Lífið

Birtir bæn á Instagram

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Söngkonan Beyoncé birti bæn á Instagram-síðu sinni tveimur dögum eftir Met-ballið þar sem litla systir hennar, Solange, réðst á eiginmann hennar, rapparann Jay Z.

Í bæninni biður hún um leiðsögn frá Guði varðandi samband í sínu lífi.

„Ég bið að þú upphefjir hvert einasta samband. Hjálpaðu mér að velja vini mína vel svo ég lendi ekki á villigötum,“ stendur meðal annars í bæninni. Þá biður hún Guð einnig um að gefa sér styrk til að aðskilja sig frá þeim sem hafa vond áhrif á hana.

Mikið hefur verið skrifað um atvikið á Met-ballinu þann 5. maí en talsmenn stjarnanna hafa ekki tjáð sig um málið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.