McKellen fékk sér Einstök White Ale á Bravó Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. september 2014 14:43 Ian McKellen er kominn á áttræðisaldur og hefur unnið fjölda verðlauna fyrir frammistöðu sína. Vísir/GettyImages Ian McKellen, stórleikari, er staddur á landinu og samkvæmt heimildum Vísis gistir hann á íbúðarhóteli í miðbænum. McKellen er best þekktur fyrir hlutverk sitt í Lord of the Rings þríleiknum þar sem hann lék Gandalf. McKellen tyllti sér á Bravó í gærkvöld en starfsmenn barsins ætluðu ekki að trúa því að raunverulega væri um hann að ræða. „Þetta var nú eiginlega mjög fyndið þannig séð,“ rifjar Ísar Logi Arnarsson, vaktstjóri á Bravó upp. „Það voru tveir eldri menn inni á staðnum, svona gráhærðir og örlítið úfnir. Ég var á barnum þegar það kemur upp að mér ungur drengur og segir að Gandalf sé inni á staðnum. Ég horfi yfir salinn og sé ekki sjálfan Ian McKellen heldur annan eldri mann og sannfæri drenginn um að þarna sé ekki um Gandalf að ræða. Ég sé alveg öruggur um það.“ Hann lýsir því hvernig það líði á kvöldið og það fari að kvisast út að þarna sé raunverulega um galdramanninn að ræða en Ísar trúir enn ekki sögusögnunum. „En klukkutíma síðar þá stendur hann upp. Ég horfi framan í hann og mér líður eins og ég hafi bara séð Mikka Mús eða eitthvað þegar ég átta mig á að þetta sé raunverulega hann.“Ísar er vaktstjóri á Bravó.Mynd/Thomas BanakasVilja leyfa fræga fólkinu að vera í friði McKellen gengur þá út af staðnum út í nóttina og Ísar neyddist til þess að gefa drengnum unga bjór í sárabætur. „Það var enginn að abbast upp á hann eða neitt svoleiðis. Staðurinn var í uppnámi í smá tíma.“ McKellen dvaldi á staðnum í rúma klukkustund og hlýddi á DJ-inn Mr.Silla. „Hann fékk sér Einstök White Ale, auðvitað, hann er náttúrulega Gandalf the White.“ Ísar tók engar myndir af leikaranum þekkta en að hans mati verður að sýna stórstjörnum virðingu sem heimsækja landið. „Þau eru að koma alla leið til Íslands þar sem þau búast við að geta verið í ró og næði. Auðvitað er gaman að einn og einn vindi sér upp að þeim og þakki fyrir sig en það er ekki í lagi að heilu hóparnir trufli.“ Eigandi Bravó, Jón Mýrdal, hafði sömu sögu að segja þegar Vísir náði af honum tali. „Við reynum yfirleitt að láta fræga fólkið í friði.“ Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Ian McKellen, stórleikari, er staddur á landinu og samkvæmt heimildum Vísis gistir hann á íbúðarhóteli í miðbænum. McKellen er best þekktur fyrir hlutverk sitt í Lord of the Rings þríleiknum þar sem hann lék Gandalf. McKellen tyllti sér á Bravó í gærkvöld en starfsmenn barsins ætluðu ekki að trúa því að raunverulega væri um hann að ræða. „Þetta var nú eiginlega mjög fyndið þannig séð,“ rifjar Ísar Logi Arnarsson, vaktstjóri á Bravó upp. „Það voru tveir eldri menn inni á staðnum, svona gráhærðir og örlítið úfnir. Ég var á barnum þegar það kemur upp að mér ungur drengur og segir að Gandalf sé inni á staðnum. Ég horfi yfir salinn og sé ekki sjálfan Ian McKellen heldur annan eldri mann og sannfæri drenginn um að þarna sé ekki um Gandalf að ræða. Ég sé alveg öruggur um það.“ Hann lýsir því hvernig það líði á kvöldið og það fari að kvisast út að þarna sé raunverulega um galdramanninn að ræða en Ísar trúir enn ekki sögusögnunum. „En klukkutíma síðar þá stendur hann upp. Ég horfi framan í hann og mér líður eins og ég hafi bara séð Mikka Mús eða eitthvað þegar ég átta mig á að þetta sé raunverulega hann.“Ísar er vaktstjóri á Bravó.Mynd/Thomas BanakasVilja leyfa fræga fólkinu að vera í friði McKellen gengur þá út af staðnum út í nóttina og Ísar neyddist til þess að gefa drengnum unga bjór í sárabætur. „Það var enginn að abbast upp á hann eða neitt svoleiðis. Staðurinn var í uppnámi í smá tíma.“ McKellen dvaldi á staðnum í rúma klukkustund og hlýddi á DJ-inn Mr.Silla. „Hann fékk sér Einstök White Ale, auðvitað, hann er náttúrulega Gandalf the White.“ Ísar tók engar myndir af leikaranum þekkta en að hans mati verður að sýna stórstjörnum virðingu sem heimsækja landið. „Þau eru að koma alla leið til Íslands þar sem þau búast við að geta verið í ró og næði. Auðvitað er gaman að einn og einn vindi sér upp að þeim og þakki fyrir sig en það er ekki í lagi að heilu hóparnir trufli.“ Eigandi Bravó, Jón Mýrdal, hafði sömu sögu að segja þegar Vísir náði af honum tali. „Við reynum yfirleitt að láta fræga fólkið í friði.“
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira