Sport

Frjálsíþróttahöllin að breytast í fimleikahöll - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nú er búið að setja stúkuna upp allan hringinn.
Nú er búið að setja stúkuna upp allan hringinn. Vísir/Vilhelm
Evrópumótið í hópfimleikum fer fram á Íslandi í næstu viku en mótið hefst á miðvikudaginn og lýkur síðan á laugardaginn. Mótið fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal sem er nú kominn í sparibúninginn.

Fimleikasambandið er nefnilega búið að breyta Frjálsíþróttahöllinni í fimleikahöll eins og sést hér á myndum Vilhelms Gunnarssonar hér fyrir ofan og neðan. Stúkan nær allt í kringum keppnisgólfið og það má því búast við frábærri stemningu á meðan mótinu stendur.

Stúkan kom til landsins í síðustu viku en gámarnir undir hans voru tíu talsins. Uppsetning hófst eldsnemma á fimmtudagsmorgun og 30 manns koma að því verkefni að setja hana upp í kringum fimleikagólfið.   Samskip aðstoðaði Fimleikasambandið í að koma stúkunni til landsins.

Það á síðan eftir að setja upp fimleikaáhöldin og tæknibúnað er snýr að umgjörð áður en æfingar hefjast á þriðjudagsmorgun.  

Fimleikasambandið á von á á hátt í 2.000 áhorfendum og um 700 keppendum erlendis frá.  Alls er 42 lið skráð til leiks þar af öll helstu fimleikalönd Evrópu að frataldri Rúmeníu. Það er enn hægt að ná í miða á mótið á midi.is.

Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×