Skemmtiferðaskip í Sundahöfn mengar líkt og 10 þúsund bílar Jón Júlíus Karlsson skrifar 26. júlí 2014 19:17 Skemmtiferðaskip sem liggur við bryggju í Sundahöfn í sólarhring losar álíka miklu köfnunarefni út í andrúmsloftið og 10 þúsund bílar. Nefndarmaður í umhverfisnefnd Alþjóðu hafnasamtakanna segir algjöra lögleysu ríkja innan íslenskrar lögsögu hvað varðar skipamengun. Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir of dýrt að taka í noktun búnað til að knýja skemmtiferðaskip með rafmagni.Gert er ráð fyrir að farþegar með skemmtiferðaskipum sem koma hingað til lands fari í fyrsta sinn yfir 100 þúsund á næsta ári. 90 skemmtiferðaskip koma til landsins í ár og nú þegar hefur svipaður fjöldi boðað komu sína á næsta ári. Þó koma skemmtiferðaskipa til landsins feli í sér auknar tekjur fyrir ríki og einkaaðila þá fylgir stórum skemmtiferðaskipum einnig nokkur mengun. Vélar skemmtiferðaskipa eru knúnar áfram allan sólarhringinn og í nýlegri grein sem Alþjóða hafnasamtökin birta þá losa meðalstór skemmtiferðaskip um 1,2 tonn af köfnunarefni á átta klukkustundum. „Þessu hefur verið líkt við að á einum sólarhring sé skemmtiferðaskip að menga álíka mikið og 10 þúsund bílar,“ segir Þorsteinn Svanur Jónsson, nefndarmaður í umhverfisnefnd Alþjóða hafnasamtakanna.Skortur á reglugerð vegna skipamengunar Þorsteinn segir að flest skemmtiferðaskip sem koma hingað til lands séu knúin áfram með svartolíu. Nú þegar hafa nokkrar hafnir víða um heim tekið upp landtengingar við stærri skip til að knýja þau áfram með rafmagni meðan þau liggja við bryggju. Þorsteinn segir yfirvöld á Íslandi verða að taka svipaða löggjöf og nágrannaþjóðir hvað varðar skipamengun. „Í lögsögunni við Ísland máttu brenna svartolíu eins og þú vilt, hér þarftu ekki að vera með hreinsibúnað og þarft ekki að tengja þig við rafmagn í landi,“ bætir Þorsteinn Svanur við.Of dýrt Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að það sé einfaldlega of mikill kostnaður að taka upp rafmangslandtengingu fyrir skemmtiferðaskip. „Við höfum fylgst með þessari þróun varðandi landtengingar. Við erum með slíkan búnað á togurum og skipum sem eru í gömlu höfninni. Verkefnið að tengja þessi samfélög, sem þessi skemmtiferðaskip eru, er gríðarlega dýrt,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Gísli býst við auknum fjölda skemmtiferðaskipa til Íslands á næstu árum. Vel sé haldið utan um umhverfismál. „Þetta er tiltölulega stuttur tími sem þessi skip eru við bryggju og það er svo gígantískt afl sem þarf að koma um borð til þess að halda þeim gangandi að landtenging hefur ekki þótt fýsileg að svo stöddu,“ segir Gísli. „Þessi skemmtiferðaskip eru langflest með umhverfisstefnu og reyna að brenna eins vistvænni olíu og hægt er. Þau eru líka meðvituð um umhverfisþættina sem af siglingunum hljótast.“ Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Skemmtiferðaskip sem liggur við bryggju í Sundahöfn í sólarhring losar álíka miklu köfnunarefni út í andrúmsloftið og 10 þúsund bílar. Nefndarmaður í umhverfisnefnd Alþjóðu hafnasamtakanna segir algjöra lögleysu ríkja innan íslenskrar lögsögu hvað varðar skipamengun. Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir of dýrt að taka í noktun búnað til að knýja skemmtiferðaskip með rafmagni.Gert er ráð fyrir að farþegar með skemmtiferðaskipum sem koma hingað til lands fari í fyrsta sinn yfir 100 þúsund á næsta ári. 90 skemmtiferðaskip koma til landsins í ár og nú þegar hefur svipaður fjöldi boðað komu sína á næsta ári. Þó koma skemmtiferðaskipa til landsins feli í sér auknar tekjur fyrir ríki og einkaaðila þá fylgir stórum skemmtiferðaskipum einnig nokkur mengun. Vélar skemmtiferðaskipa eru knúnar áfram allan sólarhringinn og í nýlegri grein sem Alþjóða hafnasamtökin birta þá losa meðalstór skemmtiferðaskip um 1,2 tonn af köfnunarefni á átta klukkustundum. „Þessu hefur verið líkt við að á einum sólarhring sé skemmtiferðaskip að menga álíka mikið og 10 þúsund bílar,“ segir Þorsteinn Svanur Jónsson, nefndarmaður í umhverfisnefnd Alþjóða hafnasamtakanna.Skortur á reglugerð vegna skipamengunar Þorsteinn segir að flest skemmtiferðaskip sem koma hingað til lands séu knúin áfram með svartolíu. Nú þegar hafa nokkrar hafnir víða um heim tekið upp landtengingar við stærri skip til að knýja þau áfram með rafmagni meðan þau liggja við bryggju. Þorsteinn segir yfirvöld á Íslandi verða að taka svipaða löggjöf og nágrannaþjóðir hvað varðar skipamengun. „Í lögsögunni við Ísland máttu brenna svartolíu eins og þú vilt, hér þarftu ekki að vera með hreinsibúnað og þarft ekki að tengja þig við rafmagn í landi,“ bætir Þorsteinn Svanur við.Of dýrt Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að það sé einfaldlega of mikill kostnaður að taka upp rafmangslandtengingu fyrir skemmtiferðaskip. „Við höfum fylgst með þessari þróun varðandi landtengingar. Við erum með slíkan búnað á togurum og skipum sem eru í gömlu höfninni. Verkefnið að tengja þessi samfélög, sem þessi skemmtiferðaskip eru, er gríðarlega dýrt,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Gísli býst við auknum fjölda skemmtiferðaskipa til Íslands á næstu árum. Vel sé haldið utan um umhverfismál. „Þetta er tiltölulega stuttur tími sem þessi skip eru við bryggju og það er svo gígantískt afl sem þarf að koma um borð til þess að halda þeim gangandi að landtenging hefur ekki þótt fýsileg að svo stöddu,“ segir Gísli. „Þessi skemmtiferðaskip eru langflest með umhverfisstefnu og reyna að brenna eins vistvænni olíu og hægt er. Þau eru líka meðvituð um umhverfisþættina sem af siglingunum hljótast.“
Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira