Erlent

Skrúfað fyrir gas til Úkraínu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Rússneski orkurisinn Gazprom hefur skrúfað fyrir gas til Úkraínu eftir að samningar um himinháa gasskuld Úkraínumanna náðust ekki. Stjórnvöld í Úkraínu og Rússlandi funduðu um málið um helgina en án árangurs.

Skuldir Úkraínumanna nema um fjórum milljörðum Bandaríkjadala en krefst Gazprom tæplega tveggja milljarða Bandaríkjadala í dag, ellegar verði lokað fyrir allt gas til landsins. Verði skuldin ekki uppgerð kemur fyrirtækið til með að krefjast fyrirframgreiðslu og óttast er að deila þessi muni hafa áhrif á önnur lönd í Vestur-Evrópu en stór hluti af því gasi sem fyrirtækið selur vestur fer um leiðslur sem liggja í gegnum Úkraínu.

Evrópusambandið tók þátt í viðræðunum um helgina og segist Gunther Oettingar, orkumálastjóri Evrópusambandsins, ekki svartsýnn á að samningar náist þrátt fyrir að Rússar hafi hafnað tilboði Evrópusambandsins sem gekk út á að Úkraína greiddi einn milljarð dollara strax og restina á afborgunum.  Ekki hefur verið boðað til annars samningafundar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×