Tvö ár liðin frá sjálfsvígi sonar: Eitthvað sem þú getur aldrei búið þig undir Bjarki Ármannsson skrifar 21. október 2014 07:00 Jack segist ekki hafa náð að leysa ágreiningsmál við Svein áður en hann svipti sig lífi. Myndir/Jack Hrafnkell Daníelsson „Ég er búinn að fá gífurleg viðbrögð við þessu, það hafa mjög margir sett sig í samband við mig á Facebook bara til að spjalla,“ segir Jack Hrafnkell Daníelsson um viðbrögð við pistli sem hann birti á netinu í gær. Pistilinn skrifaði hann í tilefni þess að tvö ár eru liðin frá því að Sveinn Ingi, tvítugur sonur hans, framdi sjálfsmorð á geðdeild Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar. „Þetta er náttúrulega fólk sem hefur lent í því nákvæmlega sama og ég. Þannig að það er alveg skiljanlegt,“ segir Jack. „Þau eiga ættingja eða vini sem hafa verið í neyslu. Hafa lent upp á kant við þau og líður illa út af því. Hafi þetta orðið til þess að það verði einhver vitundarvakning hjá fólki, þá er ég bara þakklátur fyrir það.“Oft fíknin sjálf sem talar Í pistlinum hvetur Jack fólk til að sættast við sína nánustu til að eiga ekki hættu á því að skilja við það í ósætti eða reiði. Sjálfur segist hann ekki hafa náð að leysa ágreiningsmál við son sinn áður en hann svipti sig lífi. „Í raun og veru var það ekkert svo stórt mál,“ segir Jack. „En þegar maður er að tala við fíkilinn, þá er það fíknin sjálf sem talar oft. Ekki manneskjan á bakvið. Á milli okkar var það einfaldlega það að hann var ósáttur við að ég vildi ekki láta hann fá pening. Því ég vissi alveg í hvað hann færi.“ Sveinn var að sögn Jacks mislangt sokkinn í eiturlyfjaneyslu í aðdraganda sjálfsmorðsins „Stundum var hann í mikilli neyslu, þess á milli var hann bara góður. En þegar fíkillinn var við völd, þá stjórnaði hann alveg. Það geta allir sem hafa umgengist fíkla útskýrt nákvæmlega fyrir þér hvernig það er. Ef fíkillinn fær ekki sitt, þá er viðkomandi bara vondur og helvítis fífl og allt þar fram eftir götum.“ Jack segir þó að Sveinn hafi náð sáttum við móður sína áður en hann lést. Það sé hann þakklátur fyrir.Enn að stíga skrefin Starfsfólk geðdeildarinnar tilkynnti Jack um sjálfsvíg Sveins fyrir tveimur árum. Hann segir enga leið að skilja hvernig það er að fá slíkar fregnir fyrir þann sem ekki hefur upplifað það. „Meira að segja þegar faðir minn dó í fyrrasumar, var það mun léttbærara,“ segir Jack. „Hann var náttúrulega búinn að vera sjúklingur lengi og maður vissi alveg hvað væri í gangi þar. Maður var undirbúinn undir það. En þegar svona gerist, þegar börnin manns taka sitt eigið líf, það er hlutur sem þú getur aldrei búið þig undir.“ Jack segist enn á hverjum degi vera að stíga það erfiða skref að sætta sig við hvernig fór og að því verði ekki breytt. Í pistlinum segir hann að það hafi „eitrað“ líf sitt á hverjum degi frá því að Sveinn tók eigið líf að þeir feðgar hafi ekki náð sáttum. Þær minningar sem eftir standa séu þó ekki af fíklinum, heldur brosmilda og lífsglaða drengnum. „Þessi drengur var svo blíður og ljúfur og vildi öllum vel í kringum sig,“ segir Jack. „Það eru þær minningar sem standa upp úr, öll þessi hlýja og blíða sem hann hafði yfir að búa.“ Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Sjá meira
„Ég er búinn að fá gífurleg viðbrögð við þessu, það hafa mjög margir sett sig í samband við mig á Facebook bara til að spjalla,“ segir Jack Hrafnkell Daníelsson um viðbrögð við pistli sem hann birti á netinu í gær. Pistilinn skrifaði hann í tilefni þess að tvö ár eru liðin frá því að Sveinn Ingi, tvítugur sonur hans, framdi sjálfsmorð á geðdeild Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar. „Þetta er náttúrulega fólk sem hefur lent í því nákvæmlega sama og ég. Þannig að það er alveg skiljanlegt,“ segir Jack. „Þau eiga ættingja eða vini sem hafa verið í neyslu. Hafa lent upp á kant við þau og líður illa út af því. Hafi þetta orðið til þess að það verði einhver vitundarvakning hjá fólki, þá er ég bara þakklátur fyrir það.“Oft fíknin sjálf sem talar Í pistlinum hvetur Jack fólk til að sættast við sína nánustu til að eiga ekki hættu á því að skilja við það í ósætti eða reiði. Sjálfur segist hann ekki hafa náð að leysa ágreiningsmál við son sinn áður en hann svipti sig lífi. „Í raun og veru var það ekkert svo stórt mál,“ segir Jack. „En þegar maður er að tala við fíkilinn, þá er það fíknin sjálf sem talar oft. Ekki manneskjan á bakvið. Á milli okkar var það einfaldlega það að hann var ósáttur við að ég vildi ekki láta hann fá pening. Því ég vissi alveg í hvað hann færi.“ Sveinn var að sögn Jacks mislangt sokkinn í eiturlyfjaneyslu í aðdraganda sjálfsmorðsins „Stundum var hann í mikilli neyslu, þess á milli var hann bara góður. En þegar fíkillinn var við völd, þá stjórnaði hann alveg. Það geta allir sem hafa umgengist fíkla útskýrt nákvæmlega fyrir þér hvernig það er. Ef fíkillinn fær ekki sitt, þá er viðkomandi bara vondur og helvítis fífl og allt þar fram eftir götum.“ Jack segir þó að Sveinn hafi náð sáttum við móður sína áður en hann lést. Það sé hann þakklátur fyrir.Enn að stíga skrefin Starfsfólk geðdeildarinnar tilkynnti Jack um sjálfsvíg Sveins fyrir tveimur árum. Hann segir enga leið að skilja hvernig það er að fá slíkar fregnir fyrir þann sem ekki hefur upplifað það. „Meira að segja þegar faðir minn dó í fyrrasumar, var það mun léttbærara,“ segir Jack. „Hann var náttúrulega búinn að vera sjúklingur lengi og maður vissi alveg hvað væri í gangi þar. Maður var undirbúinn undir það. En þegar svona gerist, þegar börnin manns taka sitt eigið líf, það er hlutur sem þú getur aldrei búið þig undir.“ Jack segist enn á hverjum degi vera að stíga það erfiða skref að sætta sig við hvernig fór og að því verði ekki breytt. Í pistlinum segir hann að það hafi „eitrað“ líf sitt á hverjum degi frá því að Sveinn tók eigið líf að þeir feðgar hafi ekki náð sáttum. Þær minningar sem eftir standa séu þó ekki af fíklinum, heldur brosmilda og lífsglaða drengnum. „Þessi drengur var svo blíður og ljúfur og vildi öllum vel í kringum sig,“ segir Jack. „Það eru þær minningar sem standa upp úr, öll þessi hlýja og blíða sem hann hafði yfir að búa.“
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels