Innlent

Tíu framúrskarandi nemendur hljóta fjárhagsstyrk frá HÍ

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tíu stúdentar sem stefna að útskrift árið 2015 hljóta styrki og er hver styrkur 150 þúsund króna inneign í Bóksölu stúdenta.
Tíu stúdentar sem stefna að útskrift árið 2015 hljóta styrki og er hver styrkur 150 þúsund króna inneign í Bóksölu stúdenta. Vísir/GVA

Verkefnastyrkir Félagsstofnununar stúdenta verða afhentir í dag, mánudaginn 22. desember kl. 14, í Stúdentakjallaranum á Háskólatorgi.
 
Markmið styrkjanna er að efla möguleika stúdenta við Háskóla Íslands á að vinna að umfangsmiklum rannsóknarverkefnum, að styðja framúrskarandi nemendur við lokaverkefnavinnu og að auðvelda stúdentum aðgang að fræðibókum á sérsviði þeirra. Tíu stúdentar sem stefna að útskrift árið 2015 hljóta styrki og er hver styrkur 150 þúsund króna inneign í Bóksölu stúdenta.

Nemendur sem hljóta styrki að þessu sinni eru:

Ásthildur Erlingsdóttir, meistaranemi í líffræði
Embla Rún Hakadóttir, BA nemi í þroskaþjálfafræði
Eysteinn Ari Bragason, BA nemi í þjóðfræði
Freyr Sverrisson, BS nemi í verkfræðilegri eðlisfræði
Guðmundur Örn Sigurðsson, meistaranemi í byggingarverkfræði
Karólína Ósk Þórsdóttir, BA nemi í listfræði
Katrín Svana Eyþórsdóttir, meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði
Kolbrún Lilja Kolbeinsdóttir, meistaranemi í almennri bókmenntafræði
Ósk Ukachi Uzondu Anuforo, meistaranemi í líf- og læknavísindum
Védís Ragnheiðardóttir, meistaranemi í íslenskum bókmenntumAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.