Lífið

Breytir lögum Beyoncé í dramatískan einleik

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Millin þykir fyndin og á sama tíma dramatísk.
Millin þykir fyndin og á sama tíma dramatísk. Mynd/Zimbio/Billboard
Leikkonan Nina Millin hefur vakið mikla athygli á erlendum miðlum að undanförnu fyrir að taka lög söngkonunnar Beyoncé og flytja þau sem dramatískan einleik. Beyoncé ættu allir að þekkja en hún er ein þekktasta söngkona heims og eiginkona rapparans Jay-Z.

Millin hefur flutt einræðu úr lögum eins og If I were a boy og Irreplaceable og tekið þær upp og sett á netið. Kallar hún verkefnið The Beyoncelogues. Leikur Millin hefur fengið jákvæða gagnrýni, þykir hann bæði átakanlegur og trúverðugur en á sama tíma þykja myndböndin fyndin og skemmtileg. 

Með fréttinni fylgir myndband af Millin flytja If I were a boy, en lagið kom út í flutningi Beyoncé árið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.