Innlent

Tíu framúrskarandi nemendur hljóta fjárhagsstyrk frá HÍ

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tíu stúdentar sem stefna að útskrift árið 2015 hljóta styrki og er hver styrkur 150 þúsund króna inneign í Bóksölu stúdenta.
Tíu stúdentar sem stefna að útskrift árið 2015 hljóta styrki og er hver styrkur 150 þúsund króna inneign í Bóksölu stúdenta. Vísir/GVA
Verkefnastyrkir Félagsstofnununar stúdenta verða afhentir í dag, mánudaginn 22. desember kl. 14, í Stúdentakjallaranum á Háskólatorgi.

 

Markmið styrkjanna er að efla möguleika stúdenta við Háskóla Íslands á að vinna að umfangsmiklum rannsóknarverkefnum, að styðja framúrskarandi nemendur við lokaverkefnavinnu og að auðvelda stúdentum aðgang að fræðibókum á sérsviði þeirra. Tíu stúdentar sem stefna að útskrift árið 2015 hljóta styrki og er hver styrkur 150 þúsund króna inneign í Bóksölu stúdenta.

Nemendur sem hljóta styrki að þessu sinni eru:

Ásthildur Erlingsdóttir, meistaranemi í líffræði

Embla Rún Hakadóttir, BA nemi í þroskaþjálfafræði

Eysteinn Ari Bragason, BA nemi í þjóðfræði

Freyr Sverrisson, BS nemi í verkfræðilegri eðlisfræði

Guðmundur Örn Sigurðsson, meistaranemi í byggingarverkfræði

Karólína Ósk Þórsdóttir, BA nemi í listfræði

Katrín Svana Eyþórsdóttir, meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði

Kolbrún Lilja Kolbeinsdóttir, meistaranemi í almennri bókmenntafræði

Ósk Ukachi Uzondu Anuforo, meistaranemi í líf- og læknavísindum

Védís Ragnheiðardóttir, meistaranemi í íslenskum bókmenntum
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.