Lífið

Gisele afhendir Heimsmeistarastyttuna

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bundchen fær þann heiður að fá að afhenda sigurvegurum heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sigurstyttuna margfrægu.

Gisele var fengin til að afhenda verðlaunin í stað forseta brasilíska knattspyrnusambandsins, Dilma Rousseff, en Rouseff hefur sætt mikilli gagnrýni í heimalandinu vegna þess að kostnaðurinn við mótið hefur farið langt fram úr áætlun. Brasilísk stjórnvöld hafa á sama tíma verið gagnrýnd harðlega fyrir að verja háum fjárhæðum í mótið en ljóst er að peningarnir hefðu sannarlega geta nýst annars staðar.

Eiginmaður fyrirsætunnar, NFL-stjarnan Tom Brady, verður henni innan handar við verðlaunaafhendinguna en sigurvegararnir verða krýndir hinn 13. júlí og hafa margir spáð heimamönnum titlinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.