"Mataræðið 85% af árangrinum" Ellý Ármanns skrifar 13. ágúst 2014 11:00 mynd/visir/arnold Kristbjörg Jónasdóttir, 27 ára, sem hefur gert fitness að lifibrauði sínu eftir að hún kolféll fyrir sportinu fyrir nokkrum árum, var beðin um að sitja fyrir í vinsælum breskum tímaritum í fitnessheiminum sem eru gefin út í Evrópu. „Það var haft samband við mig í janúar og ég beðin um að vera í dálki í blaðinu Muscle and Fitness sem ber heitið Hot body of the month. Þá er vanalega ein mynd birt og viðkomandi svarar örfáum spurningum. Ritstjóri blaðsins hringdi hinsvegar í mig og spurði hvort það væri í lagi að gera meiri umfjöllun og úr því varð sex blaðsíðna umfjöllun sem ég var alveg í skýjunum með," segir Kristbjörg spurð hvernig það kom til að hún var beðin um að sitja fyrir í umrætt tímarit en myndasyrpuna má sjá hér neðst í myndskeiðinu þar sem við flettum í gegnum blaðið.„Svo var haft samband við mig í byrjun maí frá tímaritinu FLEX og ég beðin um að vera í dálki sem nefnist Hard body confidential. Þar sem var birt mynd af mér og ég svaraði að sama skapi nokkrum skemmtilegum spurningum sem voru ekki beint tengd líkamsræktinni heldur meira svona daglegu lífi."MYND/arnoldKennir Buttlift útiÞegar talið berst að því hvað hún tekst á við þessa dagana segir hún: „Þegar ég bjó heima var ég að kenna Buttlift i World Class, Buttlift. Ég var að byrja með þá tíma hér úti á lílkamsræktarstöð en komin með nýtt nafn og heita þeir Bottom Lines. Það gengur mjög vel hjá mér og stelpurnar hafa verið að taka vel í þessa tíma þótt að þær séu nú ekki eins harðar og stelpurnar heima því það var mikið kvartað eftir fyrsta tímann að þetta væri svo erfitt og tvær þurftu að hlaupa út eftir fyrsta hálftímann. En það er bara gaman að því," segir hún kát og bætir við: „Þetta verður víst að vera smá erfitt til að ná þeim árangri sem þú vilt ná."mynd/instagramMarkaðssetur vinsælt brúnkukrem„Ég er ennþá að vinna með brúnkukremið Brasilian Tan sem gengur mjög vel í sölu á Bretlandseyjum og fer vonandi víðar. Það brúnkukrem er einmitt mjög vinsælt heima á Íslandi og er í eigu góðrar vinkonu minnar," segir hún.„Við vorum að breyta label-inu, eða merkingunni, þannig að nú er komið nýtt útlit að þess vegna er mikið að gera hjá mér núna við að auglýsa kremið og selja."myndir/arnoldTók þátt í fitneskeppnum í Prag og Bretlandi„Annars er búið að vera mikið að gera hjá mér á þessu ári ferðalög með styrktaraðilunum mínum QNT á tvær sýningar. Svo tók ég þátt í tveimur keppnum, British Nationals þar sem ég lenti í 2 sæti, og í Prag á Amateur Olympia en þar hafnaði ég í 9. sæti."„Ég ætlaði mér að taka 1-3 keppnir núna í haust en hef ákveðið að taka mér pásu og einbeita mér að því sem ég er að gera núna í allavegana eitt ár og sjá svo til hvað gerist. Það er fullt af spennandi tækifærum í vændum sem ég hlakka bara til að takast á við," segir Kristbjörg.Kristbjörg deilir lífi sínu í Englandi með Aroni Einari Gunnarssyni, kærasta sínum, en hann spilar knattspyrnu með Cardiff í Champions league deildinni.Mataræðið 85% af árangrinumÁður en við kveðjum spyrjum við Kristbjörgu hver lykillinn er að góðu líkamlegu formi? „Ég æfi einu sinni á dag en ef það er eitthvað í vændum þá tek ég morgunbrennslur líka. Annars er mataræðið 85% af árangrinum þannig að með því að borða hollan og góðan mat þá næ ég að halda mér í því formi sem mér líður vel í."InstagramsíðaKristbjargar. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira
Kristbjörg Jónasdóttir, 27 ára, sem hefur gert fitness að lifibrauði sínu eftir að hún kolféll fyrir sportinu fyrir nokkrum árum, var beðin um að sitja fyrir í vinsælum breskum tímaritum í fitnessheiminum sem eru gefin út í Evrópu. „Það var haft samband við mig í janúar og ég beðin um að vera í dálki í blaðinu Muscle and Fitness sem ber heitið Hot body of the month. Þá er vanalega ein mynd birt og viðkomandi svarar örfáum spurningum. Ritstjóri blaðsins hringdi hinsvegar í mig og spurði hvort það væri í lagi að gera meiri umfjöllun og úr því varð sex blaðsíðna umfjöllun sem ég var alveg í skýjunum með," segir Kristbjörg spurð hvernig það kom til að hún var beðin um að sitja fyrir í umrætt tímarit en myndasyrpuna má sjá hér neðst í myndskeiðinu þar sem við flettum í gegnum blaðið.„Svo var haft samband við mig í byrjun maí frá tímaritinu FLEX og ég beðin um að vera í dálki sem nefnist Hard body confidential. Þar sem var birt mynd af mér og ég svaraði að sama skapi nokkrum skemmtilegum spurningum sem voru ekki beint tengd líkamsræktinni heldur meira svona daglegu lífi."MYND/arnoldKennir Buttlift útiÞegar talið berst að því hvað hún tekst á við þessa dagana segir hún: „Þegar ég bjó heima var ég að kenna Buttlift i World Class, Buttlift. Ég var að byrja með þá tíma hér úti á lílkamsræktarstöð en komin með nýtt nafn og heita þeir Bottom Lines. Það gengur mjög vel hjá mér og stelpurnar hafa verið að taka vel í þessa tíma þótt að þær séu nú ekki eins harðar og stelpurnar heima því það var mikið kvartað eftir fyrsta tímann að þetta væri svo erfitt og tvær þurftu að hlaupa út eftir fyrsta hálftímann. En það er bara gaman að því," segir hún kát og bætir við: „Þetta verður víst að vera smá erfitt til að ná þeim árangri sem þú vilt ná."mynd/instagramMarkaðssetur vinsælt brúnkukrem„Ég er ennþá að vinna með brúnkukremið Brasilian Tan sem gengur mjög vel í sölu á Bretlandseyjum og fer vonandi víðar. Það brúnkukrem er einmitt mjög vinsælt heima á Íslandi og er í eigu góðrar vinkonu minnar," segir hún.„Við vorum að breyta label-inu, eða merkingunni, þannig að nú er komið nýtt útlit að þess vegna er mikið að gera hjá mér núna við að auglýsa kremið og selja."myndir/arnoldTók þátt í fitneskeppnum í Prag og Bretlandi„Annars er búið að vera mikið að gera hjá mér á þessu ári ferðalög með styrktaraðilunum mínum QNT á tvær sýningar. Svo tók ég þátt í tveimur keppnum, British Nationals þar sem ég lenti í 2 sæti, og í Prag á Amateur Olympia en þar hafnaði ég í 9. sæti."„Ég ætlaði mér að taka 1-3 keppnir núna í haust en hef ákveðið að taka mér pásu og einbeita mér að því sem ég er að gera núna í allavegana eitt ár og sjá svo til hvað gerist. Það er fullt af spennandi tækifærum í vændum sem ég hlakka bara til að takast á við," segir Kristbjörg.Kristbjörg deilir lífi sínu í Englandi með Aroni Einari Gunnarssyni, kærasta sínum, en hann spilar knattspyrnu með Cardiff í Champions league deildinni.Mataræðið 85% af árangrinumÁður en við kveðjum spyrjum við Kristbjörgu hver lykillinn er að góðu líkamlegu formi? „Ég æfi einu sinni á dag en ef það er eitthvað í vændum þá tek ég morgunbrennslur líka. Annars er mataræðið 85% af árangrinum þannig að með því að borða hollan og góðan mat þá næ ég að halda mér í því formi sem mér líður vel í."InstagramsíðaKristbjargar.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira