Lífið

Skírðu tvíburana sína Raekwon og Ghostface

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá færslu Raekwon á Instagram-síðunni hans.
Hér má sjá færslu Raekwon á Instagram-síðunni hans.
Rapparinn Raekwon birti mynd af tvíburum sem voru skírðir í höfuðið á honum og félaga hans Ghostface Killah, á instagram-síðu sinni. Meðfylgjandi myndinni af tvíburunum eru fæðingavottorð þeirra þar sem nöfn þeirra koma fram. Þar kemur fram að eftirnafn bræðranna er Lieberman.

„Þetta er alvöru! Fjölskylda skírði syni sína Raekwon og Ghostface,“ sagði Raekwon á Instagram-síðunni sinni og bætti við: „#wu4thebabies“.

Rappararnir tveir hafa verið nánir samstarfsmenn lengi og vinskapur þeirra virðist í gegnum tíðina hafa verið þéttari en vinskapur þeirra við aðra meðlimi Wu-Tang. Félagarnir hafa verið duglegir að hjálpast að við lög á sólóskífum hvors annars. Þeir standa nú í ströngu við lokaundirbúning nýrrar plötu með Wu-Tang, sem ber titilinn A Better Tomorrow.

Sveitin mun einnig gefa út aðra plötu sem ber titilinn Once Upon a Time in Shaolin. Til stendur að gefa einungis út eitt eintak af plötunni sem mun fara á milli listasafna um allan heim og að lokum verða selt hæstbjóðanda sem ræður þá hvort heimurinn fái að heyra tónlist sveitarinnar, eða hvort hann muni fá að hlusta á gripinn.

Hér að neðan má sjá myndbandið við hið sígilda lag Heaven or Hell með þeim félögum. Lagið kom út fyrir tuttugu árum síðan og í laginu segjast rappararnir trúa á himnaríki, því þeir búi í helvíti:










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.