Lífið

"Við erum bæði siðprútt fólk“

Begga og Maggi á góðri stund
Begga og Maggi á góðri stund
„Ég kannast við hann og er mikill aðdáandi,“ segir Berglind Pétursdóttir, sem heldur úti vefnum berglindfestival samhliða starfi sínu sem dansari og textasmiður á auglýsingastofu, en hún litaði á dögunum hár sitt bleikt í stil við yfirvaraskegg plötusnúðarins Magga Legó.

Maggi er þekktur fyrir að skarta neon-lituðum andlitshárum en Berglind skiptir einnig oft um hárlit.

„Maggi hefur náttúrulega verið með svona skegg í mörg ár. Við ættum kannski að stofna samtök, vegna þess að ég er líka alltaf að skipta um hárlit. Maggi, værirðu til í það?“

Berglind bætir við að þau Maggi séu bæði siðprútt fólk.

„Ég held að það sé vegna þess að við erum að breyta svona oft um lit. Þarna fáum við útrás og byrgjum ekkert inni. Ef við værum ekki í þessum litabreytingum værum við kannski glæpamenn? Maður veit ekki fyrir hverju maður er að fá útrás.“







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.