Lífið

Fækkar fötum fyrir Shape

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Biggest Loser-þjálfarinn Jillian Michaels prýðir forsíðu tímaritsins Shape. 

Á myndum inní blaðinu er Jillian alsnakin og segist vera komin í besta form lífs síns en hún er fertug.

„Þegar ég hugsa til baka til þess tíma sem ég var á þrítugs- og fertugsaldrinum finnst mér ég líta miklu betur út núna. Já ég er eldri en einnig vitrari og það er öðruvísi form af fegurð,“ segir Jillian.

Hún fer reglulega í ræktina og elskar að lyfta þungum lóðum.

„Það er mikilvægt fyrir konur að vera sterkar því þegar maður er líkamlega sterkur smitar það út í aðra þætti lífsins.“

Jillian á dótturina Lukensiu, fjögurra ára og soninn Phoenix, tveggja ára með kærustu sinni Heidi Rhoades.

Í flottu formi.
Forsíðukona.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.