Þá var merki sveitarinnar birt í litum Gay Pride hátíðarinnar og með fylgdi yfirlýsing sveitarinnar. Í henni stóð: „Munum að enginn getur haft rangt fyrir sér þegar það kemur að kynhneigð, kyni, trúarskoðunum, litarhafti, þjóðerni, tónlistarsmekk eða í raun hverju sem er, svo lengi sem allir eru þeir sjálfir.
Yfirlýsingin fékk frábær viðbrögð, tæplega þúsund manns smelltu á „like-takkann“ og 126 manns deildu henni. En níutíu manns hættu að fylgja sveitinni.
Alls eru rúmlega 28 þúsund manns sem fylgja sveitinni á Facebook og eru þeir sem hættu að fylgja sveitinni því eingöngu um 0,3 prósent aðdáenda.

„Auðvitað fundum við fyrir miklu, miklu meiri stuðningi en hinu, sem betur fer. En engu að síður eru nógu margar neikvæðar raddir - hatursraddir má segja - þarna úti. Maður verður bara hissa á þessu. Og það sýnir hversu mikilvægt það er að halda málstað eins og Gay Pride á lofti."
Meðlimir Skálmaldar standa nú í ströngu þessa dagana. Þeir æfa sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem fer fram 23. ágúst. Sveitin hefur komið fram í auglýsingum fyrir maraþonið, þar sem sýnt er frá stífum æfingum.
Hér að neðan má sjá færslur á Facebook-síðu sveitarinnar.