Lífið

„Ég held ég sé frelsuð frá þessu ógeði“

Ellý Ármanns skrifar
Súsanna hefur verið reyklaus í eitt og hálft ár. Hún hefur sparað 324 þúsund á þeim tíma.
Súsanna hefur verið reyklaus í eitt og hálft ár. Hún hefur sparað 324 þúsund á þeim tíma. mynd/súsanna
Súsanna Þórhallsdóttir 62 ára hætti að reykja fyrir einu og hálfu ári. Við spurðum hana hvað kom til að hún ákvað að drepa í sígarettunni og hvernig hún fór að því.

„Mig hafði alltaf langað til að hætta að reykja. Ég hélt ég myndi aldrei geta það en núna er þetta svo auðvelt. Ég bara fékk ógeð,“ segir Súsanna þegar samtal okkar hefst.

Súsanna minnkaði reykingarnar og á endanum kvaddi hún sígaretturnar. Ég reykti aðeins á kvöldin í eitt ár - ég var komin niður í fjórar sígarettur á dag, útskýrir hún.

Fékk svima 

Hvað ráðleggur þú fólki sem þráir að hætta?Það er gott að minnka þetta þegar maður getur. Það virkaði fyrir mig. Ég ákvað að vera ekki að reykja á daginn því ég vissi að ég mátti kveikja mér í sigarettu á kvöldin. Síðan hætti ég alveg þegar ég fór að byrja að fá svima þegar ég kveikti mér í. Þetta var ekkert mál en það munar að reykja aðeins fjórar sígarettur á dag í staðinn fyrir tuttugu. Þá reykti ég aðeins þessar fjórar án samviskubits.

Ég vorkenni öllum sem reykja og tala nú ekki um þeim sem eru að reyna að hætta.

Þyngdist en ætlar að létta sig

Þegar talið berst að þyngdaraukningu í kjölfarið segir Súsanna:Já, já, já ég þyngdist þegar ég hætti að reykja. Ég er búin að þyngjast um 15 kg og næsta mál hjá mér er að losa mig við kílóin. Það er ekki heldur hollt að vera of feitur. Þó ég sé búin að þyngjast þá langar mig alls ekki að byrja að reykja aftur. Það er alls ekki inn í myndinni.

Ég held ég sé frelsuð frá þess ógeði að reykja. Mér hefur ekki dottið í hug að kaupa mér sígarettur síðan ég hætti. Mér verður óglatt við tilhugsunina, segir Súsanna.

Reyklaus.is








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.