Lífið

Þreytt á að lifa í skugga Beyoncé

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Solange Knowles, litla systir söngkonunnar Beyoncé, réðst á eiginmann Beyoncé, Jay Z, á Met-ballinu því hún telur hann hafi brotið loforð. Þetta segja heimildarmenn Daily Mail.

„Solange er svo reið því Jay Z lofaði að hjálpa henni meira með framann sinn og þegar hún ræddi það á ballinu sagði hann að hann hefði ekki tíma til að vinna með henni í stúdíóinu,“ segir fjölskylduvinur í samtali við vefsíðuna.

„Hann hefur ekki staðið við loforð. Jay er alltaf að segja henni að hann ætli að gefa sér tíma til að setjast niður með henni og skrifa með henni og síðan fara með henni í stúdíó en hann hefur ekki gert það enn. Solange vill frama eins og systir sín og hún er þreytt á að lifa í skugga hennar. Hún er afbrýðisöm,“ bætir vinurinn við.

Talsmenn Solange, Beyoncé og Jay Z hafa ekki tjáð sig um atvikið sem hefur vakið gríðarlega athygli eftir að vefsíðan TMZ birti myndband af því í gær.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.