Lífið

Sérstök sýning um Björk opnar í MoMa

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
MoMa, nýlistasafnið í New York, ætlar að opna sýningu tileinkaða Björk Guðmundsdóttur og fjölbreyttum tónlistarferli hennar. Það er stjórnandi MoMa, Klaus Biesenbach, sem setur sýninguna upp en hún opnar hinn 7. mars á næsta ári og stendur yfir í þrjá mánuði.

Sýningin mun einfaldlega bera heitið „Björk“ en á henni verður meðal annars að finna ýmis hljóðfæri sem Björk hefur unnið með, athyglisverða búningar og upptökur af tónleikum.

Á vefsíðu Bjarkar kemur fram að hún hafi samið frásögn í samvinnu við Sjón sem kemur til með að tengja sýninguna saman en einnig er von á nýju verki frá henni sem verður hluti sýningarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.