McKellen fékk sér Einstök White Ale á Bravó Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. september 2014 14:43 Ian McKellen er kominn á áttræðisaldur og hefur unnið fjölda verðlauna fyrir frammistöðu sína. Vísir/GettyImages Ian McKellen, stórleikari, er staddur á landinu og samkvæmt heimildum Vísis gistir hann á íbúðarhóteli í miðbænum. McKellen er best þekktur fyrir hlutverk sitt í Lord of the Rings þríleiknum þar sem hann lék Gandalf. McKellen tyllti sér á Bravó í gærkvöld en starfsmenn barsins ætluðu ekki að trúa því að raunverulega væri um hann að ræða. „Þetta var nú eiginlega mjög fyndið þannig séð,“ rifjar Ísar Logi Arnarsson, vaktstjóri á Bravó upp. „Það voru tveir eldri menn inni á staðnum, svona gráhærðir og örlítið úfnir. Ég var á barnum þegar það kemur upp að mér ungur drengur og segir að Gandalf sé inni á staðnum. Ég horfi yfir salinn og sé ekki sjálfan Ian McKellen heldur annan eldri mann og sannfæri drenginn um að þarna sé ekki um Gandalf að ræða. Ég sé alveg öruggur um það.“ Hann lýsir því hvernig það líði á kvöldið og það fari að kvisast út að þarna sé raunverulega um galdramanninn að ræða en Ísar trúir enn ekki sögusögnunum. „En klukkutíma síðar þá stendur hann upp. Ég horfi framan í hann og mér líður eins og ég hafi bara séð Mikka Mús eða eitthvað þegar ég átta mig á að þetta sé raunverulega hann.“Ísar er vaktstjóri á Bravó.Mynd/Thomas BanakasVilja leyfa fræga fólkinu að vera í friði McKellen gengur þá út af staðnum út í nóttina og Ísar neyddist til þess að gefa drengnum unga bjór í sárabætur. „Það var enginn að abbast upp á hann eða neitt svoleiðis. Staðurinn var í uppnámi í smá tíma.“ McKellen dvaldi á staðnum í rúma klukkustund og hlýddi á DJ-inn Mr.Silla. „Hann fékk sér Einstök White Ale, auðvitað, hann er náttúrulega Gandalf the White.“ Ísar tók engar myndir af leikaranum þekkta en að hans mati verður að sýna stórstjörnum virðingu sem heimsækja landið. „Þau eru að koma alla leið til Íslands þar sem þau búast við að geta verið í ró og næði. Auðvitað er gaman að einn og einn vindi sér upp að þeim og þakki fyrir sig en það er ekki í lagi að heilu hóparnir trufli.“ Eigandi Bravó, Jón Mýrdal, hafði sömu sögu að segja þegar Vísir náði af honum tali. „Við reynum yfirleitt að láta fræga fólkið í friði.“ Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Fleiri fréttir Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Sjá meira
Ian McKellen, stórleikari, er staddur á landinu og samkvæmt heimildum Vísis gistir hann á íbúðarhóteli í miðbænum. McKellen er best þekktur fyrir hlutverk sitt í Lord of the Rings þríleiknum þar sem hann lék Gandalf. McKellen tyllti sér á Bravó í gærkvöld en starfsmenn barsins ætluðu ekki að trúa því að raunverulega væri um hann að ræða. „Þetta var nú eiginlega mjög fyndið þannig séð,“ rifjar Ísar Logi Arnarsson, vaktstjóri á Bravó upp. „Það voru tveir eldri menn inni á staðnum, svona gráhærðir og örlítið úfnir. Ég var á barnum þegar það kemur upp að mér ungur drengur og segir að Gandalf sé inni á staðnum. Ég horfi yfir salinn og sé ekki sjálfan Ian McKellen heldur annan eldri mann og sannfæri drenginn um að þarna sé ekki um Gandalf að ræða. Ég sé alveg öruggur um það.“ Hann lýsir því hvernig það líði á kvöldið og það fari að kvisast út að þarna sé raunverulega um galdramanninn að ræða en Ísar trúir enn ekki sögusögnunum. „En klukkutíma síðar þá stendur hann upp. Ég horfi framan í hann og mér líður eins og ég hafi bara séð Mikka Mús eða eitthvað þegar ég átta mig á að þetta sé raunverulega hann.“Ísar er vaktstjóri á Bravó.Mynd/Thomas BanakasVilja leyfa fræga fólkinu að vera í friði McKellen gengur þá út af staðnum út í nóttina og Ísar neyddist til þess að gefa drengnum unga bjór í sárabætur. „Það var enginn að abbast upp á hann eða neitt svoleiðis. Staðurinn var í uppnámi í smá tíma.“ McKellen dvaldi á staðnum í rúma klukkustund og hlýddi á DJ-inn Mr.Silla. „Hann fékk sér Einstök White Ale, auðvitað, hann er náttúrulega Gandalf the White.“ Ísar tók engar myndir af leikaranum þekkta en að hans mati verður að sýna stórstjörnum virðingu sem heimsækja landið. „Þau eru að koma alla leið til Íslands þar sem þau búast við að geta verið í ró og næði. Auðvitað er gaman að einn og einn vindi sér upp að þeim og þakki fyrir sig en það er ekki í lagi að heilu hóparnir trufli.“ Eigandi Bravó, Jón Mýrdal, hafði sömu sögu að segja þegar Vísir náði af honum tali. „Við reynum yfirleitt að láta fræga fólkið í friði.“
Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Fleiri fréttir Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Sjá meira