Lífið

Heimilislaus vinur Miley Cyrus tók á móti verðlaunum á MTV VMA

Anna Ágústsdóttir skrifar
Jesse og Miley Cyrus á verðlaunaafhendingunni í gærkvöldi
Jesse og Miley Cyrus á verðlaunaafhendingunni í gærkvöldi Vísir/Getty
Miley Cyrus hlaut verðlaun fyrir besta myndband ársins við lagið Wrecking ball á MTV Music video awards sem haldin voru í gærkvöldi í Kaliforníu.

Í hjartnæmri ræðu sagðist hinn 22 ára gamli Jesse taka við verðlaununum fyrir hönd fjölda ungs fólks sem lifði á flótta og væri heimilislaust í Bandaríkjunum.

Þennan hóp sagði hann vera hungraðan, týndan og jafnvel hræddan um líf sitt.

Jesse bað fólk um að sameinast í að binda endi á vanda ungs heimilislauss fólks en söfnun er hafin á aðdáendasíðu Miley Cyrus á Facebook.

Hér fyrir neðan má sjá ræðuna sem Jesse hélt á verðlaunaafhendingunni í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×