Lífið

Hætti allri neyslu fyrir fjölskylduna

Tim McGraw og eiginkona hans, Faith Hill.
Tim McGraw og eiginkona hans, Faith Hill.
Kántrístjarnan Tim McGraw viðurkennir að hafa hætt allri drykkju og eiturlyfjaneyslu vegna þess að hann óttaðist að missa fjölskyldu sína. Söngvarinn, sem á þrjár dætur á unglingsaldri með söngkonunni Faith Hill, segir í viðtali við tímaritið Men‘s Health að eiginkonan hafi sett honum stólinn fyrir dyrnar árið 2008.

„Það verður algjör vitundarvakning þegar konan segir þér að þú sért farinn að ganga of langt. Ég fattaði að ég gæti mögulega misst fjölskylduna.“

McGraw segist hafa áttað sig á því að dætur hans hafi verið komnar á þann aldur að þær voru farnar að taka eftir óhóflegri drykkju hans og þá hafi verið kominn tími á að hætta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.