Sjómannshúfa 66 Norður sló óvart í gegn Kristjana Arnarsdóttir skrifar 6. ágúst 2014 09:30 Húfurnar frá 66° Norður komu sér vel á Þjóðhátíðinni í ár. Instagram/steinunne „Vinsældirnar komu okkur óneitanlega mjög skemmtilega á óvart," segir Bjarney Harðardóttir, markaðsstjóri 66°Norður, en sjómannshúfan svokallaða hefur slegið rækilega í gegn í sumar. Það má segja að vinsældirnar hafi náð algjöru hámarki um verslunarmannahelgina og var húfan nánast á öðrum hverjum kolli á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Bjarney segir starfsmenn fyrirtækisins hafa haft einstaklega gaman af því að fylgjast með myndum og myndskeiðum frá Þjóðhátíðinni. „Það er búið að ræða þetta töluvert hér innanhúss, ég neita því ekki. Þetta er líka mjög skemmtilegt í ljósi þess að húfan hefur verið til sölu hjá okkur í marga áratugi. Ég spurði starfsmann sem unnið hefur hjá okkur í 40 ár og húfurnar voru komnar fyrir hennar tíð." Hún segir húfurnar lengst af hafa verið notaðar af sjómönnum en að þær henti einstaklega vel í sjávarplássi eins og í Vestmannaeyjum. „Þessi sjófatnaður okkar á í raun einstaklega vel við yfir verslunarmannahelgina í íslenska veðrinu og gaman að sjá að fólk sé tilbúið að vera í þessu. Það er þó svolítið fyndið að hugsa til sjómannanna sem ætluðu kannski að fjárfesta í nýrri húfu fyrir næsta túr en þá var allt uppselt." Húfukollan kemur í mörgum litum.Facebook/66north Hún segir ástæðu vinsældanna algjörlega óljósa. „Við vitum í raun og veru ekkert af hverju húfan varð vinsæl. Það er eins og einhver einn út í bæ hafi skellt henni á sig og einhver keðjuverkun myndast í kjölfarið. Annars eru þær ódýrar svo kannski er það verðlagið." Bjarney hefur ekki nákvæma tölu yfir þær húfur sem seldust fyrir verslunarmannahelgina en segir að ákveðið hafi verið að panta mun fleiri inn þegar þau sáu í hvað stefndi. "Við seldum gríðarlegt magn af þessu. Veðurspáin var líka ekkert sérstök svo það hefur eflaust spilað eitthvað inn í líka." Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Sjá meira
„Vinsældirnar komu okkur óneitanlega mjög skemmtilega á óvart," segir Bjarney Harðardóttir, markaðsstjóri 66°Norður, en sjómannshúfan svokallaða hefur slegið rækilega í gegn í sumar. Það má segja að vinsældirnar hafi náð algjöru hámarki um verslunarmannahelgina og var húfan nánast á öðrum hverjum kolli á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Bjarney segir starfsmenn fyrirtækisins hafa haft einstaklega gaman af því að fylgjast með myndum og myndskeiðum frá Þjóðhátíðinni. „Það er búið að ræða þetta töluvert hér innanhúss, ég neita því ekki. Þetta er líka mjög skemmtilegt í ljósi þess að húfan hefur verið til sölu hjá okkur í marga áratugi. Ég spurði starfsmann sem unnið hefur hjá okkur í 40 ár og húfurnar voru komnar fyrir hennar tíð." Hún segir húfurnar lengst af hafa verið notaðar af sjómönnum en að þær henti einstaklega vel í sjávarplássi eins og í Vestmannaeyjum. „Þessi sjófatnaður okkar á í raun einstaklega vel við yfir verslunarmannahelgina í íslenska veðrinu og gaman að sjá að fólk sé tilbúið að vera í þessu. Það er þó svolítið fyndið að hugsa til sjómannanna sem ætluðu kannski að fjárfesta í nýrri húfu fyrir næsta túr en þá var allt uppselt." Húfukollan kemur í mörgum litum.Facebook/66north Hún segir ástæðu vinsældanna algjörlega óljósa. „Við vitum í raun og veru ekkert af hverju húfan varð vinsæl. Það er eins og einhver einn út í bæ hafi skellt henni á sig og einhver keðjuverkun myndast í kjölfarið. Annars eru þær ódýrar svo kannski er það verðlagið." Bjarney hefur ekki nákvæma tölu yfir þær húfur sem seldust fyrir verslunarmannahelgina en segir að ákveðið hafi verið að panta mun fleiri inn þegar þau sáu í hvað stefndi. "Við seldum gríðarlegt magn af þessu. Veðurspáin var líka ekkert sérstök svo það hefur eflaust spilað eitthvað inn í líka."
Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Sjá meira