Hvers vegna Í-listinn? Gísli Halldór skrifar 16. maí 2014 15:48 Mörgum kom á óvart þegar fréttist að Í-listinn myndi tefla mér fram sem bæjarstjóraefni sínu. Einhverjir töldu víst að ég færi í framboð fyrir Bjarta framtíð, sumir að ég færi með Framsókn og einhverjir vonuðu að ég legði Sjálfstæðisflokknum lið með einhverjum hætti. Flestir vilja sjálfsagt vita hvers vegna þetta varð niðurstaðan. Það er meira en ár síðan ég ákvað að gefa ekki aftur kost á mér fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Engu að síður hef ég gaman af þátttöku í bæjarpólitíkinni og tel mig hafa mikið til málanna að leggja í úrbótum á stjórnsýslu bæjarins. Ég hef því lengi velt því fyrir mér hvernig ég teldi mig best koma bæjarbúum að gagni. Augljós undiralda er í íslenskum stjórnmálum í dag, þeim er opna vilja augun. Gömlu flokkarnir með kreddum sínum og rykföllnu hagsmunaöflum hafa valdið kjósendum í samfélaginu miklum vonbrigðum. Vissulega eru bæjarmálaflokkar ekki jafnbundnir í þessum efnum og þingflokkarnir, en ekki frjálsir samt. Þó að samstarf í bæjarstjórn hafi um margt verið frábært á kjörtímabilinu er engu að síður uppi hávær krafa kjósenda um uppstokkun. Vissulega hefði Björt framtíð verið mögulegur farvegur, en ég hef enn ekki áttað mig nógu vel á því hvaða flokkur það verður til að setja nafn mitt við hann. Eftir að stillt var upp á Í-lista, Lista íbúanna, kom hinsvegar í ljós að Í-listinn er sannarlega orðinn þverpólitískt afl, óháð stjórnmálaflokkum. Í-listinn er því að mínu mati skýrt svar við óskum kjósenda um breytingar frá flokksræði gömlu flokkanna. Á Í-listanum er góð blanda af fólki með margvíslegan bakrunn víðsvegar úr samfélaginu. Prýðilegur kokteill af íbúum Ísafjarðarbæjar. Þetta er ekkert verra eða betra fólk en finna má á öðrum listum eða á götum bæjarins. Þetta er fólk sem vill gera vel fyrir bæinn sinn. Þetta er hópur sem ekki hefur stefnu landsfundar á bak við sig. Í-listinn mun sækja sína stefnu til íbúanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Gísli Halldór Halldórsson Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Sjá meira
Mörgum kom á óvart þegar fréttist að Í-listinn myndi tefla mér fram sem bæjarstjóraefni sínu. Einhverjir töldu víst að ég færi í framboð fyrir Bjarta framtíð, sumir að ég færi með Framsókn og einhverjir vonuðu að ég legði Sjálfstæðisflokknum lið með einhverjum hætti. Flestir vilja sjálfsagt vita hvers vegna þetta varð niðurstaðan. Það er meira en ár síðan ég ákvað að gefa ekki aftur kost á mér fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Engu að síður hef ég gaman af þátttöku í bæjarpólitíkinni og tel mig hafa mikið til málanna að leggja í úrbótum á stjórnsýslu bæjarins. Ég hef því lengi velt því fyrir mér hvernig ég teldi mig best koma bæjarbúum að gagni. Augljós undiralda er í íslenskum stjórnmálum í dag, þeim er opna vilja augun. Gömlu flokkarnir með kreddum sínum og rykföllnu hagsmunaöflum hafa valdið kjósendum í samfélaginu miklum vonbrigðum. Vissulega eru bæjarmálaflokkar ekki jafnbundnir í þessum efnum og þingflokkarnir, en ekki frjálsir samt. Þó að samstarf í bæjarstjórn hafi um margt verið frábært á kjörtímabilinu er engu að síður uppi hávær krafa kjósenda um uppstokkun. Vissulega hefði Björt framtíð verið mögulegur farvegur, en ég hef enn ekki áttað mig nógu vel á því hvaða flokkur það verður til að setja nafn mitt við hann. Eftir að stillt var upp á Í-lista, Lista íbúanna, kom hinsvegar í ljós að Í-listinn er sannarlega orðinn þverpólitískt afl, óháð stjórnmálaflokkum. Í-listinn er því að mínu mati skýrt svar við óskum kjósenda um breytingar frá flokksræði gömlu flokkanna. Á Í-listanum er góð blanda af fólki með margvíslegan bakrunn víðsvegar úr samfélaginu. Prýðilegur kokteill af íbúum Ísafjarðarbæjar. Þetta er ekkert verra eða betra fólk en finna má á öðrum listum eða á götum bæjarins. Þetta er fólk sem vill gera vel fyrir bæinn sinn. Þetta er hópur sem ekki hefur stefnu landsfundar á bak við sig. Í-listinn mun sækja sína stefnu til íbúanna.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar