Sjómannshúfa 66 Norður sló óvart í gegn Kristjana Arnarsdóttir skrifar 6. ágúst 2014 09:30 Húfurnar frá 66° Norður komu sér vel á Þjóðhátíðinni í ár. Instagram/steinunne „Vinsældirnar komu okkur óneitanlega mjög skemmtilega á óvart," segir Bjarney Harðardóttir, markaðsstjóri 66°Norður, en sjómannshúfan svokallaða hefur slegið rækilega í gegn í sumar. Það má segja að vinsældirnar hafi náð algjöru hámarki um verslunarmannahelgina og var húfan nánast á öðrum hverjum kolli á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Bjarney segir starfsmenn fyrirtækisins hafa haft einstaklega gaman af því að fylgjast með myndum og myndskeiðum frá Þjóðhátíðinni. „Það er búið að ræða þetta töluvert hér innanhúss, ég neita því ekki. Þetta er líka mjög skemmtilegt í ljósi þess að húfan hefur verið til sölu hjá okkur í marga áratugi. Ég spurði starfsmann sem unnið hefur hjá okkur í 40 ár og húfurnar voru komnar fyrir hennar tíð." Hún segir húfurnar lengst af hafa verið notaðar af sjómönnum en að þær henti einstaklega vel í sjávarplássi eins og í Vestmannaeyjum. „Þessi sjófatnaður okkar á í raun einstaklega vel við yfir verslunarmannahelgina í íslenska veðrinu og gaman að sjá að fólk sé tilbúið að vera í þessu. Það er þó svolítið fyndið að hugsa til sjómannanna sem ætluðu kannski að fjárfesta í nýrri húfu fyrir næsta túr en þá var allt uppselt." Húfukollan kemur í mörgum litum.Facebook/66north Hún segir ástæðu vinsældanna algjörlega óljósa. „Við vitum í raun og veru ekkert af hverju húfan varð vinsæl. Það er eins og einhver einn út í bæ hafi skellt henni á sig og einhver keðjuverkun myndast í kjölfarið. Annars eru þær ódýrar svo kannski er það verðlagið." Bjarney hefur ekki nákvæma tölu yfir þær húfur sem seldust fyrir verslunarmannahelgina en segir að ákveðið hafi verið að panta mun fleiri inn þegar þau sáu í hvað stefndi. "Við seldum gríðarlegt magn af þessu. Veðurspáin var líka ekkert sérstök svo það hefur eflaust spilað eitthvað inn í líka." Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira
„Vinsældirnar komu okkur óneitanlega mjög skemmtilega á óvart," segir Bjarney Harðardóttir, markaðsstjóri 66°Norður, en sjómannshúfan svokallaða hefur slegið rækilega í gegn í sumar. Það má segja að vinsældirnar hafi náð algjöru hámarki um verslunarmannahelgina og var húfan nánast á öðrum hverjum kolli á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Bjarney segir starfsmenn fyrirtækisins hafa haft einstaklega gaman af því að fylgjast með myndum og myndskeiðum frá Þjóðhátíðinni. „Það er búið að ræða þetta töluvert hér innanhúss, ég neita því ekki. Þetta er líka mjög skemmtilegt í ljósi þess að húfan hefur verið til sölu hjá okkur í marga áratugi. Ég spurði starfsmann sem unnið hefur hjá okkur í 40 ár og húfurnar voru komnar fyrir hennar tíð." Hún segir húfurnar lengst af hafa verið notaðar af sjómönnum en að þær henti einstaklega vel í sjávarplássi eins og í Vestmannaeyjum. „Þessi sjófatnaður okkar á í raun einstaklega vel við yfir verslunarmannahelgina í íslenska veðrinu og gaman að sjá að fólk sé tilbúið að vera í þessu. Það er þó svolítið fyndið að hugsa til sjómannanna sem ætluðu kannski að fjárfesta í nýrri húfu fyrir næsta túr en þá var allt uppselt." Húfukollan kemur í mörgum litum.Facebook/66north Hún segir ástæðu vinsældanna algjörlega óljósa. „Við vitum í raun og veru ekkert af hverju húfan varð vinsæl. Það er eins og einhver einn út í bæ hafi skellt henni á sig og einhver keðjuverkun myndast í kjölfarið. Annars eru þær ódýrar svo kannski er það verðlagið." Bjarney hefur ekki nákvæma tölu yfir þær húfur sem seldust fyrir verslunarmannahelgina en segir að ákveðið hafi verið að panta mun fleiri inn þegar þau sáu í hvað stefndi. "Við seldum gríðarlegt magn af þessu. Veðurspáin var líka ekkert sérstök svo það hefur eflaust spilað eitthvað inn í líka."
Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira