Farsælustu hjónabönd Hollywood: Skrifaði bréf með blóði sínu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. ágúst 2014 13:00 Rokkstjörnur og kvikmyndastjörnur - allir geta átt farsælt hjónaband. Stjörnurnar í Hollywood eru ekki síður þekktar fyrir stormasöm sambönd og hjónabönd heldur en leik og listir. Þó eru nokkur dæmi um ástarsambönd sem hafa tekist vel og lifað yfir áratugi. Hér eru tekin saman nokkur hjónabönd milli stjarnanna sem staðið hafa storminn. Hvort rómantík á borð við þá sem Keith Richards bauð Patti Hansen upp á þegar hann sendi henni bréf skrifaða með blóði sínu eða sú taktík að halda sambandinu frá fjölmiðlum sé lykillinn að farsælu hjónabandi skal ósagt látið. 1. Kevin Bacon og Kyra Sedgwick [sjá efstu mynd til hægri]Kevin Bacon og Kyra Sedgwick kynntust við tökur á leikritinu Lemon Sky, eða Sítrónugulur himinn, fyrir sjónvarpstöðina PBS. Sedgwick hreifst ekki umsvifalaust að Bacon. „Hann var ekki nógu vinalegur, hann var með leiðindaviðmót,“ sagði hún um fyrstu kynni þeirra. Bacon vissi þetta vel. „Ég var hrifnari af henni en hún af mér. Ég held að henni hafi fundist ég hrokafullur og tilgerðarlegur.“ Hann bauð henni á stefnumót nokkrum sinnum eða þangað til hún samþykkti. Þau giftu sig nokkrum mánuðum síðar.Gengu í hjónaband: 4. september 1988.Pollan hefur staðið sem klettur við hlið manns síns í gegnum veikindi hans.2. Michael J. Fox og Tracy Pollan Michael J. Fox er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Marty McFly í myndinni Back to the Future. Hann hefur einnig verið áberandi í umræðunni um Parkinson sjúkdóminn en hann greindist með hann árið 1991. Tracy Pollan er einna þekktust fyrir hlutverk sitt sem kærasta Fox í þættinum Family Ties. En það var einmitt við tökur á þættinum sem þau kynntust fyrst en ekkert gerðist þar sem Pollan var í sambandi. „Það var ekki það að ég væri ekki hrifin af honum – ég var bara að hitta annan mann,“ sagði Pollan þegar þau hjónin fóru í viðtal til Opruh. Fox svaraði þá að bragði: „Það var ekki það að ég væri ekki hrifinn af henni – gaurinn sem hún var með var bara stærri en ég.“ Þau byrjuðu svo saman árið 1987. Gengu í hjónaband: 16. júlí 1988 Áhorfendur hafa hrifist af Hanks í myndum á borð við Terminal og Cast away.3. Tom Hanks og Rita Wilson Leikararnir Tom Hanks og Rita Wilson kynntust upphaflega árið 1981 við tökur á gamanþáttaröðinni Bosom Buddies þar sem Hanks lék aðalhlutverk en Wilson fór með hlutverk í einum þættinum. Þremur árum síðar léku þau bæði í myndinni Volunteers og neistar flugu. Hanks skildi við konuna sína og Wilson hætti með unnusta sínum. „Ég vissi ekki hvað ást var fyrr en ég hitti Tom,“ sagði Wilson.Gengu í hjónaband: 30. apríl 1988Hjónin kynntust í gríninu og hafa starfað við það síðan.4. Julia Louis-Dreyfus og Brad Hall Julia Louis-Dreyfus er góðkunningi allra aðdáanda Seinfeld þáttana og eiginmaður hennar er fyrrum Saturday night live grínisti sem vinnur nú bakvið tjöldin við þáttagerð. Parið kynntist í Northwestern háskólanum þar sem þau tóku bæði mikinn þátt í grínsenunni þar. Þau vöktu bæði svo mikla athygli að þáverandi framleiðandi Saturday night live, Dick Ebersol, réð þau beint úr skólanum. Louis-Dreyfus og Hall hafa verið saman allar götur síðan. „Brad var sá eini rétti og hefur verið sá eini rétti síðan þá,“ segir leikkonan um eiginmann sinn.Gengu í hjónaband: 25. júní 1987Harmon þekkja allir áhorfendur Stöðvar 2 en hann tjáir sig ekki mikið um samband sitt.Mynd/Grandparents.com5. Mark Harmon og Pam Dawber Stjarna þáttanna NCIS, Chicago Hope og St. Elsewhere Mark Harmon tjáir sig ekki mikið um samband sitt og konu sinnar Pam Dawber sem þekkt er sem Mindy í þáttunum Mork og Mindy. Samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs kynntust þau í gleðskap í mars árið 1986, tveimur mánuðum eftir að Harmon var valinn kynþokkafyllsti maður heims af tímaritinu People. „Þegar ég gifti mig, þá vil ég að það sé allt sem þessi bær segir að það geti ekki verið. Ég er ekki fyrir lauslæti,“ sagði Harmon í viðtalinu sem var tekinn við hann þegar hann hlaut titilinn eftirsótta. Harmon og Dawber giftu sig í mars ári síðar. Gengu í hjónaband: 21. mars 1987Hjónin starfa bæði í grínbransanum.Mynd/Grandparents.com6. Jamie Lee Curtis og Christopher Guest Jamie Lee Curtis er grínleikona af guðs náð og hefur átt mikilli velgengni að fagna í Hollywood og maðurinn hennar, Christopher Guest, er leikstjóri í sama geira. Mörgum árum áður en hjónakornin kynntust sá Curtis mynd af Guest í tímaritinu Rolling Stone þar sem hann var að koma myndinni Spinal Tap á framfæri og sagði við vin sinn: „Ég ætla að giftast þessum manni.“ Hún hringdi í hann án þess að hafa undirbúið það nokkuð en hann hringdi aldrei tilbaka. Mörgum mánuðum síðar mættust augu þeirra á veitingastað sem þá var vinsæll í Hollywood og hét Hugo‘s. Hann hringdi daginn eftir og þau giftu sig um hálfu ári síðar.Gengu í hjónaband: 18. desember 1984Rokkstjarnan Keith Richards hefur verið með konu sinni í yfir þrjátíu ár.Mynd/Grandparents.com7. Keith Richards og Patti Hansen Keith Richards er gítarleikari einnar frægustu rokksveitar heims, Rolling Stones, og Patti Hansen er fyrirsæta. Þau eiga tvær dætur sem fetuðu í fótspor móður sinnar í fyrirsætuheiminum, Theodora og Alexandra. Parið kynntist upphaflega árið 1979 þegar Richards bauð Hansen upp á kampavín á skemmtistaðnum Studio 54 og síðan byrjuðu þau saman í 36 ára afmæli Richards nokkrum mánuðum síðar. Hansen lýsir manni sínum sem rómantískum, hann hafi verið duglegur við að búa til safnspólur handa henni og sendi henni bréf sem hann skrifaði með sínu eigin blóði. Þrátt fyrir að foreldrar hennar hafi ekki verið par sáttir í fyrstu, sérstaklega eftir að Richards braut gítarinn sinn í fylleríi á borðstofuborðinu þeirra, giftu þau sig árið 1983 og Mick Jagger var svaramaður.Gengu í hjónaband: 18. desember 1983Hjónakornin Ozzy og Sharon OsbourneMynd/Grandparents.com8. Ozzy og Sharon Osbourne Rokkgoðin Ozzy og Sharon Osbourne vöktu heimsathygli þegar raunveruleikaþátturinn Osbourne-fjölskyldan fór í loftið á MTV stöðinni árið 2002. Þau kynntust í gegnum föður hennar, Don Arden, sem var umboðsmaður Black Sabbath þegar 17 ára gömul dóttir hans kynntist höfuðpaur sveitarinnar Ozzy. Árið 1979 var Ozzy kominn á fullt með sólóferil sinn, Sharon var ástmey hans og umboðsmaður og þau voru gift þremur árum síðar.Gengu í hjónaband: 4. júlí 1982 Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Fleiri fréttir Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Sjá meira
Stjörnurnar í Hollywood eru ekki síður þekktar fyrir stormasöm sambönd og hjónabönd heldur en leik og listir. Þó eru nokkur dæmi um ástarsambönd sem hafa tekist vel og lifað yfir áratugi. Hér eru tekin saman nokkur hjónabönd milli stjarnanna sem staðið hafa storminn. Hvort rómantík á borð við þá sem Keith Richards bauð Patti Hansen upp á þegar hann sendi henni bréf skrifaða með blóði sínu eða sú taktík að halda sambandinu frá fjölmiðlum sé lykillinn að farsælu hjónabandi skal ósagt látið. 1. Kevin Bacon og Kyra Sedgwick [sjá efstu mynd til hægri]Kevin Bacon og Kyra Sedgwick kynntust við tökur á leikritinu Lemon Sky, eða Sítrónugulur himinn, fyrir sjónvarpstöðina PBS. Sedgwick hreifst ekki umsvifalaust að Bacon. „Hann var ekki nógu vinalegur, hann var með leiðindaviðmót,“ sagði hún um fyrstu kynni þeirra. Bacon vissi þetta vel. „Ég var hrifnari af henni en hún af mér. Ég held að henni hafi fundist ég hrokafullur og tilgerðarlegur.“ Hann bauð henni á stefnumót nokkrum sinnum eða þangað til hún samþykkti. Þau giftu sig nokkrum mánuðum síðar.Gengu í hjónaband: 4. september 1988.Pollan hefur staðið sem klettur við hlið manns síns í gegnum veikindi hans.2. Michael J. Fox og Tracy Pollan Michael J. Fox er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Marty McFly í myndinni Back to the Future. Hann hefur einnig verið áberandi í umræðunni um Parkinson sjúkdóminn en hann greindist með hann árið 1991. Tracy Pollan er einna þekktust fyrir hlutverk sitt sem kærasta Fox í þættinum Family Ties. En það var einmitt við tökur á þættinum sem þau kynntust fyrst en ekkert gerðist þar sem Pollan var í sambandi. „Það var ekki það að ég væri ekki hrifin af honum – ég var bara að hitta annan mann,“ sagði Pollan þegar þau hjónin fóru í viðtal til Opruh. Fox svaraði þá að bragði: „Það var ekki það að ég væri ekki hrifinn af henni – gaurinn sem hún var með var bara stærri en ég.“ Þau byrjuðu svo saman árið 1987. Gengu í hjónaband: 16. júlí 1988 Áhorfendur hafa hrifist af Hanks í myndum á borð við Terminal og Cast away.3. Tom Hanks og Rita Wilson Leikararnir Tom Hanks og Rita Wilson kynntust upphaflega árið 1981 við tökur á gamanþáttaröðinni Bosom Buddies þar sem Hanks lék aðalhlutverk en Wilson fór með hlutverk í einum þættinum. Þremur árum síðar léku þau bæði í myndinni Volunteers og neistar flugu. Hanks skildi við konuna sína og Wilson hætti með unnusta sínum. „Ég vissi ekki hvað ást var fyrr en ég hitti Tom,“ sagði Wilson.Gengu í hjónaband: 30. apríl 1988Hjónin kynntust í gríninu og hafa starfað við það síðan.4. Julia Louis-Dreyfus og Brad Hall Julia Louis-Dreyfus er góðkunningi allra aðdáanda Seinfeld þáttana og eiginmaður hennar er fyrrum Saturday night live grínisti sem vinnur nú bakvið tjöldin við þáttagerð. Parið kynntist í Northwestern háskólanum þar sem þau tóku bæði mikinn þátt í grínsenunni þar. Þau vöktu bæði svo mikla athygli að þáverandi framleiðandi Saturday night live, Dick Ebersol, réð þau beint úr skólanum. Louis-Dreyfus og Hall hafa verið saman allar götur síðan. „Brad var sá eini rétti og hefur verið sá eini rétti síðan þá,“ segir leikkonan um eiginmann sinn.Gengu í hjónaband: 25. júní 1987Harmon þekkja allir áhorfendur Stöðvar 2 en hann tjáir sig ekki mikið um samband sitt.Mynd/Grandparents.com5. Mark Harmon og Pam Dawber Stjarna þáttanna NCIS, Chicago Hope og St. Elsewhere Mark Harmon tjáir sig ekki mikið um samband sitt og konu sinnar Pam Dawber sem þekkt er sem Mindy í þáttunum Mork og Mindy. Samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs kynntust þau í gleðskap í mars árið 1986, tveimur mánuðum eftir að Harmon var valinn kynþokkafyllsti maður heims af tímaritinu People. „Þegar ég gifti mig, þá vil ég að það sé allt sem þessi bær segir að það geti ekki verið. Ég er ekki fyrir lauslæti,“ sagði Harmon í viðtalinu sem var tekinn við hann þegar hann hlaut titilinn eftirsótta. Harmon og Dawber giftu sig í mars ári síðar. Gengu í hjónaband: 21. mars 1987Hjónin starfa bæði í grínbransanum.Mynd/Grandparents.com6. Jamie Lee Curtis og Christopher Guest Jamie Lee Curtis er grínleikona af guðs náð og hefur átt mikilli velgengni að fagna í Hollywood og maðurinn hennar, Christopher Guest, er leikstjóri í sama geira. Mörgum árum áður en hjónakornin kynntust sá Curtis mynd af Guest í tímaritinu Rolling Stone þar sem hann var að koma myndinni Spinal Tap á framfæri og sagði við vin sinn: „Ég ætla að giftast þessum manni.“ Hún hringdi í hann án þess að hafa undirbúið það nokkuð en hann hringdi aldrei tilbaka. Mörgum mánuðum síðar mættust augu þeirra á veitingastað sem þá var vinsæll í Hollywood og hét Hugo‘s. Hann hringdi daginn eftir og þau giftu sig um hálfu ári síðar.Gengu í hjónaband: 18. desember 1984Rokkstjarnan Keith Richards hefur verið með konu sinni í yfir þrjátíu ár.Mynd/Grandparents.com7. Keith Richards og Patti Hansen Keith Richards er gítarleikari einnar frægustu rokksveitar heims, Rolling Stones, og Patti Hansen er fyrirsæta. Þau eiga tvær dætur sem fetuðu í fótspor móður sinnar í fyrirsætuheiminum, Theodora og Alexandra. Parið kynntist upphaflega árið 1979 þegar Richards bauð Hansen upp á kampavín á skemmtistaðnum Studio 54 og síðan byrjuðu þau saman í 36 ára afmæli Richards nokkrum mánuðum síðar. Hansen lýsir manni sínum sem rómantískum, hann hafi verið duglegur við að búa til safnspólur handa henni og sendi henni bréf sem hann skrifaði með sínu eigin blóði. Þrátt fyrir að foreldrar hennar hafi ekki verið par sáttir í fyrstu, sérstaklega eftir að Richards braut gítarinn sinn í fylleríi á borðstofuborðinu þeirra, giftu þau sig árið 1983 og Mick Jagger var svaramaður.Gengu í hjónaband: 18. desember 1983Hjónakornin Ozzy og Sharon OsbourneMynd/Grandparents.com8. Ozzy og Sharon Osbourne Rokkgoðin Ozzy og Sharon Osbourne vöktu heimsathygli þegar raunveruleikaþátturinn Osbourne-fjölskyldan fór í loftið á MTV stöðinni árið 2002. Þau kynntust í gegnum föður hennar, Don Arden, sem var umboðsmaður Black Sabbath þegar 17 ára gömul dóttir hans kynntist höfuðpaur sveitarinnar Ozzy. Árið 1979 var Ozzy kominn á fullt með sólóferil sinn, Sharon var ástmey hans og umboðsmaður og þau voru gift þremur árum síðar.Gengu í hjónaband: 4. júlí 1982
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Fleiri fréttir Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið