Joan Rivers látin Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2014 19:24 Vísir/AFP Grínistinn Joan Rivers lést í kvöld, 81 árs að aldri. Hún hætti að anda í miðri hálsskurðaðgerð í síðustu viku og hafði legið þungt haldin á Mt. Sinai spítalanum í New York. Rivers undirgekkst skurðaðgerð þar sem hún átti erfitt með tal vegna vandræða með raddbönd sín. Henni var haldið sofandi í öndunarvél. Andlát hennar bar að klukkan 1:17 að staðartíma og að sögn dóttur hennar var hún í hópi vina og vandamanna þegar hún féll frá. Í tilkynningu frá fjölskyldunni þakkar dóttir Rivers starfsfólki sjúkrahússins fyrir vel unnin störf og að þau séu þakklát fyrir allan þann hlýhug sem þeim var sýndur meðan Joan dvaldist á spítalanum. „Helsta gleði móður minnar var að fá fólk til að hlæja. Þrátt fyrir að okkur sé ekki hlátur í hug á þessari stundu hefði hún óskað þess að við myndum hlæja brátt á ný,“ segir í tilkynningunni sem sjá má hér að neðan.Joan Rivers skaust fyrst fram á sjónarsviðið sem gestur í þætti Johnny Carsons, The Tonight Show árið 1965. Hún varð reglulegur gestur í þættinum og samspil hennar og Carsons var slíkt að henni var boðið árið 1983 að vera meðstjórnandi þáttarins. Hún fékk svo sinn eigin sjónvarpsþátt árið 1986 sem olli mikilli úlfúð milli hennar og Carsons en þáttur hennar er talinn marka vatnaskil. Ekki einungis í þáttagerð heldur einnig fyrir konur í skemmtanaiðnaðinum, en grín hafði lengið verið einokað af karlmönnum.Touching statement from Melissa Rivers on her mother Joan's death at age 81: pic.twitter.com/xzEvBS9Riz— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) September 4, 2014 Tengdar fréttir Joan Rivers þungt haldin Fjölmiðlakonunni er haldið sofandi í öndunarvél. 28. ágúst 2014 23:45 Grínaðist um dauða sinn daginn fyrir áfallið Joan Rivers í stöðugu ástandi 29. ágúst 2014 17:19 Joan Rivers enn á gjörgæslu Fjölskyldan vill hugsanlega lögsækja 3. september 2014 17:00 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Grínistinn Joan Rivers lést í kvöld, 81 árs að aldri. Hún hætti að anda í miðri hálsskurðaðgerð í síðustu viku og hafði legið þungt haldin á Mt. Sinai spítalanum í New York. Rivers undirgekkst skurðaðgerð þar sem hún átti erfitt með tal vegna vandræða með raddbönd sín. Henni var haldið sofandi í öndunarvél. Andlát hennar bar að klukkan 1:17 að staðartíma og að sögn dóttur hennar var hún í hópi vina og vandamanna þegar hún féll frá. Í tilkynningu frá fjölskyldunni þakkar dóttir Rivers starfsfólki sjúkrahússins fyrir vel unnin störf og að þau séu þakklát fyrir allan þann hlýhug sem þeim var sýndur meðan Joan dvaldist á spítalanum. „Helsta gleði móður minnar var að fá fólk til að hlæja. Þrátt fyrir að okkur sé ekki hlátur í hug á þessari stundu hefði hún óskað þess að við myndum hlæja brátt á ný,“ segir í tilkynningunni sem sjá má hér að neðan.Joan Rivers skaust fyrst fram á sjónarsviðið sem gestur í þætti Johnny Carsons, The Tonight Show árið 1965. Hún varð reglulegur gestur í þættinum og samspil hennar og Carsons var slíkt að henni var boðið árið 1983 að vera meðstjórnandi þáttarins. Hún fékk svo sinn eigin sjónvarpsþátt árið 1986 sem olli mikilli úlfúð milli hennar og Carsons en þáttur hennar er talinn marka vatnaskil. Ekki einungis í þáttagerð heldur einnig fyrir konur í skemmtanaiðnaðinum, en grín hafði lengið verið einokað af karlmönnum.Touching statement from Melissa Rivers on her mother Joan's death at age 81: pic.twitter.com/xzEvBS9Riz— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) September 4, 2014
Tengdar fréttir Joan Rivers þungt haldin Fjölmiðlakonunni er haldið sofandi í öndunarvél. 28. ágúst 2014 23:45 Grínaðist um dauða sinn daginn fyrir áfallið Joan Rivers í stöðugu ástandi 29. ágúst 2014 17:19 Joan Rivers enn á gjörgæslu Fjölskyldan vill hugsanlega lögsækja 3. september 2014 17:00 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira