Lífið

Eyðir myndum af Beyoncé á Instagram

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Söngkonan Solange Knowles, yngri systir söngkonunnar Beyoncé, hefur verið mikið á milli tannanna á fólki síðan myndband af henni ráðast að Jay Z, eiginmanni Beyoncé, fór eins og eldur um sinu á internetinu í gær.

Nú hefur Solange eytt öllum myndum af Beyoncé á Instagram-reikningi sínum. Aðeins ein mynd af Beyoncé er nú á síðunni og hún var sett þar inn fyrir rúmlega ári síðan.

Þá hefur Solange einnig eytt öllum myndum af Met-ballinu en það var á því balli sem hún réðst á Jay Z.

Mikið hefur verið skrifað um Solange síðan í gær og virðist vera sem hún hafi lent upp á kant við fleiri á Met-ballinu, þar á meðal fatahönnuðinn Rachel Roy.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.