsdýralæknir og formaður Dýraverndarsambands Íslands, sagði í þættinum Sunnudagsmorgun á RÚV að svín og fuglar lifðu ekki við fullnægjandi aðstæður hér á landi. „Halinn er klipptur af svínunum og tennur þeirra slípaðar. Það er búið að vera að gelda og klippa af hala án þess að deyfa skepnurnar en það er nú bannað. Nú þarf að fylgjast með því að nýsamþykktum lögum um velferð dýra sé framfylgt. Það er stutt síðan lögin tóku gildi og það á því eftir að koma í ljós hvernig þeim verður framfylgt,“ segir Sif í samtali við Vísi.Ummæli dýralæknis lýsa vanþekkingu „Mér þykir mjög slæmt að dýralæknir skuli segja svona,“ segir Hörður, um ummæli Sifjar um slípun tanna. Honum þykir ummælin lýsa mikilli vanþekkingu en aðeins sé um það að ræða að spíssinn sé tekinn úr tönnum grísanna í því skyni að þeir skaði ekki gyltuna og aðra grísi undir sömu gyltu. Baráttan um spenana sé mikil og grísirnir geti bitið þannig að sár myndist á gyltunni eða hinum grísunum. Inn í sárin berist svo bakteríur sem framkalli sýkingar sem hafi slæm áhrif á dýrin og geti kallað á sýklalyfjanotkun. Hvað halana varðar segir Hörður að með auknu plássi fyrir svínin, sem nú sé stefnt að, komi það vandamál að svínin séu að bíta hvert annað líklega til þess að minnka og vonandi hverfa. Ný lög um dýravelferð hafi tekið gildi og Hörður telur að með þeim verði miklar framfarir. Hér á landi hafi verið unnið eftir þeim reglum sem hafa verið í gildi og það verði áfram gert. Með lögunum sé þó ekki rekinn neinn endapunktur á málefnið, framfarir verði áfram og stöðugt sé leitað nýrra leiða til að bæta aðbúnað dýranna. Svínabændur hafi þurft að þreifa fyrir sér hvað aðbúnað svína varðar. Sem dæmi hafi það verið ákveðið á níunda áratug síðstu aldar að setja svínin í tveggja til þriggja hæða stíur en svo hafi komið í ljós að með því var velferð dýranna stefnt í hættu og því var hætt.Svínin hér á landi eru húsdýr Hann minnir jafnframt á að svínin sem eru hér á landi hafi verið ræktuð í þeim tilgangi að afurðir þeirra nýttust sem best. Svínin séu húsdýr og séu viðkvæm fyrir sól, því sé ekki endilega best fyrir þau að vera mikið úti við. Þau séu með þunna húð og brenni auðveldlega í sólinni. Svínaræktarfélagið hafi óskað eftir því við atvinnuvegaráðuneytið að gerð verði úttekt á því hvert umfang breytinganna eftir að nýju lögin voru sett séu, en það hafi ekki verið gert. Svínabændur séu ekki að leggjast á móti breytingum, en vilja vita hvert umfangið verður.Hjarta þjóðarinnar slær með lömbunum Hann segir ósamræmi í lögunum þegar kemur að verndun og aðbúnaði dýra. Á fundi í ráðuneytinu síðasta vor þegar nýju lögin voru kynnt hafi einn dýralæknir varpað þeirri spurningu fram af hverju heimilt sé að marka lömb sem sé heilmikil aðgerð án deyfinga en ekki megi stífa hala á grísum án deyfinga, slíkt sé þó miklu minni aðgerð. Svarið sem læknirinn fékk hafi verið á þá leið að hjarta þjóðarinnar slægi með lömbunum en ekki grísunum. „Hvað sem það á nú að þýða,“ segir Hörður.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira