Lífið

Jennifer Lopez á lausu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Söng- og leikkonan Jennifer Lopez og dansarinn Casper Smart eru hætt saman samkvæmt heimildum tímaritsins Us Weekly. 

Fyrstu fréttir af ástarsambandi Jennifers og Caspers bárust í nóvember árið 2011, aðeins fjórum mánuðum eftir að Jennifer skildi við þriðja eiginmann sinn, söngvarann Marc Anthony. Jennifer og Marc eiga tvíburana Max og Emme, sex ára, saman.

Talsverður aldursmunur er á Jennifer og Casper en hún er 44 ára og hann 27 ára. Í viðtali við Harper's Bazaar í janúar á síðasta ári sagði Jennifer að Casper væri besti vinur sinn.

„Ég get sagt honum allt, þegar ég er döpur, þegar ég er glöð. Hann veitir mér stuðning og endalausa ást.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.