„Þetta varðar sjálfsögð mannréttindi“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júní 2014 23:09 Myndin hefur farið sem eldur um sinu um netheima. „Þetta er náttúrulega algjörlega fáránleg staðsetning. Maður spyr sig hver tilgangurinn sé raunverulega með þessu stæði,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í samtali við Vísi um mynd af fatlaðrastæði sem hefur farið sem eldur í sinu um veraldarvefinn. Á myndinni, sem sjá má hér að ofan, ber að líta fatlaðrastæði við Hlemm í miðborg Reykjavíkur sem vakið hefur athygli fyrir þær sakir að fjórir hlutir takmarka aðgengi um stæðið svo um munar; ljósastaur, stöðumælir, ruslatunna og skilti sem greinir svo ekki verður um villst að um fatlaðrastæði er að ræða. Ellen segist ekki hafa farið varhluta af dreifingu myndarinnar. „Ég deildi henni sjálf á veggnum mínum á Facebook undir yfiskriftinni „Dagur B. Eggertsson ertu til ì að tala við framkvæmdasviðið og Bìlastæðasjòð og kippa þessu ì lag?“því þessu þarf auðvitað að koma í viðunandi stand hið fyrsta.“ Ellen segir að þetta sé enn ein birtingarmynd þess hvernig staðið hefur verið að aðgengismálum fatlaðs fólks í borginni að undanförnu. Ferlinefnd Reykjavíkurborgar, sem tekur fyrir aðgengismál eins og þetta, hefur lengi verið vanvirk að mati Ellenar og hún ekki kölluð saman svo mánuðum skiptir. Öryrkjar eiga fulltrúa í nefndinni og að mati Ellenar er rödd fatlaðs fólks óneitanlega lægri en hún þyrfti að vera þegar samráðsvettvangur sem þessi er óvirkur. Fatlað fólk hafi til að mynda horn í síðu hinnar nýju Hverfisgötu en aðgengi um hana telja þeir að mörgu leiti ófullnægjandi. „Fólk sem notar hjólastóla á mjög erfitt með að athafna sig við götuna. Tröppur og kantar hafa ekki verið lækkaðir eins og áætlað var og því getur reynst þrautin þyngri að komast klakklaust í og úr bílum,“ segir Ellen. Einnig á sjónskert og flogaveikt fólk erfitt með að ferðast um Hverfisgötu vegna marglitna hella sem geta endurvarpað ljósi með þeim afleiðingum að sýn þeirra bjagast og í verstu tilfellum framkallað flogaköst „Hverfisgatan er alls ekki nógu góð fyrir fatlað fólk og þó er það vægt til orða tekið,“ segir Ellen. Hún skorar því á Reykjavíkurborg að blása aftur lífi í ferlinefnd svo að öryrkjar geti aftur komið að málum sem þessum með eðlilegum hætti. „Það varðar sjálfsögð mannréttindi að fatlað fólk fái eitthvað um sín mál að segja. Næstu skref ættu þó að vera að Dagur hafi samband framkvæmdasvið og bílastæðasjóð og fjarlægi þessi götugögn frá bílastæðinu við Hlemm.“ Post by Ellen Jacqueline Calmon. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
„Þetta er náttúrulega algjörlega fáránleg staðsetning. Maður spyr sig hver tilgangurinn sé raunverulega með þessu stæði,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í samtali við Vísi um mynd af fatlaðrastæði sem hefur farið sem eldur í sinu um veraldarvefinn. Á myndinni, sem sjá má hér að ofan, ber að líta fatlaðrastæði við Hlemm í miðborg Reykjavíkur sem vakið hefur athygli fyrir þær sakir að fjórir hlutir takmarka aðgengi um stæðið svo um munar; ljósastaur, stöðumælir, ruslatunna og skilti sem greinir svo ekki verður um villst að um fatlaðrastæði er að ræða. Ellen segist ekki hafa farið varhluta af dreifingu myndarinnar. „Ég deildi henni sjálf á veggnum mínum á Facebook undir yfiskriftinni „Dagur B. Eggertsson ertu til ì að tala við framkvæmdasviðið og Bìlastæðasjòð og kippa þessu ì lag?“því þessu þarf auðvitað að koma í viðunandi stand hið fyrsta.“ Ellen segir að þetta sé enn ein birtingarmynd þess hvernig staðið hefur verið að aðgengismálum fatlaðs fólks í borginni að undanförnu. Ferlinefnd Reykjavíkurborgar, sem tekur fyrir aðgengismál eins og þetta, hefur lengi verið vanvirk að mati Ellenar og hún ekki kölluð saman svo mánuðum skiptir. Öryrkjar eiga fulltrúa í nefndinni og að mati Ellenar er rödd fatlaðs fólks óneitanlega lægri en hún þyrfti að vera þegar samráðsvettvangur sem þessi er óvirkur. Fatlað fólk hafi til að mynda horn í síðu hinnar nýju Hverfisgötu en aðgengi um hana telja þeir að mörgu leiti ófullnægjandi. „Fólk sem notar hjólastóla á mjög erfitt með að athafna sig við götuna. Tröppur og kantar hafa ekki verið lækkaðir eins og áætlað var og því getur reynst þrautin þyngri að komast klakklaust í og úr bílum,“ segir Ellen. Einnig á sjónskert og flogaveikt fólk erfitt með að ferðast um Hverfisgötu vegna marglitna hella sem geta endurvarpað ljósi með þeim afleiðingum að sýn þeirra bjagast og í verstu tilfellum framkallað flogaköst „Hverfisgatan er alls ekki nógu góð fyrir fatlað fólk og þó er það vægt til orða tekið,“ segir Ellen. Hún skorar því á Reykjavíkurborg að blása aftur lífi í ferlinefnd svo að öryrkjar geti aftur komið að málum sem þessum með eðlilegum hætti. „Það varðar sjálfsögð mannréttindi að fatlað fólk fái eitthvað um sín mál að segja. Næstu skref ættu þó að vera að Dagur hafi samband framkvæmdasvið og bílastæðasjóð og fjarlægi þessi götugögn frá bílastæðinu við Hlemm.“ Post by Ellen Jacqueline Calmon.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira