Innlent

24 teknir fyrir of hraðan akstur á Suðurnesjum

Randver Kári Randversson skrifar
24 voru teknir fyrir of hraðan akstur á Suðurnesjum í vikunni
24 voru teknir fyrir of hraðan akstur á Suðurnesjum í vikunni Visir/Vilhelm
Alls voru 24 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Sá sem ók hraðast var á 164 km hraða á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.

Þá voru 2 ökumenn teknir úr umferð vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hafði annar þeirra neytt amfetamíns, en hinn kannabisefna. Í tilfelli fyrrnefnda ökumannsins kom í ljós að skráningarmerkin tilheyrðu ekki bifreiðinni sem ekið var, heldur annarri bifreið sem einn farþeganna reyndist skráður eigandi að.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×