Lífið

Fengu alvöru víkinga til liðs við sig

Baldvin Þormóðsson skrifar
Kynntust þegar þau voru sjö ára í barnaafmæli.
Kynntust þegar þau voru sjö ára í barnaafmæli. mynd/aðsend
Hljómsveitin Arctic Roots samanstendur af þeim Guðna Einarssyni og Ólöfu Katrínu Þórarinsdóttur en sveitin gaf frá sér nýtt tónlistarmyndband í lok seinustu viku.

Við Guðni kynntumst í gegnum sameiginlegan vin í barnaafmæli sjö ára gömul, segir Ólöf Katrín. Við gengum síðan bæði í MH, hann var mikið að vinna sem DJ á klúbbum bæjarins og ég var að læra óperusöng.

Þau byrjuðu síðan að vinna saman árið 2012 þegar Guðni var kominn með aðstöðu í Hljóðheimum og Ólöf farin að læra jazzsöng.

Leikstjóri nýja myndbandsins er hann Gísli Þór Gíslason en hann er kærasti Ólafar og var að læra kvikmyndagerð út í Þýskalandi þar sem hann lauk B.A. gráðu sinni fyrr í sumar. 

Við Gísli ræddum um að vinna saman að lokaverkefni hans og sóttum innblástur í norræna goðafræði,“ segir Ólöf Katrín. Við Guðni bjuggum í framhaldinu til lagið Nykur og blönduðum saman raftónlist, strengjum og drumbusláttum. Kristinn Evertsson sá síðan um að hljóðblanda lagið.

Sveitin fékk svo með sér leikara, förðunarfræðing og búningahönnuð sem flest voru í námi.

Til að auka raunsæi norræna tímabilsins fengum við einnig félaga úr Rimmugýg til að taka fyrir okkur skylmingaratriði og leika í myndbandinu.

Myndbandið má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.