Sport

Blandað lið unglinga í öðru sæti eftir forkeppnina

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Drengjalandsliðið sýnir tilþrif á gólfinu.
Drengjalandsliðið sýnir tilþrif á gólfinu. vísir/valli
Blandað lið unglinga hjá Íslandi hafði í öðru sæti í forkeppni Evrópumótsins í hópfimleikum sem hófst í Laugardalshöllinni í kvöld.

Íslenska liðið fékk 17,525 fyrir æfingar á gólfi, 15,600 fyrir stökk og 15,850 fyrir æfingar á dýnu; samtals 48,975 stig.

Evrópumeistarar Dana í blönduðu flokki unglinga líta vægast sagt vel út, en Danirnir fengu hæstu einkunn á öllum áhöldum og eru efstir með 50,500 stig. Noregur hafnaði í þriðja sæti og Ítalir ráku lestina.

Í fyrsta sinn teflir Ísland fram drengjaliði í unglingaflokki, en það er í fjórða og neðsta sæti eftir forkeppnina.

Drengirnir fengu 18,866 stig fyrir æfingar á gólfi, 14,250 fyrir stökk og 16,450 fyrir æfingar á dýnu sem gerir samtals 47,566 stig.

Danir eru einnig efstir í drengjaflokki eftir forkeppnina með 59,333 stig. Norðmenn eru í öðru sæti og Svíar í því þriðja.

vísir/valli
vísir/valli
vísir/valli



Fleiri fréttir

Sjá meira


×