„Þetta varðar sjálfsögð mannréttindi“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júní 2014 23:09 Myndin hefur farið sem eldur um sinu um netheima. „Þetta er náttúrulega algjörlega fáránleg staðsetning. Maður spyr sig hver tilgangurinn sé raunverulega með þessu stæði,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í samtali við Vísi um mynd af fatlaðrastæði sem hefur farið sem eldur í sinu um veraldarvefinn. Á myndinni, sem sjá má hér að ofan, ber að líta fatlaðrastæði við Hlemm í miðborg Reykjavíkur sem vakið hefur athygli fyrir þær sakir að fjórir hlutir takmarka aðgengi um stæðið svo um munar; ljósastaur, stöðumælir, ruslatunna og skilti sem greinir svo ekki verður um villst að um fatlaðrastæði er að ræða. Ellen segist ekki hafa farið varhluta af dreifingu myndarinnar. „Ég deildi henni sjálf á veggnum mínum á Facebook undir yfiskriftinni „Dagur B. Eggertsson ertu til ì að tala við framkvæmdasviðið og Bìlastæðasjòð og kippa þessu ì lag?“því þessu þarf auðvitað að koma í viðunandi stand hið fyrsta.“ Ellen segir að þetta sé enn ein birtingarmynd þess hvernig staðið hefur verið að aðgengismálum fatlaðs fólks í borginni að undanförnu. Ferlinefnd Reykjavíkurborgar, sem tekur fyrir aðgengismál eins og þetta, hefur lengi verið vanvirk að mati Ellenar og hún ekki kölluð saman svo mánuðum skiptir. Öryrkjar eiga fulltrúa í nefndinni og að mati Ellenar er rödd fatlaðs fólks óneitanlega lægri en hún þyrfti að vera þegar samráðsvettvangur sem þessi er óvirkur. Fatlað fólk hafi til að mynda horn í síðu hinnar nýju Hverfisgötu en aðgengi um hana telja þeir að mörgu leiti ófullnægjandi. „Fólk sem notar hjólastóla á mjög erfitt með að athafna sig við götuna. Tröppur og kantar hafa ekki verið lækkaðir eins og áætlað var og því getur reynst þrautin þyngri að komast klakklaust í og úr bílum,“ segir Ellen. Einnig á sjónskert og flogaveikt fólk erfitt með að ferðast um Hverfisgötu vegna marglitna hella sem geta endurvarpað ljósi með þeim afleiðingum að sýn þeirra bjagast og í verstu tilfellum framkallað flogaköst „Hverfisgatan er alls ekki nógu góð fyrir fatlað fólk og þó er það vægt til orða tekið,“ segir Ellen. Hún skorar því á Reykjavíkurborg að blása aftur lífi í ferlinefnd svo að öryrkjar geti aftur komið að málum sem þessum með eðlilegum hætti. „Það varðar sjálfsögð mannréttindi að fatlað fólk fái eitthvað um sín mál að segja. Næstu skref ættu þó að vera að Dagur hafi samband framkvæmdasvið og bílastæðasjóð og fjarlægi þessi götugögn frá bílastæðinu við Hlemm.“ Post by Ellen Jacqueline Calmon. Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira
„Þetta er náttúrulega algjörlega fáránleg staðsetning. Maður spyr sig hver tilgangurinn sé raunverulega með þessu stæði,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í samtali við Vísi um mynd af fatlaðrastæði sem hefur farið sem eldur í sinu um veraldarvefinn. Á myndinni, sem sjá má hér að ofan, ber að líta fatlaðrastæði við Hlemm í miðborg Reykjavíkur sem vakið hefur athygli fyrir þær sakir að fjórir hlutir takmarka aðgengi um stæðið svo um munar; ljósastaur, stöðumælir, ruslatunna og skilti sem greinir svo ekki verður um villst að um fatlaðrastæði er að ræða. Ellen segist ekki hafa farið varhluta af dreifingu myndarinnar. „Ég deildi henni sjálf á veggnum mínum á Facebook undir yfiskriftinni „Dagur B. Eggertsson ertu til ì að tala við framkvæmdasviðið og Bìlastæðasjòð og kippa þessu ì lag?“því þessu þarf auðvitað að koma í viðunandi stand hið fyrsta.“ Ellen segir að þetta sé enn ein birtingarmynd þess hvernig staðið hefur verið að aðgengismálum fatlaðs fólks í borginni að undanförnu. Ferlinefnd Reykjavíkurborgar, sem tekur fyrir aðgengismál eins og þetta, hefur lengi verið vanvirk að mati Ellenar og hún ekki kölluð saman svo mánuðum skiptir. Öryrkjar eiga fulltrúa í nefndinni og að mati Ellenar er rödd fatlaðs fólks óneitanlega lægri en hún þyrfti að vera þegar samráðsvettvangur sem þessi er óvirkur. Fatlað fólk hafi til að mynda horn í síðu hinnar nýju Hverfisgötu en aðgengi um hana telja þeir að mörgu leiti ófullnægjandi. „Fólk sem notar hjólastóla á mjög erfitt með að athafna sig við götuna. Tröppur og kantar hafa ekki verið lækkaðir eins og áætlað var og því getur reynst þrautin þyngri að komast klakklaust í og úr bílum,“ segir Ellen. Einnig á sjónskert og flogaveikt fólk erfitt með að ferðast um Hverfisgötu vegna marglitna hella sem geta endurvarpað ljósi með þeim afleiðingum að sýn þeirra bjagast og í verstu tilfellum framkallað flogaköst „Hverfisgatan er alls ekki nógu góð fyrir fatlað fólk og þó er það vægt til orða tekið,“ segir Ellen. Hún skorar því á Reykjavíkurborg að blása aftur lífi í ferlinefnd svo að öryrkjar geti aftur komið að málum sem þessum með eðlilegum hætti. „Það varðar sjálfsögð mannréttindi að fatlað fólk fái eitthvað um sín mál að segja. Næstu skref ættu þó að vera að Dagur hafi samband framkvæmdasvið og bílastæðasjóð og fjarlægi þessi götugögn frá bílastæðinu við Hlemm.“ Post by Ellen Jacqueline Calmon.
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira