Skemmtiferðaskip í Sundahöfn mengar líkt og 10 þúsund bílar Jón Júlíus Karlsson skrifar 26. júlí 2014 19:17 Skemmtiferðaskip sem liggur við bryggju í Sundahöfn í sólarhring losar álíka miklu köfnunarefni út í andrúmsloftið og 10 þúsund bílar. Nefndarmaður í umhverfisnefnd Alþjóðu hafnasamtakanna segir algjöra lögleysu ríkja innan íslenskrar lögsögu hvað varðar skipamengun. Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir of dýrt að taka í noktun búnað til að knýja skemmtiferðaskip með rafmagni.Gert er ráð fyrir að farþegar með skemmtiferðaskipum sem koma hingað til lands fari í fyrsta sinn yfir 100 þúsund á næsta ári. 90 skemmtiferðaskip koma til landsins í ár og nú þegar hefur svipaður fjöldi boðað komu sína á næsta ári. Þó koma skemmtiferðaskipa til landsins feli í sér auknar tekjur fyrir ríki og einkaaðila þá fylgir stórum skemmtiferðaskipum einnig nokkur mengun. Vélar skemmtiferðaskipa eru knúnar áfram allan sólarhringinn og í nýlegri grein sem Alþjóða hafnasamtökin birta þá losa meðalstór skemmtiferðaskip um 1,2 tonn af köfnunarefni á átta klukkustundum. „Þessu hefur verið líkt við að á einum sólarhring sé skemmtiferðaskip að menga álíka mikið og 10 þúsund bílar,“ segir Þorsteinn Svanur Jónsson, nefndarmaður í umhverfisnefnd Alþjóða hafnasamtakanna.Skortur á reglugerð vegna skipamengunar Þorsteinn segir að flest skemmtiferðaskip sem koma hingað til lands séu knúin áfram með svartolíu. Nú þegar hafa nokkrar hafnir víða um heim tekið upp landtengingar við stærri skip til að knýja þau áfram með rafmagni meðan þau liggja við bryggju. Þorsteinn segir yfirvöld á Íslandi verða að taka svipaða löggjöf og nágrannaþjóðir hvað varðar skipamengun. „Í lögsögunni við Ísland máttu brenna svartolíu eins og þú vilt, hér þarftu ekki að vera með hreinsibúnað og þarft ekki að tengja þig við rafmagn í landi,“ bætir Þorsteinn Svanur við.Of dýrt Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að það sé einfaldlega of mikill kostnaður að taka upp rafmangslandtengingu fyrir skemmtiferðaskip. „Við höfum fylgst með þessari þróun varðandi landtengingar. Við erum með slíkan búnað á togurum og skipum sem eru í gömlu höfninni. Verkefnið að tengja þessi samfélög, sem þessi skemmtiferðaskip eru, er gríðarlega dýrt,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Gísli býst við auknum fjölda skemmtiferðaskipa til Íslands á næstu árum. Vel sé haldið utan um umhverfismál. „Þetta er tiltölulega stuttur tími sem þessi skip eru við bryggju og það er svo gígantískt afl sem þarf að koma um borð til þess að halda þeim gangandi að landtenging hefur ekki þótt fýsileg að svo stöddu,“ segir Gísli. „Þessi skemmtiferðaskip eru langflest með umhverfisstefnu og reyna að brenna eins vistvænni olíu og hægt er. Þau eru líka meðvituð um umhverfisþættina sem af siglingunum hljótast.“ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira
Skemmtiferðaskip sem liggur við bryggju í Sundahöfn í sólarhring losar álíka miklu köfnunarefni út í andrúmsloftið og 10 þúsund bílar. Nefndarmaður í umhverfisnefnd Alþjóðu hafnasamtakanna segir algjöra lögleysu ríkja innan íslenskrar lögsögu hvað varðar skipamengun. Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir of dýrt að taka í noktun búnað til að knýja skemmtiferðaskip með rafmagni.Gert er ráð fyrir að farþegar með skemmtiferðaskipum sem koma hingað til lands fari í fyrsta sinn yfir 100 þúsund á næsta ári. 90 skemmtiferðaskip koma til landsins í ár og nú þegar hefur svipaður fjöldi boðað komu sína á næsta ári. Þó koma skemmtiferðaskipa til landsins feli í sér auknar tekjur fyrir ríki og einkaaðila þá fylgir stórum skemmtiferðaskipum einnig nokkur mengun. Vélar skemmtiferðaskipa eru knúnar áfram allan sólarhringinn og í nýlegri grein sem Alþjóða hafnasamtökin birta þá losa meðalstór skemmtiferðaskip um 1,2 tonn af köfnunarefni á átta klukkustundum. „Þessu hefur verið líkt við að á einum sólarhring sé skemmtiferðaskip að menga álíka mikið og 10 þúsund bílar,“ segir Þorsteinn Svanur Jónsson, nefndarmaður í umhverfisnefnd Alþjóða hafnasamtakanna.Skortur á reglugerð vegna skipamengunar Þorsteinn segir að flest skemmtiferðaskip sem koma hingað til lands séu knúin áfram með svartolíu. Nú þegar hafa nokkrar hafnir víða um heim tekið upp landtengingar við stærri skip til að knýja þau áfram með rafmagni meðan þau liggja við bryggju. Þorsteinn segir yfirvöld á Íslandi verða að taka svipaða löggjöf og nágrannaþjóðir hvað varðar skipamengun. „Í lögsögunni við Ísland máttu brenna svartolíu eins og þú vilt, hér þarftu ekki að vera með hreinsibúnað og þarft ekki að tengja þig við rafmagn í landi,“ bætir Þorsteinn Svanur við.Of dýrt Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að það sé einfaldlega of mikill kostnaður að taka upp rafmangslandtengingu fyrir skemmtiferðaskip. „Við höfum fylgst með þessari þróun varðandi landtengingar. Við erum með slíkan búnað á togurum og skipum sem eru í gömlu höfninni. Verkefnið að tengja þessi samfélög, sem þessi skemmtiferðaskip eru, er gríðarlega dýrt,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Gísli býst við auknum fjölda skemmtiferðaskipa til Íslands á næstu árum. Vel sé haldið utan um umhverfismál. „Þetta er tiltölulega stuttur tími sem þessi skip eru við bryggju og það er svo gígantískt afl sem þarf að koma um borð til þess að halda þeim gangandi að landtenging hefur ekki þótt fýsileg að svo stöddu,“ segir Gísli. „Þessi skemmtiferðaskip eru langflest með umhverfisstefnu og reyna að brenna eins vistvænni olíu og hægt er. Þau eru líka meðvituð um umhverfisþættina sem af siglingunum hljótast.“
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira