Joan Rivers látin Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2014 19:24 Vísir/AFP Grínistinn Joan Rivers lést í kvöld, 81 árs að aldri. Hún hætti að anda í miðri hálsskurðaðgerð í síðustu viku og hafði legið þungt haldin á Mt. Sinai spítalanum í New York. Rivers undirgekkst skurðaðgerð þar sem hún átti erfitt með tal vegna vandræða með raddbönd sín. Henni var haldið sofandi í öndunarvél. Andlát hennar bar að klukkan 1:17 að staðartíma og að sögn dóttur hennar var hún í hópi vina og vandamanna þegar hún féll frá. Í tilkynningu frá fjölskyldunni þakkar dóttir Rivers starfsfólki sjúkrahússins fyrir vel unnin störf og að þau séu þakklát fyrir allan þann hlýhug sem þeim var sýndur meðan Joan dvaldist á spítalanum. „Helsta gleði móður minnar var að fá fólk til að hlæja. Þrátt fyrir að okkur sé ekki hlátur í hug á þessari stundu hefði hún óskað þess að við myndum hlæja brátt á ný,“ segir í tilkynningunni sem sjá má hér að neðan.Joan Rivers skaust fyrst fram á sjónarsviðið sem gestur í þætti Johnny Carsons, The Tonight Show árið 1965. Hún varð reglulegur gestur í þættinum og samspil hennar og Carsons var slíkt að henni var boðið árið 1983 að vera meðstjórnandi þáttarins. Hún fékk svo sinn eigin sjónvarpsþátt árið 1986 sem olli mikilli úlfúð milli hennar og Carsons en þáttur hennar er talinn marka vatnaskil. Ekki einungis í þáttagerð heldur einnig fyrir konur í skemmtanaiðnaðinum, en grín hafði lengið verið einokað af karlmönnum.Touching statement from Melissa Rivers on her mother Joan's death at age 81: pic.twitter.com/xzEvBS9Riz— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) September 4, 2014 Tengdar fréttir Joan Rivers þungt haldin Fjölmiðlakonunni er haldið sofandi í öndunarvél. 28. ágúst 2014 23:45 Grínaðist um dauða sinn daginn fyrir áfallið Joan Rivers í stöðugu ástandi 29. ágúst 2014 17:19 Joan Rivers enn á gjörgæslu Fjölskyldan vill hugsanlega lögsækja 3. september 2014 17:00 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Sjá meira
Grínistinn Joan Rivers lést í kvöld, 81 árs að aldri. Hún hætti að anda í miðri hálsskurðaðgerð í síðustu viku og hafði legið þungt haldin á Mt. Sinai spítalanum í New York. Rivers undirgekkst skurðaðgerð þar sem hún átti erfitt með tal vegna vandræða með raddbönd sín. Henni var haldið sofandi í öndunarvél. Andlát hennar bar að klukkan 1:17 að staðartíma og að sögn dóttur hennar var hún í hópi vina og vandamanna þegar hún féll frá. Í tilkynningu frá fjölskyldunni þakkar dóttir Rivers starfsfólki sjúkrahússins fyrir vel unnin störf og að þau séu þakklát fyrir allan þann hlýhug sem þeim var sýndur meðan Joan dvaldist á spítalanum. „Helsta gleði móður minnar var að fá fólk til að hlæja. Þrátt fyrir að okkur sé ekki hlátur í hug á þessari stundu hefði hún óskað þess að við myndum hlæja brátt á ný,“ segir í tilkynningunni sem sjá má hér að neðan.Joan Rivers skaust fyrst fram á sjónarsviðið sem gestur í þætti Johnny Carsons, The Tonight Show árið 1965. Hún varð reglulegur gestur í þættinum og samspil hennar og Carsons var slíkt að henni var boðið árið 1983 að vera meðstjórnandi þáttarins. Hún fékk svo sinn eigin sjónvarpsþátt árið 1986 sem olli mikilli úlfúð milli hennar og Carsons en þáttur hennar er talinn marka vatnaskil. Ekki einungis í þáttagerð heldur einnig fyrir konur í skemmtanaiðnaðinum, en grín hafði lengið verið einokað af karlmönnum.Touching statement from Melissa Rivers on her mother Joan's death at age 81: pic.twitter.com/xzEvBS9Riz— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) September 4, 2014
Tengdar fréttir Joan Rivers þungt haldin Fjölmiðlakonunni er haldið sofandi í öndunarvél. 28. ágúst 2014 23:45 Grínaðist um dauða sinn daginn fyrir áfallið Joan Rivers í stöðugu ástandi 29. ágúst 2014 17:19 Joan Rivers enn á gjörgæslu Fjölskyldan vill hugsanlega lögsækja 3. september 2014 17:00 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Sjá meira