Sigmundur Davíð er kátur í tilefni dagsins Jakob Bjarnar skrifar 23. maí 2014 11:17 Fyrir sléttu ári. Sigmundur Davíð og Bjarni. Stjórnarsáttmáli undirritaður á Laugarvatni. visir/gva Í dag er slétt ár síðan núverandi ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tók við völdum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokks og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks skrifuðu undir stjórnarsáttmála í gamla héraðsskólanum á Laugarvatni, óskabarni Jónasar frá Hriflu. Í tilefni þess verður venjubundinn fundur ríkisstjórnarinnar í dag haldinn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu en ekki Stjórnarráðinu eins og tíðkast venjulega. Vísir náði tali af Sigmundi Davíð forsætisráðherra rétt í þann mund er fundur hófst og hann var kátur – segir þetta stóran dag.Viðsnúningur í efnahagsmálum „Já, hann er það. Sérstaklega þegar við lítum yfir farinn veg, horfum eitt ár aftur í tímann og metum hversu margt hefur breyst. Þá höfum við ástæðu til að gleðjast.“Hefur þetta reynst erfiðara en þú bjóst við? „Nei, það hefur nú ekki gert það. Enda gerðum við alltaf ráð fyrir því að þetta yrði erfitt. En, auðvitað fer mikill tími í þetta og ekki við öðru að búast. En, það er bara liðið eitt ár af kjörtímabilinu og þrjú ár eftir. Miðað við það sem við höfum þó náð að klára á þessu fyrsta ári er ástæða til að vera bjartsýnn á árangur þess sem eftir er af kjörtímabilinu.“ Spurður hvað standi uppúr á þessu ári sem liðið er segir Sigmundur Davíð það vera að tekist hafi að snúa við þróun efnahagsmála með mjög afgerandi hætti. „Samkvæmt í raun og veru öllum mælikvörðum. Og svo að hafa náð að klára þessi stóru mál vegna stöðu heimilanna, skuldamálin. Nú erum við að líta til framtíðar og meta hvernig við getum sem best byggt á þeim árangri sem náðst hefur.“Eru einhver vonbrigði, eitthvað sem ekki hefur lánast? „Auðvitað vildi maður alltaf að hlutirnir gengju ennþá hraðar. Og ástæða til að læra af reynslu ársins, hvað megi gera ennþá betur. Það er heilmikið verk óunnið ennþá. En, það er ekkert fór verulega mikið öðru vísi en við höfðum gert ráð fyrir.“Annar bragur á þinginu en verið hefurFinnst þér stjórnarandstaðan hafa komið ómaklega fram gagnvart þeim verkum sem þið hafið sett í öndvegi? „Jájá, en stjórnvöldum finnst það nú áreiðanlega alltaf. Hins vegar gengju þingstörfin óvenju vel núna miðað við hvernig þetta hefur verið undanfarin ár. Það tókst að klára þau á tilsettum tíma, mikinn fjölda þingmannamála þar á meðal hleyptum við í gegn fjölda stjórnarandstöðumála. Þannig að þetta hefur talsvert annan brag en þetta hefur haft undanfarin ár.“ Það sem fer á oddinn á næstu þingi eru býsna mörg mál, að sögn forsætisráðherra. „Sem við erum þá í betri aðstöðu til að takast á við eftir undirbúning fyrsta ársins. En við vorum í gær að tilkynna um mikla aðgerðaáætlun á sviði vísinda, rannsókna og nýsköpunar þar sem gert er ráð fyrir mjög auknum fjárframlögum þannig að Ísland komist í fremsta flokk á þessu sviði. Það mun hjálpa til við verðmætasköpun framtíðarinnar og aukna velferð. Svo ég nefni nú eitt dæmi,“ segir Sigmundur Davíð. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Í dag er slétt ár síðan núverandi ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tók við völdum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokks og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks skrifuðu undir stjórnarsáttmála í gamla héraðsskólanum á Laugarvatni, óskabarni Jónasar frá Hriflu. Í tilefni þess verður venjubundinn fundur ríkisstjórnarinnar í dag haldinn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu en ekki Stjórnarráðinu eins og tíðkast venjulega. Vísir náði tali af Sigmundi Davíð forsætisráðherra rétt í þann mund er fundur hófst og hann var kátur – segir þetta stóran dag.Viðsnúningur í efnahagsmálum „Já, hann er það. Sérstaklega þegar við lítum yfir farinn veg, horfum eitt ár aftur í tímann og metum hversu margt hefur breyst. Þá höfum við ástæðu til að gleðjast.“Hefur þetta reynst erfiðara en þú bjóst við? „Nei, það hefur nú ekki gert það. Enda gerðum við alltaf ráð fyrir því að þetta yrði erfitt. En, auðvitað fer mikill tími í þetta og ekki við öðru að búast. En, það er bara liðið eitt ár af kjörtímabilinu og þrjú ár eftir. Miðað við það sem við höfum þó náð að klára á þessu fyrsta ári er ástæða til að vera bjartsýnn á árangur þess sem eftir er af kjörtímabilinu.“ Spurður hvað standi uppúr á þessu ári sem liðið er segir Sigmundur Davíð það vera að tekist hafi að snúa við þróun efnahagsmála með mjög afgerandi hætti. „Samkvæmt í raun og veru öllum mælikvörðum. Og svo að hafa náð að klára þessi stóru mál vegna stöðu heimilanna, skuldamálin. Nú erum við að líta til framtíðar og meta hvernig við getum sem best byggt á þeim árangri sem náðst hefur.“Eru einhver vonbrigði, eitthvað sem ekki hefur lánast? „Auðvitað vildi maður alltaf að hlutirnir gengju ennþá hraðar. Og ástæða til að læra af reynslu ársins, hvað megi gera ennþá betur. Það er heilmikið verk óunnið ennþá. En, það er ekkert fór verulega mikið öðru vísi en við höfðum gert ráð fyrir.“Annar bragur á þinginu en verið hefurFinnst þér stjórnarandstaðan hafa komið ómaklega fram gagnvart þeim verkum sem þið hafið sett í öndvegi? „Jájá, en stjórnvöldum finnst það nú áreiðanlega alltaf. Hins vegar gengju þingstörfin óvenju vel núna miðað við hvernig þetta hefur verið undanfarin ár. Það tókst að klára þau á tilsettum tíma, mikinn fjölda þingmannamála þar á meðal hleyptum við í gegn fjölda stjórnarandstöðumála. Þannig að þetta hefur talsvert annan brag en þetta hefur haft undanfarin ár.“ Það sem fer á oddinn á næstu þingi eru býsna mörg mál, að sögn forsætisráðherra. „Sem við erum þá í betri aðstöðu til að takast á við eftir undirbúning fyrsta ársins. En við vorum í gær að tilkynna um mikla aðgerðaáætlun á sviði vísinda, rannsókna og nýsköpunar þar sem gert er ráð fyrir mjög auknum fjárframlögum þannig að Ísland komist í fremsta flokk á þessu sviði. Það mun hjálpa til við verðmætasköpun framtíðarinnar og aukna velferð. Svo ég nefni nú eitt dæmi,“ segir Sigmundur Davíð.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira