Íslenski boltinn

FH og Stjarnan fengu bæði sekt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjarnan fékk sekt vegna framkomu stuðningsmanna sinna.
Stjarnan fékk sekt vegna framkomu stuðningsmanna sinna. Vísir/Andri Marinó
Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur tekið yfir eftirmála úrslitaleik FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildarinnar og var ákveðið að sekta bæði félögin.  Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu sambandsins.

FH-ingar fá hundrað þúsund króna sekt en Stjarnan er sektuð um helmingi minna eða 50 þúsund krónur.

FH var sektað vegna atvika sem upp komu í framkvæmd leiks FH og Stjörnunnar í Pepsi-deild karla þann 4. október síðastliðinn og Stjarnan var sektað vegna framkomu stuðningsmanna sinna í sama leik.

Stjarnan vann leikinn 2-1 á marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma og tryggði sér þar með sinn fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki frá upphafi.

Alls mættu 6450 manns á völlinn samkvæmt heimasíðu KSÍ sem er það mesti áhorfendafjöldi frá upphafi á deildarleik en fleiri hafa þó mætt á aukaúrslitaleiki um titilinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×