Innlent

Þekktustu listamenn landsins sýna verk sín

Sýning á verkum ljósmyndarans Ragnars Axelssonar, eða RAX, verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. Sýningin ber heitið Spegill lífsins og þar gefur að líta úrval úr þekktustu myndröðum Ragnars frá síðustu þremur áratugum, ekki síst af lífsbaráttu veiðimanna í Grænlandi, og bænda og sjómanna á Íslandi og í Færeyjum. Einnig eru á sýningunni ljósmyndir frá Síberíu og úrval einstakra fréttaljósmynda Ragnars víða að.

Þá verður sýningin Þín samsetta sjón opnuð í Hafnarhúsinu klukkan fjögur í dag, en þar má skoða úrvalsverk úr safneign Listasafns Reykjavíkur frá árunum 1970 til 2010, eftir um 50 listamenn. Margir af þekktustu starfandi listamönnum landsins eiga verk á sýningunni, meðal annars Ólafur Elíasson, Ragnar Kjartansson, Gabríela Friðriksdóttir og Gjörningaklúbburinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×