Barnshafandi á toppnum Ellý Ármanns skrifar 1. ágúst 2014 11:30 Anna Margrét Einarsdóttir íþrótta- og lýðheilsufræðingur gengur með dreng sem er væntanlegur í heiminn 25. október næstkomandi. Anna gekk upp Esjuna fyrstu sex mánuði meðgöngunnar og það oft. Við ræddum við þennan kraftmikla, jákvæða göngugarp. Þrælvön að ganga Esjuna „Ég hef alla tíð verið mikið á hreyfingu, æfi vel og mikið en æfingar utandyra er það allra besta sem ég geri fyrir líkama og sál. Ég hef í mörg ár gengið á Esjuna, svona annað slagið, en ég byrjaði nú bara í fyrra að fara mjög reglulega á Esjuna. Þá langaði mig að prufa að fara tvær ferðir í einu, svo vikuna þar á eftir prufaði ég að fara þrjár ferðir í einu. Maðurinn minn fór með mér í þær ferðir en skildi ekki alveg tilganginn," segir Anna.„Ég þurfti að hætta að æfa fimleika þegar ég varð ófrísk. Ég hef stundað fullorðins fimleika í nokkur ár í Gerplu og því þurfti ég að hafa eitthvað fyrir stafni, erfiða æfingu sem felur þó ekki í sér mikið af hoppum og heljarstökkum."Setti sér markmið„Ég var búin að fara tvisvar á Esjuna í maí, þá komin fjóra mánuði á leið og ákvað þá að setja mér markmið þar sem Esjuganga er fullkomin æfing sem tekur á þol og styrk og er utandyra. Þessar göngur stunda ég yfirleitt í dásamlegum félagsskap fjölskyldu eða vina."Gengin fimm mánuði full af orku„Ég taldi í maí að ég þyrfti eflaust að hætta þessu brölti í lok júní, þá komin rúma fimm mánuði á leið, og einsetti mér að klára 25 ferðir á tæpum tveimur mánuðum. Svo bara leið mér svo vel í 25. ferðinni að ég ákvað að ég gæti nú gengið að minnsta kosti út júlí."„Þann 30. júlí varð ég fertug og fannst því kjörið að setja mér ný markmið, 40 ferðir fyrir fertugt og það tókst, því ég kláraði síðustu ferðina daginn fyrir afmælisdaginn," segir hún stolt.Hreyfing og útivera vísun á vellíðan„Það sem hefur alltaf haldið mér gangandi er hreyfing og útivera. Fyrstu 16 vikur meðgöngunnar voru strembnar, þar sem flökurleiki og þreyta voru fyrirferðamikil. Ég komst þó í gegnum daginn með því að hreyfa mig."„Ég hef starfað í mörg ár sem þjálfari utandyra, ásamt því að þjálfa og kenna börnum íþróttir og sund og það bara hreinlega hélt mér gangandi þessar fyrstu vikur.„Ég fór út að þjálfa með gubbuna í hálsinum svo bara ofan í laug með börnunum eða inn í íþróttasal og gerði með þeim þrekæfingar og þannig komast ég yfir flökurleikann. Fyrir utan þetta er heilsan afar góð og þakka ég það góðum grunni og að ég hafi verið í góðu formi þegar ég varð ófrísk."Mælir þú með því að barnshafandi konur hreyfi sig? „Ófrískar konur geta vel haldið þeirri hreyfingu áfram sem þær hafa stundað áður og eiga tvímælalaust að gera það. Maður bara minnkar álagið aðeins og hlustar að sjálfsögðu alltaf á líkamann," segir hún.„Konur sem ekki hafa stundað hreyfingu fyrir þungun, byrja að sjálfsögðu ekki í fjallgöngum eða erfiðum líkamlegum æfingum skyndilega, en eiga tvímælalaust samkvæmt öllum rannsóknum að byrja samt sem áður að hreyfa sig, fara í göngutúra, synda og jafnvel stunda léttar lóðalyftingar."Kláraði síðustu gönguna gengin 6 mánuði„Ég kláraði síðustu gönguna 29. júlí gengin rúma 6 mánuði en væri alveg til í að halda áfram. En ég held að öryggisins vegna haldi ég mig nærri jörðu og mannabyggðum svona ef eitthvað kemur upp á."„Nú mun ég halda áfram að synda eins og ég hef alltaf gert, fara í langar göngur og gera styrktaræfingar. Það veit ég sem íþrótta- og lýðheilsufræðingur að hreyfing er allra meina bót, einkum fyrir þungaðar konur og ófætt barn." „Ég hefði aldrei getað þetta nema að hafa frábært fólk í kringum mig, sem hvatti mig áfram og ég vonandi þau í leiðinni. Maðurinn minn fór með mér rúmlega helming ferðanna, ætli ég hafi ekki farið svona 7 ferðir ein og svo dásamlegir vinir og systkini."Saknar Esjunnar nú þegar„Ég hef margoft verið spurð hvort ég fái ekkert leið á Esjunni, en svarið er afar einfalt. Nei. Þetta hefur verið ofsalega skemmtilegt og ég er strax farin að sakna gönguferðanna þarna upp. Ætli ég verði ekki mætt aftur í mars eða apríl, fer eftir veðri, þá með drenginn utan á mér." Ég vil að lokum hvetja alla, sem möguleika hafa á, hreyfið ykkur. Ung eða gömul, grönn eða í yfirþyngd – því það skiptir miklu meira máli að vera nokkrum kílóum of þungur og vera í formi, það er að geta gengið á fjöll, farið út að skokka, synd, hjólað og svo framvegis, en ekki einblína á þyngd eða það að vera grannur. Hvert skref skiptir máli og „ekki tapa gleðinni” - það segir maðurinn minn alltaf og ég hef það ávallt hugfast," segir Anna þegar við kveðjum. Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Anna Margrét Einarsdóttir íþrótta- og lýðheilsufræðingur gengur með dreng sem er væntanlegur í heiminn 25. október næstkomandi. Anna gekk upp Esjuna fyrstu sex mánuði meðgöngunnar og það oft. Við ræddum við þennan kraftmikla, jákvæða göngugarp. Þrælvön að ganga Esjuna „Ég hef alla tíð verið mikið á hreyfingu, æfi vel og mikið en æfingar utandyra er það allra besta sem ég geri fyrir líkama og sál. Ég hef í mörg ár gengið á Esjuna, svona annað slagið, en ég byrjaði nú bara í fyrra að fara mjög reglulega á Esjuna. Þá langaði mig að prufa að fara tvær ferðir í einu, svo vikuna þar á eftir prufaði ég að fara þrjár ferðir í einu. Maðurinn minn fór með mér í þær ferðir en skildi ekki alveg tilganginn," segir Anna.„Ég þurfti að hætta að æfa fimleika þegar ég varð ófrísk. Ég hef stundað fullorðins fimleika í nokkur ár í Gerplu og því þurfti ég að hafa eitthvað fyrir stafni, erfiða æfingu sem felur þó ekki í sér mikið af hoppum og heljarstökkum."Setti sér markmið„Ég var búin að fara tvisvar á Esjuna í maí, þá komin fjóra mánuði á leið og ákvað þá að setja mér markmið þar sem Esjuganga er fullkomin æfing sem tekur á þol og styrk og er utandyra. Þessar göngur stunda ég yfirleitt í dásamlegum félagsskap fjölskyldu eða vina."Gengin fimm mánuði full af orku„Ég taldi í maí að ég þyrfti eflaust að hætta þessu brölti í lok júní, þá komin rúma fimm mánuði á leið, og einsetti mér að klára 25 ferðir á tæpum tveimur mánuðum. Svo bara leið mér svo vel í 25. ferðinni að ég ákvað að ég gæti nú gengið að minnsta kosti út júlí."„Þann 30. júlí varð ég fertug og fannst því kjörið að setja mér ný markmið, 40 ferðir fyrir fertugt og það tókst, því ég kláraði síðustu ferðina daginn fyrir afmælisdaginn," segir hún stolt.Hreyfing og útivera vísun á vellíðan„Það sem hefur alltaf haldið mér gangandi er hreyfing og útivera. Fyrstu 16 vikur meðgöngunnar voru strembnar, þar sem flökurleiki og þreyta voru fyrirferðamikil. Ég komst þó í gegnum daginn með því að hreyfa mig."„Ég hef starfað í mörg ár sem þjálfari utandyra, ásamt því að þjálfa og kenna börnum íþróttir og sund og það bara hreinlega hélt mér gangandi þessar fyrstu vikur.„Ég fór út að þjálfa með gubbuna í hálsinum svo bara ofan í laug með börnunum eða inn í íþróttasal og gerði með þeim þrekæfingar og þannig komast ég yfir flökurleikann. Fyrir utan þetta er heilsan afar góð og þakka ég það góðum grunni og að ég hafi verið í góðu formi þegar ég varð ófrísk."Mælir þú með því að barnshafandi konur hreyfi sig? „Ófrískar konur geta vel haldið þeirri hreyfingu áfram sem þær hafa stundað áður og eiga tvímælalaust að gera það. Maður bara minnkar álagið aðeins og hlustar að sjálfsögðu alltaf á líkamann," segir hún.„Konur sem ekki hafa stundað hreyfingu fyrir þungun, byrja að sjálfsögðu ekki í fjallgöngum eða erfiðum líkamlegum æfingum skyndilega, en eiga tvímælalaust samkvæmt öllum rannsóknum að byrja samt sem áður að hreyfa sig, fara í göngutúra, synda og jafnvel stunda léttar lóðalyftingar."Kláraði síðustu gönguna gengin 6 mánuði„Ég kláraði síðustu gönguna 29. júlí gengin rúma 6 mánuði en væri alveg til í að halda áfram. En ég held að öryggisins vegna haldi ég mig nærri jörðu og mannabyggðum svona ef eitthvað kemur upp á."„Nú mun ég halda áfram að synda eins og ég hef alltaf gert, fara í langar göngur og gera styrktaræfingar. Það veit ég sem íþrótta- og lýðheilsufræðingur að hreyfing er allra meina bót, einkum fyrir þungaðar konur og ófætt barn." „Ég hefði aldrei getað þetta nema að hafa frábært fólk í kringum mig, sem hvatti mig áfram og ég vonandi þau í leiðinni. Maðurinn minn fór með mér rúmlega helming ferðanna, ætli ég hafi ekki farið svona 7 ferðir ein og svo dásamlegir vinir og systkini."Saknar Esjunnar nú þegar„Ég hef margoft verið spurð hvort ég fái ekkert leið á Esjunni, en svarið er afar einfalt. Nei. Þetta hefur verið ofsalega skemmtilegt og ég er strax farin að sakna gönguferðanna þarna upp. Ætli ég verði ekki mætt aftur í mars eða apríl, fer eftir veðri, þá með drenginn utan á mér." Ég vil að lokum hvetja alla, sem möguleika hafa á, hreyfið ykkur. Ung eða gömul, grönn eða í yfirþyngd – því það skiptir miklu meira máli að vera nokkrum kílóum of þungur og vera í formi, það er að geta gengið á fjöll, farið út að skokka, synd, hjólað og svo framvegis, en ekki einblína á þyngd eða það að vera grannur. Hvert skref skiptir máli og „ekki tapa gleðinni” - það segir maðurinn minn alltaf og ég hef það ávallt hugfast," segir Anna þegar við kveðjum.
Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira