Nadal meistari fimmta árið í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júní 2014 17:20 Rafael Nadal með bikarinn. Vísir/AFP Spánverjinn Rafael Nadal varð meistari á Opna franska meistaramótinu í tennis eftir sigur á Serbanum Novak Djokovic í úrslitaleik í dag. Nadal sigraði landa sinn David Ferrer í fjórðungsúrslitum og Skotann Andy Murray í undanúrslitum, á meðan Djokovic sigraði Milos Raonic frá Kanada og Ernests Gulbis frá Lettlandi. Djokovic byrjaði leikinn í dag betur og vann fyrsta settið 6-3. Spánverjinn svaraði með því að vinna annað settið 7-5 og það þriðja 6-2. Nadal tryggði sér svo sigurinn þegar hann vann fjórða settið 6-4. Þetta var fimmti sigur Nadals í röð á Opna franska og sá níundi á síðustu tíu árum. Enginn hefur unnið mótið jafn oft og Nadal. Nadal hefur nú unnið 14 stórmót á ferlinum, jafn mörg og Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras vann á árunum 1990-2002. Nadal vantar aðeins þrjá stórmótstitla til að jafna við Roger Federer sem hefur unnið 17 slíka. Nadal varð sömuleiðis í dag sá fyrsti til að vinna titil á stórmóti tíu ár í röð.Stórmótstitlar Rafaels Nadal:Opna franska: 9 sigrar (2005, 2006, 2007, 2008, 2010, 2011, 2012, 2013, 2014)Opna ástralska: 1 sigur (2009)Wimbledon: 2 sigrar (2008, 2010)Opna bandaríska: 2 sigrar (2010, 2013)Nadal trúir ekki sínum eigin augum eftir að hafa tryggt sér sigurinn.Vísir/AFPNadal hefur unnið Opna franska meistaramótið níu sinnum, oftar en nokkur annar.Vísir/AFPNadal á ferðinni í úrslitaleiknum í dag.Vísir/AFPNadal og Djokovic með verðlaunagripina.Vísir/AFP Tennis Tengdar fréttir Sharapova meistari á Opna franska í annað sinn á þremur árum Rússneska tenniskonan Maria Sharapova hrósaði sigri á Opna franska meistaramótinu í gær eftir að hafa lagt Simonu Halep frá Rúmeníu í þremur settum í úrslitaleik. 8. júní 2014 11:38 Murray kominn með nýjan þjálfara Skoski tenniskappinn Andy Murray hefur fengið nýjan þjálfara. Hún heitir Amélie Mauresmo og kemur frá Frakklandi. 8. júní 2014 12:30 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Sjá meira
Spánverjinn Rafael Nadal varð meistari á Opna franska meistaramótinu í tennis eftir sigur á Serbanum Novak Djokovic í úrslitaleik í dag. Nadal sigraði landa sinn David Ferrer í fjórðungsúrslitum og Skotann Andy Murray í undanúrslitum, á meðan Djokovic sigraði Milos Raonic frá Kanada og Ernests Gulbis frá Lettlandi. Djokovic byrjaði leikinn í dag betur og vann fyrsta settið 6-3. Spánverjinn svaraði með því að vinna annað settið 7-5 og það þriðja 6-2. Nadal tryggði sér svo sigurinn þegar hann vann fjórða settið 6-4. Þetta var fimmti sigur Nadals í röð á Opna franska og sá níundi á síðustu tíu árum. Enginn hefur unnið mótið jafn oft og Nadal. Nadal hefur nú unnið 14 stórmót á ferlinum, jafn mörg og Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras vann á árunum 1990-2002. Nadal vantar aðeins þrjá stórmótstitla til að jafna við Roger Federer sem hefur unnið 17 slíka. Nadal varð sömuleiðis í dag sá fyrsti til að vinna titil á stórmóti tíu ár í röð.Stórmótstitlar Rafaels Nadal:Opna franska: 9 sigrar (2005, 2006, 2007, 2008, 2010, 2011, 2012, 2013, 2014)Opna ástralska: 1 sigur (2009)Wimbledon: 2 sigrar (2008, 2010)Opna bandaríska: 2 sigrar (2010, 2013)Nadal trúir ekki sínum eigin augum eftir að hafa tryggt sér sigurinn.Vísir/AFPNadal hefur unnið Opna franska meistaramótið níu sinnum, oftar en nokkur annar.Vísir/AFPNadal á ferðinni í úrslitaleiknum í dag.Vísir/AFPNadal og Djokovic með verðlaunagripina.Vísir/AFP
Tennis Tengdar fréttir Sharapova meistari á Opna franska í annað sinn á þremur árum Rússneska tenniskonan Maria Sharapova hrósaði sigri á Opna franska meistaramótinu í gær eftir að hafa lagt Simonu Halep frá Rúmeníu í þremur settum í úrslitaleik. 8. júní 2014 11:38 Murray kominn með nýjan þjálfara Skoski tenniskappinn Andy Murray hefur fengið nýjan þjálfara. Hún heitir Amélie Mauresmo og kemur frá Frakklandi. 8. júní 2014 12:30 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Sjá meira
Sharapova meistari á Opna franska í annað sinn á þremur árum Rússneska tenniskonan Maria Sharapova hrósaði sigri á Opna franska meistaramótinu í gær eftir að hafa lagt Simonu Halep frá Rúmeníu í þremur settum í úrslitaleik. 8. júní 2014 11:38
Murray kominn með nýjan þjálfara Skoski tenniskappinn Andy Murray hefur fengið nýjan þjálfara. Hún heitir Amélie Mauresmo og kemur frá Frakklandi. 8. júní 2014 12:30