Lífið

Barnavernd lokið rannsókn á Will og Jada-Pinkett Smith

Will Smith og Jada Pinkett Smith
Will Smith og Jada Pinkett Smith Vísir/Getty
Miðlar vestanhafs greindu frá því í kvöld að rannsókn barnaverndar í Los Angeles yfir Will og Jada Pinkett Smith væri lokið.

Barnavernd hóf að rannsaka fjölskylduna eftir að vafasöm mynd birtist á netinu af þrettán ára dóttur þeirra, Willow, uppi í rúmi með Moises Arias, tvítugum leikara úr Hannah Montana - en ungi maðurinn var ber að ofan á myndinni.

Fulltrúar barnaverndar fundu engar sannanir þess efnis að Willow hefði verið í einhverskonar hættu þegar umrætt atvik átti sér stað og ekkert verður aðhafst í málinu. Barnavernd hefur þó ráðlagt foreldrunum að fylgjast betur með notkun barna sinni á samfélagsmiðlum.

Hvorki Will né Jada hafa viljað segja nokkuð um rannsóknina, en þegar málið kom fyrst upp sagði móðir Willow við tökumann á vegum slúðurmiðilsins TMZ.

„Svona var þetta: Það var ekkert kynferðislegt við þessa mynd eða þessar aðstæður. Þið eruð að búa til eitthvað ljótt úr þessu. Þið látið eins og þið séuð duldir barnaníðingar, og það er ekki í lagi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.