Sport

„Ég er ekki eini samkynhneigði leikmaðurinn“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Varnarmaðurinn Michael Sam segir að hann sé ekki eini samkynhneigði leikmaðurinn í NFL-deildinni en hann sagði frá reynslu sinni í viðtali við sjónvarpskonuna Oprah Winfrey um helgina.

Sam varð síðastliðið vor fyrsti opinberlega samkynhneigði leikmaðurinn sem var valinn í nýliðavali NFL-deildarinnar. Hann var valinn af St. Louis Rams en komst svo ekki í lokaleikmannahóp liðsins áður en tímabilið hófst í vor.

Sam samdi þá við Dallas Cowboys sem varaliðsmaður en hefur verið án félags síðan að liðið rifti samningnum við hann í október.

Hann segist vita af mörgum samkynhneigðum leikmönnum í NFL-deildinni. Margir þeirra hafi sett sig í samband við hann og þakkað honum fyrir.

„Það eru margir í okkar hópi þarna úti,“ sagði hann í viðtalinu. „Ég er ekki sá eini. Ég er bara sá eini sem er kominn út úr skápnum. Þeir verða að stíga fram þegar þeir treysta sér til þess.“

Sam sagði einnig að hann hafi átt erfiða æsku og að hann hafi orðið fyrir slæmu einelti af hálfu bræðra sinna. „Þeir gerðu mér lífið afar leitt. Ég varð fyrir barðinu á þeim á hverjum degi,“ sagði Sam sem bjóst við að hann myndi fyrirgefa þeim einn daginn.

Winfrey spurði Sam hvort að hann teldi að kynhneigð hans hefði orðið til þess að hann er nú án félags. „Ég vil ekki hugsa þannig um það. Ég tel að góðir hlutir séu handan við hornið.“

NFL

Tengdar fréttir

Sam fær ekki að spila með Rams

Fyrsti samkynhneigði leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar, Michael Sam, mun ekki fá samning hjá St. Louis Rams þó svo hann hafi staðið sig vel á undirbúningstímabilinu.

Sam í æfingarhóp Dallas Cowboys

Draumur Michael Sam um að verða fyrsti opinberlega samkynhneigði leikmaðurinn í NFL-deildinni er ekki úti en hann samþykkti tilboð Dallas Cowboys um sæti í æfingarhóp liðsins í dag.

Oprah frumsýnir mynd um Michael Sam

Michael Sam er kannski ekki með samning við lið í NFL-deildinni en Oprah Winfrey er samt búin að gera heimildarmynd um hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×